„Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. apríl 2022 18:09 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðins í handbolta Vísir: Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. „Þetta þróaðist ekki ósvipað eins og við áttum von á, að þetta væri erfitt en mér fannst við fá tækifæri til að gera eitthvað alvöru úr þessu undir lokin. Mögulega smá stress hjá þeim, það gerðu allir ráð fyrir við værum að fara vinna og ég var að vona að við værum að fá upp þann kafla. Því miður gekk það ekki alveg upp seinustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar við Rúv eftir leikinn. Leikurinn var kaflaskiptur fyrir Ísland. Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn góður og skoruðu stelpurnar 15 mörk en að sama skapi náði varnarleikurinn og markvarslan sér ekki á strik. Í seinni hálfleiknum datt sóknarleikurinn niður en þá hrökk markvarslan í gang. „Leikurinn var þannig að hann var ofboðslega opin í fyrri hálfleik en svo lokaðist þetta í seinni. Mér fannst við ofboðslega tæpar í að skapa okkur færi. Ég á eftir að skoða þetta og átta mig betur á þessu. Ég er auðvitað svekktur en ég er ofboðslega stoltur af þessum stelpum, að spila á mjög erfiðum útivelli gegn mjög sterku liði. Við vorum nálægt því að gera alvöru úr þessu.“ Stelpurnar ætla að halda áfram að bæta sig og vonar Arnar að komast á EM eftir tvö ár. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þessar stelpur eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega gaman að vinna með þeim. Vonandi förum við á EM eftir tvö ár.“ Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
„Þetta þróaðist ekki ósvipað eins og við áttum von á, að þetta væri erfitt en mér fannst við fá tækifæri til að gera eitthvað alvöru úr þessu undir lokin. Mögulega smá stress hjá þeim, það gerðu allir ráð fyrir við værum að fara vinna og ég var að vona að við værum að fá upp þann kafla. Því miður gekk það ekki alveg upp seinustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar við Rúv eftir leikinn. Leikurinn var kaflaskiptur fyrir Ísland. Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn góður og skoruðu stelpurnar 15 mörk en að sama skapi náði varnarleikurinn og markvarslan sér ekki á strik. Í seinni hálfleiknum datt sóknarleikurinn niður en þá hrökk markvarslan í gang. „Leikurinn var þannig að hann var ofboðslega opin í fyrri hálfleik en svo lokaðist þetta í seinni. Mér fannst við ofboðslega tæpar í að skapa okkur færi. Ég á eftir að skoða þetta og átta mig betur á þessu. Ég er auðvitað svekktur en ég er ofboðslega stoltur af þessum stelpum, að spila á mjög erfiðum útivelli gegn mjög sterku liði. Við vorum nálægt því að gera alvöru úr þessu.“ Stelpurnar ætla að halda áfram að bæta sig og vonar Arnar að komast á EM eftir tvö ár. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þessar stelpur eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega gaman að vinna með þeim. Vonandi förum við á EM eftir tvö ár.“
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01