Ný nálgun á málefni Suðurfjarðarvegar Arnfríður Eide Hafþórsdóttir og Elís Pétur Elísson skrifa 23. apríl 2022 09:30 Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. Málefni Suðurfjarðarvegar hafa lengi verið til umfjöllunar og öllum ætti að vera ljóst að ástand vegarins ekki boðlegt fyrir Þjóðveg 1 og þann mikla umferðarþunga sem um veginn fer á degi hverjum. Framsókn í Fjarðabyggð hefur síðustu ár, líkt og aðrir flokkar í bæjarstjórn, barist ötullega fyrir því að Suðurfjarðarvegur verði settur í forgang í samgönguáætlun. Þrátt fyrir að hans sé nú getið á þriðja hluta þeirrar áætlunar, árið 2030-34, teljum við það langt frá því að vera nóg. Eitt af forgangsverkefnum nýrrar bæjarstjórnar verður því áfram að vera að þrýsta á ríkisvaldið um að endurbótum Suðurfjarðarvegar verði flýtt – en hvernig er best að nálgast það verkefni? Í huga Framsóknarmanna í Fjarðabyggð er nauðsynlegt að huga að nýjum nálgunum í málinu til að reyna að koma því áfram og tryggja að framkvæmdum verði flýtt eins mikið og kostur er. En hvað er til ráða? Eins og áður sagði hafa bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð verið óþrjótandi við að þrýsta á um að flýta endurbótum við Suðurfjarðarveg en ekki hefur enn tekist að ýta þeim framar í samgönguáætlun. Framkvæmd við endurbætur Suðurfjarðarvegar er stór framkvæmd, enda um langan veg að ræða þar sem ýmis verkefni bíða, auk þess sem samgöngubætur annarsstaðar á landinu hafa að sjálfsögðu áhrif á stöðu mála. Það er ljóst að þessi fíll verður ekki gleyptur í einum bita, það er ekki raunhæft. Þurfum við þá ekki nýja nálgun? Framsókn í Fjarðabyggð mun því leggja fram þá tillögu við samgönguyfirvöld að framkvæmdum við veginn verði skipt í hluta og skapa þannig svigrúm til að hægt verði að flýta framkvæmdum. Þannig verði í forgangi að tvöfalda brýr á veginum; yfir Sléttuá í Reyðarfirði, brýr í botni Fáskrúðsfjarðar og yfir Stöðvará í Stöðvarfirði. Í framhaldi af þessu verði síðan farið í vegakafla á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar og í Stöðvarfirði. Með þessum hætti ætti að vera mögulegt að hefjast fyrr handa við þetta mikilvæga verkefni. Það þolir enga bið. Höfundar eru mannauðs- og öryggisstjóri og framkvæmdastjóri og skipa 4. og 5. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. Málefni Suðurfjarðarvegar hafa lengi verið til umfjöllunar og öllum ætti að vera ljóst að ástand vegarins ekki boðlegt fyrir Þjóðveg 1 og þann mikla umferðarþunga sem um veginn fer á degi hverjum. Framsókn í Fjarðabyggð hefur síðustu ár, líkt og aðrir flokkar í bæjarstjórn, barist ötullega fyrir því að Suðurfjarðarvegur verði settur í forgang í samgönguáætlun. Þrátt fyrir að hans sé nú getið á þriðja hluta þeirrar áætlunar, árið 2030-34, teljum við það langt frá því að vera nóg. Eitt af forgangsverkefnum nýrrar bæjarstjórnar verður því áfram að vera að þrýsta á ríkisvaldið um að endurbótum Suðurfjarðarvegar verði flýtt – en hvernig er best að nálgast það verkefni? Í huga Framsóknarmanna í Fjarðabyggð er nauðsynlegt að huga að nýjum nálgunum í málinu til að reyna að koma því áfram og tryggja að framkvæmdum verði flýtt eins mikið og kostur er. En hvað er til ráða? Eins og áður sagði hafa bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð verið óþrjótandi við að þrýsta á um að flýta endurbótum við Suðurfjarðarveg en ekki hefur enn tekist að ýta þeim framar í samgönguáætlun. Framkvæmd við endurbætur Suðurfjarðarvegar er stór framkvæmd, enda um langan veg að ræða þar sem ýmis verkefni bíða, auk þess sem samgöngubætur annarsstaðar á landinu hafa að sjálfsögðu áhrif á stöðu mála. Það er ljóst að þessi fíll verður ekki gleyptur í einum bita, það er ekki raunhæft. Þurfum við þá ekki nýja nálgun? Framsókn í Fjarðabyggð mun því leggja fram þá tillögu við samgönguyfirvöld að framkvæmdum við veginn verði skipt í hluta og skapa þannig svigrúm til að hægt verði að flýta framkvæmdum. Þannig verði í forgangi að tvöfalda brýr á veginum; yfir Sléttuá í Reyðarfirði, brýr í botni Fáskrúðsfjarðar og yfir Stöðvará í Stöðvarfirði. Í framhaldi af þessu verði síðan farið í vegakafla á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar og í Stöðvarfirði. Með þessum hætti ætti að vera mögulegt að hefjast fyrr handa við þetta mikilvæga verkefni. Það þolir enga bið. Höfundar eru mannauðs- og öryggisstjóri og framkvæmdastjóri og skipa 4. og 5. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun