Eggert Gunnþór stígur til hliðar að ósk FH-inga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2022 18:37 Eggert Gunnþór Jónsson stígur tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir FH. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið beðinn um að stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Knattspyrnulið FH-inga var harðlega gagnrýnt síðastliðinn mánudag þegar Besta-deild karla fór af stað fyrir það að hafa Eggert Gunnþór í byrjunarliði liðsins, en hann var á dögunum sakaður um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Meðal þeirra sem gagnrýndu liðsval FH-inga var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta. Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að Eggert Gunnþór hafi orðið við óskum félagsins um að stíga til hliðar og að þessi breytta staða taki gildi nú þegar. Yfirlýsing FH-inga í heild sinni er svohljóðandi: „Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Eggert hefur orðið við því og tekur breytt staða gildi nú þegar. Eggert, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu í málinu sem tengist atvikum sem áttu sér stað fyrir um 12 árum síðan, er eðli málsins samkvæmt ósáttur við þessa tímabundnu ákvörðun en sýnir aðstæðunum skilning og fellir sig því undir þessa lausn. Þegar frekari leiðbeiningar eða regluverk liggja fyrir frá ÍSÍ eða KSÍ, eða þegar málefni Eggerts hefur verið til lykta leitt hjá þar til bærum yfirvöldum mun félagið taka frekari ákvörðun um framhaldið. Í ljósi umræðunnar undanfarinna sólarhringa þá vill félagið taka fram að það tekur ofbeldismál mjög alvarlega, fordæmir allt ofbeldi og vísar til fyrri yfirlýsingar um málið því til stuðnings. Félagið hefur haft málið til umfjöllunar, en bíður eins og önnur félög og sérsambönd enn eftir leiðbeinandi áliti og verklagsreglum frá ÍSÍ um hvernig aðildarfélögum beri að taka á málum sem þessum. Eins og fram kom í viðtali við formann KSÍ á miðvikudagskvöld þá liggja ekki neinar reglur fyrir. Framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði í kvöldfréttum RÚV á þriðjudagskvöld að ÍSÍ hafi ekki enn tekist að ljúka þessari vinnu vegna þess hversu flókin og erfið mál um ræðir og að gæta þurfi að því að viðbrögð stríði ekki gegn lögum í landinu. ÍSÍ og KSÍ geta ekki gert meiri kröfu til iþróttafélaga eins og FH en samböndin geta staðið undir sjálf. Félagið telur brýnt að KSÍ og ÍSÍ setji það í algeran forgang að ljúka þessari vinnu og leggur áherslu á að það verði gert innan mánaðar frá þessari yfirlýsingu. Nauðsynlegt er að gefnar verði út verklagsreglur fyrir félögin varðandi þessi alvarlegu mál. Þessari vinnu átti að vera lokið í byrjun mars og hefur FH því beðið eftir þessari leiðsögn í nokkurn tíma. Upplýst, fagleg og yfirveguð umræða og meðhöndlun þessara erfiðu mála er mikilvæg og hefur félagið lagt allt kapp á að vinna á þann hátt.“ FH Fótbolti Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Knattspyrnulið FH-inga var harðlega gagnrýnt síðastliðinn mánudag þegar Besta-deild karla fór af stað fyrir það að hafa Eggert Gunnþór í byrjunarliði liðsins, en hann var á dögunum sakaður um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Meðal þeirra sem gagnrýndu liðsval FH-inga var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta. Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að Eggert Gunnþór hafi orðið við óskum félagsins um að stíga til hliðar og að þessi breytta staða taki gildi nú þegar. Yfirlýsing FH-inga í heild sinni er svohljóðandi: „Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Eggert hefur orðið við því og tekur breytt staða gildi nú þegar. Eggert, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu í málinu sem tengist atvikum sem áttu sér stað fyrir um 12 árum síðan, er eðli málsins samkvæmt ósáttur við þessa tímabundnu ákvörðun en sýnir aðstæðunum skilning og fellir sig því undir þessa lausn. Þegar frekari leiðbeiningar eða regluverk liggja fyrir frá ÍSÍ eða KSÍ, eða þegar málefni Eggerts hefur verið til lykta leitt hjá þar til bærum yfirvöldum mun félagið taka frekari ákvörðun um framhaldið. Í ljósi umræðunnar undanfarinna sólarhringa þá vill félagið taka fram að það tekur ofbeldismál mjög alvarlega, fordæmir allt ofbeldi og vísar til fyrri yfirlýsingar um málið því til stuðnings. Félagið hefur haft málið til umfjöllunar, en bíður eins og önnur félög og sérsambönd enn eftir leiðbeinandi áliti og verklagsreglum frá ÍSÍ um hvernig aðildarfélögum beri að taka á málum sem þessum. Eins og fram kom í viðtali við formann KSÍ á miðvikudagskvöld þá liggja ekki neinar reglur fyrir. Framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði í kvöldfréttum RÚV á þriðjudagskvöld að ÍSÍ hafi ekki enn tekist að ljúka þessari vinnu vegna þess hversu flókin og erfið mál um ræðir og að gæta þurfi að því að viðbrögð stríði ekki gegn lögum í landinu. ÍSÍ og KSÍ geta ekki gert meiri kröfu til iþróttafélaga eins og FH en samböndin geta staðið undir sjálf. Félagið telur brýnt að KSÍ og ÍSÍ setji það í algeran forgang að ljúka þessari vinnu og leggur áherslu á að það verði gert innan mánaðar frá þessari yfirlýsingu. Nauðsynlegt er að gefnar verði út verklagsreglur fyrir félögin varðandi þessi alvarlegu mál. Þessari vinnu átti að vera lokið í byrjun mars og hefur FH því beðið eftir þessari leiðsögn í nokkurn tíma. Upplýst, fagleg og yfirveguð umræða og meðhöndlun þessara erfiðu mála er mikilvæg og hefur félagið lagt allt kapp á að vinna á þann hátt.“
FH Fótbolti Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira