Ætla í hart gegn lykilorðadeilingu eftir að áskrifendum fækkaði fyrsta sinn í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2022 09:51 Forsvarsmenn Netflix ætla í hart við fólk sem deilir lykilorðum sínum með öðrum. Getty/Aaron P Streymisveitan Netflix tapaði áskrifendum í fyrsta sinn í tíu ár á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörsins lækkaði virði hlutabréfa félagsins um meira en fjórðung. Á fyrsta fjórðungi síðasta árs fjölgaði áskrifendum um tæpar fjórar milljónir. Áskrifendum fækkaði um tvö hundruð þúsund á fjórðungnum en forsvarsmenn Netflix segja það vegna aukinnar samkeppni, þess að fólk deili lykilorðum sín á milli, verðbólgu og jafnvel vegna innrásarinnar í Úkraínu. Tekjur Netflix jukust um 9,8 prósent og voru rúmar 7,8 milljarðar dala. Í bréfi til hluthafa skrifaðu forsvarsmenn Netflix að töluvert hefði hægt á tekjuvexti. Streymi sjónvarpsefnis væri vinsælla en línulegt sjónvarp og Netflix væri mjög vinsælt. Hins vegar væru mjög margir sem brytu reglur streymisveitunnar með því að deila lykilorðum sínum með öðrum. Áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Til stendur að reyna að sporna gegn því, samkvæmt frétt BBC. Innrásin kostaði 700 þúsund áskrifendur Þá segir Netflix að það að hætta viðskiptum í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafi kostað fyrirtækið um 700 þúsund áskrifendur. Aðrir 600 þúsund hafi hætt í Bandaríkjunum og Kanada eftir að verðhækkun. Síðast fækkaði áskrifendum Netflix á þriðja ársfjórðungi 2011. Forsvarsmenn Netflix hafði spáð því að áskrifendum myndi fjölga um 2,5 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs en eins og áður hefur komið fram fækkaði þeim um tvö hundruð þúsund. Nú spáir Netflix því að áskrifendum muni fækka um tvær milljónir á næsta fjórðungi, samkvæmt frétt CNBC. Miðillinn hefur eftir Reed Hastings, framkvæmdastjóra, að verið sé að kanna að fjölga áskriftarleiðum og þar á meðal ódýrari áskriftarleiðum þar sem áskrifendur þyrftu að horfa á auglýsingar. Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix verið á móti tillögum um slíkar áskriftarleiðir. Áhugasamir geta fundið uppgjörið og aðrar upplýsingar hér á vef Netflix. Netflix Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á fyrsta fjórðungi síðasta árs fjölgaði áskrifendum um tæpar fjórar milljónir. Áskrifendum fækkaði um tvö hundruð þúsund á fjórðungnum en forsvarsmenn Netflix segja það vegna aukinnar samkeppni, þess að fólk deili lykilorðum sín á milli, verðbólgu og jafnvel vegna innrásarinnar í Úkraínu. Tekjur Netflix jukust um 9,8 prósent og voru rúmar 7,8 milljarðar dala. Í bréfi til hluthafa skrifaðu forsvarsmenn Netflix að töluvert hefði hægt á tekjuvexti. Streymi sjónvarpsefnis væri vinsælla en línulegt sjónvarp og Netflix væri mjög vinsælt. Hins vegar væru mjög margir sem brytu reglur streymisveitunnar með því að deila lykilorðum sínum með öðrum. Áætlað væri að það væri gert á rúmlega hundrað milljónum heimila víða um heim. Til stendur að reyna að sporna gegn því, samkvæmt frétt BBC. Innrásin kostaði 700 þúsund áskrifendur Þá segir Netflix að það að hætta viðskiptum í Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafi kostað fyrirtækið um 700 þúsund áskrifendur. Aðrir 600 þúsund hafi hætt í Bandaríkjunum og Kanada eftir að verðhækkun. Síðast fækkaði áskrifendum Netflix á þriðja ársfjórðungi 2011. Forsvarsmenn Netflix hafði spáð því að áskrifendum myndi fjölga um 2,5 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs en eins og áður hefur komið fram fækkaði þeim um tvö hundruð þúsund. Nú spáir Netflix því að áskrifendum muni fækka um tvær milljónir á næsta fjórðungi, samkvæmt frétt CNBC. Miðillinn hefur eftir Reed Hastings, framkvæmdastjóra, að verið sé að kanna að fjölga áskriftarleiðum og þar á meðal ódýrari áskriftarleiðum þar sem áskrifendur þyrftu að horfa á auglýsingar. Hingað til hafa forsvarsmenn Netflix verið á móti tillögum um slíkar áskriftarleiðir. Áhugasamir geta fundið uppgjörið og aðrar upplýsingar hér á vef Netflix.
Netflix Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira