Velur aftökusveit framyfir rafmagnsstólinn Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2022 22:42 Mynd frá fangelsisyfirvöldum í Suður Karólínu. Til hægri er rafmagnsstóll en til vinstri aftökusveitarstóllinn. Þeim síðarnefnda var nýverið bætt við aðstöðuna í fangelsinu í höfuðborginni Columbia. Vísir/AP Maður sem situr á dauðadeild í Suður Karólínu hefur ákveðið að aftökusveit muni taka hann af lífi í stað þess að setjast í rafmagnsstólinn. Aftakan verður sú fyrsta í ríkinu í meira en áratug. Richard Moore var dæmdur til dauða eftir að hafa myrt afgreiðslumann í verslun árið 1999 og hefur setið á dauðadeild í Suður Karólínu síðan þá. Aftaka hans er áætluð þann 29.apríl næstkomandi en hún verður sú fyrsta í ríkinu í meira en áratug. Í dómsskjölum sem birt voru í gær kemur fram að Moore hafi valið að vera tekinn af lífi af aftökusveit en hann bindur vonir við tvö dómsmál þar sem kveðið verður á um hvort aðferðir Suður Karólínu við aftökur standist stjórnarskrá. Mynd sem fangelsisyfirvöld í Suður Karólínu hafa birt af Richard Moore.Vísir/AP „Ég tel að með þessu vali sé verið að neyða mig til að velja á milli tveggja aðferða sem standast hvorugar stjórnarskrá,“ segir Moore í yfirlýsingu. Moore gat ekki valið að vera tekinn af lífi með banvænni sprautu þar sem ekki eru til réttu lyfin í Suður Karólínu. Fram kemur í grein CNN að lyfið hafi ekki verið til síðan 2013. Lyfjafyrirtæki hafa ítrekað neitað að selja yfirvöldum lyf sem notuð eru við aftökur. Aðferð sem notuð er í fjórum ríkjum Á síðasta ári samþykktu yfirvöld í Suður Karólínu lög þar sem ákveðið var að rafmangsstóllinn yrði fyrsti kostur þegar fangar væru teknir af lífi þó þeir dauðadæmdu gætu einnig kosið að notuð yrði aftökusveit eða banvæn sprauta. Í tilkynningu sem fangelsisyfirvöld í Suður Karólínu birtu í mars kemur fram að þrír sjálfboðaliðar meðal starfsmanna fangelsismálastofnunar myndi umrædda aftökusveit. Allir þurfa þeir að standast strangar kröfur stofnunarinnar. Rafmagnsstóllinn í fangelsinu í Columbia í Suður Karólínu.Vísir/AP Aftakan fer þannig fram að eftir að fanginn kemur inn í herbergið þar sem aftakan fer fram fái hann tækifæri til að gefa yfirlýsingu. Hann sé síðan bundinn niður og andlit hans hulið. Þegar búið er að koma skotmarki fyrir rétt ofan við hjarta fangans mun aftökusveitin skjóta en þeir munu ekki vera sýnilegir áhorfendum sem fylgjast með. Skotheldu gleri hefur verið komið fyrir í herbergi þar sem áhorfendurnir verða. Suður Karólína, Oklahoma, Mississippi og Utah eru þau ríki Bandaríkjanna þar sem aftökusveitir eru notaðar við aftökur en aðeins í Utah hefur sú aðferð verið notuð og það í fjögur skipti síðan árið 1960. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Richard Moore var dæmdur til dauða eftir að hafa myrt afgreiðslumann í verslun árið 1999 og hefur setið á dauðadeild í Suður Karólínu síðan þá. Aftaka hans er áætluð þann 29.apríl næstkomandi en hún verður sú fyrsta í ríkinu í meira en áratug. Í dómsskjölum sem birt voru í gær kemur fram að Moore hafi valið að vera tekinn af lífi af aftökusveit en hann bindur vonir við tvö dómsmál þar sem kveðið verður á um hvort aðferðir Suður Karólínu við aftökur standist stjórnarskrá. Mynd sem fangelsisyfirvöld í Suður Karólínu hafa birt af Richard Moore.Vísir/AP „Ég tel að með þessu vali sé verið að neyða mig til að velja á milli tveggja aðferða sem standast hvorugar stjórnarskrá,“ segir Moore í yfirlýsingu. Moore gat ekki valið að vera tekinn af lífi með banvænni sprautu þar sem ekki eru til réttu lyfin í Suður Karólínu. Fram kemur í grein CNN að lyfið hafi ekki verið til síðan 2013. Lyfjafyrirtæki hafa ítrekað neitað að selja yfirvöldum lyf sem notuð eru við aftökur. Aðferð sem notuð er í fjórum ríkjum Á síðasta ári samþykktu yfirvöld í Suður Karólínu lög þar sem ákveðið var að rafmangsstóllinn yrði fyrsti kostur þegar fangar væru teknir af lífi þó þeir dauðadæmdu gætu einnig kosið að notuð yrði aftökusveit eða banvæn sprauta. Í tilkynningu sem fangelsisyfirvöld í Suður Karólínu birtu í mars kemur fram að þrír sjálfboðaliðar meðal starfsmanna fangelsismálastofnunar myndi umrædda aftökusveit. Allir þurfa þeir að standast strangar kröfur stofnunarinnar. Rafmagnsstóllinn í fangelsinu í Columbia í Suður Karólínu.Vísir/AP Aftakan fer þannig fram að eftir að fanginn kemur inn í herbergið þar sem aftakan fer fram fái hann tækifæri til að gefa yfirlýsingu. Hann sé síðan bundinn niður og andlit hans hulið. Þegar búið er að koma skotmarki fyrir rétt ofan við hjarta fangans mun aftökusveitin skjóta en þeir munu ekki vera sýnilegir áhorfendum sem fylgjast með. Skotheldu gleri hefur verið komið fyrir í herbergi þar sem áhorfendurnir verða. Suður Karólína, Oklahoma, Mississippi og Utah eru þau ríki Bandaríkjanna þar sem aftökusveitir eru notaðar við aftökur en aðeins í Utah hefur sú aðferð verið notuð og það í fjögur skipti síðan árið 1960.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira