Stones: þeir reyna stundum eitthvað svona | Þurftu aðstoð lögreglu í leikmannagöngum Atli Arason skrifar 13. apríl 2022 22:57 John Stones í baráttu við Joao Felix í leiknum í kvöld. Getty Images John Stones, leikmaður Manchester City, var umfram allt ánægður að City sé komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir erfitt kvöld í Madríd. „Við vitum að þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, í svona andstyggilegum aðstæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli en eg var búinn að heyra fra nokkrum liðsfélögum mínum sem hafa komið hingað áður um hvernig það er að spila hérna. Heilt yfir var þetta mjög erfitt kvöld,“ sagði John Stones í viðtali hjá BT Sports eftir leik. Það sauð allt upp úr undir lok leiks eftir að Felipe sparkaði í Foden. Leikmenn beggja liða hópuðust saman og það virtist um stund allt stefna í hópslagsmál. „Phil var ógn í báðum leikjum. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir okkur og hann gerði vel í að koma boltanum upp völlinn og draga að sér andstæðinga. Hann fékk mörg spörk í leiknum og hann er að finna vel fyrir þeim núna inn í klefa,“ svaraði Stones og hló, aðspurður út í stöðuna á Foden eftir leik. Atletico lið Diego Simone er þekkt fyrir að reyna allt til að komast inn í haus andstæðingsins í leikjum sínum. Hart var barist í gegnum allan leikinn og meira að segja áfram inn í leikmannagöngin eftir leik þar sem að lögregluaðstoð þurfti til að stíga menn í sundur. „Við vitum að þeir reyna stundum eitthvað svona en við svöruðum því bara mjög vel. Það er ekki skemmtilegt að tala um þessi einstöku atvik því heilt yfir þá spiluðum við vel í gegnum þessa tvo leiki gegn svona reyndu liði í því sem þeir gera, að verjast aftarlega. Ég er mjög stoltur af liðinu því við héldum haus. Það er mjög auðvelt að dragast í einhverja svona vitleysu,“ sagði Stones. Police in the tunnel after the match 👮♂️🚔Atletico Madrid 0-0 Manchester City [agg 0-1] #ucl #Atleti #ATMMCI #ChampionsLeague #Football #Savic #ManCity pic.twitter.com/7GOgtmPfqy— ZStudios (@Zakstudios3) April 13, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
„Við vitum að þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, í svona andstyggilegum aðstæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli en eg var búinn að heyra fra nokkrum liðsfélögum mínum sem hafa komið hingað áður um hvernig það er að spila hérna. Heilt yfir var þetta mjög erfitt kvöld,“ sagði John Stones í viðtali hjá BT Sports eftir leik. Það sauð allt upp úr undir lok leiks eftir að Felipe sparkaði í Foden. Leikmenn beggja liða hópuðust saman og það virtist um stund allt stefna í hópslagsmál. „Phil var ógn í báðum leikjum. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir okkur og hann gerði vel í að koma boltanum upp völlinn og draga að sér andstæðinga. Hann fékk mörg spörk í leiknum og hann er að finna vel fyrir þeim núna inn í klefa,“ svaraði Stones og hló, aðspurður út í stöðuna á Foden eftir leik. Atletico lið Diego Simone er þekkt fyrir að reyna allt til að komast inn í haus andstæðingsins í leikjum sínum. Hart var barist í gegnum allan leikinn og meira að segja áfram inn í leikmannagöngin eftir leik þar sem að lögregluaðstoð þurfti til að stíga menn í sundur. „Við vitum að þeir reyna stundum eitthvað svona en við svöruðum því bara mjög vel. Það er ekki skemmtilegt að tala um þessi einstöku atvik því heilt yfir þá spiluðum við vel í gegnum þessa tvo leiki gegn svona reyndu liði í því sem þeir gera, að verjast aftarlega. Ég er mjög stoltur af liðinu því við héldum haus. Það er mjög auðvelt að dragast í einhverja svona vitleysu,“ sagði Stones. Police in the tunnel after the match 👮♂️🚔Atletico Madrid 0-0 Manchester City [agg 0-1] #ucl #Atleti #ATMMCI #ChampionsLeague #Football #Savic #ManCity pic.twitter.com/7GOgtmPfqy— ZStudios (@Zakstudios3) April 13, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira