Þjálfari Norður-Írlands segir konur tilfinningaríkari en karla: Hefur beðist afsökunar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 13:31 Kenny Shiels (lengst til vinstri) ræðir við leikmenn sína. Sky Sports Kenny Shiels, þjálfari kvennalandsliðs Norður-Írlands í fótbolta, telur að konur séu tilfinningaríkari en karlar. Opinberaði hann skoðun sína á blaðamannafundi eftir 5-0 tap N-Írlands gegn Englandi í undankeppni HM 2023. Norður-Írland og England mættust í undankeppni HM 2023 á Windsor Park í N-Írlandi fyrir framan rúmlega fimmtán þúsund manns á þriðjudag. Fór það svo að gestirnir handan við lækinn unnu 5-0 sigur eftir að vera einu marki yfir í hálfleik. Lauren Hemp skoraði eina mark fyrri hálfleiks en sóknarleikur gestanna blómstraði í síðari hálfleik. Ella Toone skoraði á 52. mínútu og Hemp bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar. Georgia Stanway kom Englandi í 4-0 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og hún bætti svo öðru marki sínu og fimmta marki Englands við níu mínútum síðar. Hinn 65 ára gamli Kenny Shiels, þjálfari Norður-Írlands, lét umdeild ummæli falla eftir leik er hann ræddi við blaðamenn. Hann hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Northern Ireland women's manager Kenny Shiels says "women are more emotional than men" when conceding goals in football https://t.co/YxO1e3KUgO— BBC News (UK) (@BBCNews) April 13, 2022 „Þegar lið fær á sig mark í kvennaknattspyrnu þá fá þær oft á sig mörk örskömmu síðar. Þetta á við um kvennaknattspyrnu í heild þar sem stelpur og kvenfólk er tilfinningaríkari en karlmenn,“ sagði Shiels. „Ef þú ferð í gegnum tölfræðina – sem blaðamenn elska að gera – þá sérðu lið fá á sig mark á 18. mínútu og 21. mínútu. Það gerist svo aftur á 64. og 68. mínútu. Þau koma í bylgjum.“ „Við fengum á okkur mark á 48. mínútu og alls þrjú á sjö eða níu mínútum gegn Austurríki (leik sem N-Írland tapaði 3-1). Við reyndum því að drepa leikinn gegn Englandi eftir að þær komust yfir. Við vildum gefa leikmönnum tíma til að ná áttum og komast í jafnvægi. Þetta er vandamál sem við þurfum að glíma við, ekki bara Norður-Írland heldur allar aðrar þjóðir einnig.“ „Ég hefði ekki átt að segja ykkur þetta,“ sagði Shiels að endingu. Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins, segir Shiels vera kjána. Bendir Wright á hversu oft hann sjálfur brást í grát er hann var að spila. Kenny Shiels talking foolishness! Talking about emotional women ! Didn t that man see how many times I was crying on the PITCH! kmt pic.twitter.com/gTKIpd3fV3— Ian Wright (@IanWright0) April 13, 2022 England er á toppi D-riðils með fullt hús stiga eftir átta leiki og markatöluna 68-0. N-Írland er í 3. sæti með 13 stig, sex minna en Austurríki og á ekki lengur möguleika á að komast á HM á næsta ári. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norður-Írland Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Norður-Írland og England mættust í undankeppni HM 2023 á Windsor Park í N-Írlandi fyrir framan rúmlega fimmtán þúsund manns á þriðjudag. Fór það svo að gestirnir handan við lækinn unnu 5-0 sigur eftir að vera einu marki yfir í hálfleik. Lauren Hemp skoraði eina mark fyrri hálfleiks en sóknarleikur gestanna blómstraði í síðari hálfleik. Ella Toone skoraði á 52. mínútu og Hemp bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar. Georgia Stanway kom Englandi í 4-0 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og hún bætti svo öðru marki sínu og fimmta marki Englands við níu mínútum síðar. Hinn 65 ára gamli Kenny Shiels, þjálfari Norður-Írlands, lét umdeild ummæli falla eftir leik er hann ræddi við blaðamenn. Hann hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Northern Ireland women's manager Kenny Shiels says "women are more emotional than men" when conceding goals in football https://t.co/YxO1e3KUgO— BBC News (UK) (@BBCNews) April 13, 2022 „Þegar lið fær á sig mark í kvennaknattspyrnu þá fá þær oft á sig mörk örskömmu síðar. Þetta á við um kvennaknattspyrnu í heild þar sem stelpur og kvenfólk er tilfinningaríkari en karlmenn,“ sagði Shiels. „Ef þú ferð í gegnum tölfræðina – sem blaðamenn elska að gera – þá sérðu lið fá á sig mark á 18. mínútu og 21. mínútu. Það gerist svo aftur á 64. og 68. mínútu. Þau koma í bylgjum.“ „Við fengum á okkur mark á 48. mínútu og alls þrjú á sjö eða níu mínútum gegn Austurríki (leik sem N-Írland tapaði 3-1). Við reyndum því að drepa leikinn gegn Englandi eftir að þær komust yfir. Við vildum gefa leikmönnum tíma til að ná áttum og komast í jafnvægi. Þetta er vandamál sem við þurfum að glíma við, ekki bara Norður-Írland heldur allar aðrar þjóðir einnig.“ „Ég hefði ekki átt að segja ykkur þetta,“ sagði Shiels að endingu. Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins, segir Shiels vera kjána. Bendir Wright á hversu oft hann sjálfur brást í grát er hann var að spila. Kenny Shiels talking foolishness! Talking about emotional women ! Didn t that man see how many times I was crying on the PITCH! kmt pic.twitter.com/gTKIpd3fV3— Ian Wright (@IanWright0) April 13, 2022 England er á toppi D-riðils með fullt hús stiga eftir átta leiki og markatöluna 68-0. N-Írland er í 3. sæti með 13 stig, sex minna en Austurríki og á ekki lengur möguleika á að komast á HM á næsta ári.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Norður-Írland Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira