Hækkandi áburðarverð ógnar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi á heimsvísu Erna Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2022 11:01 Undanfarnar vikur og mánuði hefur fæðuöryggi æ oftar borið á góma, fyrst vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 á aðfangakeðjur heims og nú vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Í nýrri útgáfu AMIS[1] á greiningu á mörkuðum fyrir landbúnaðarvörur og helstu aðföng, er farið yfir þróun og horfur áburðarverðs[2]. Í marsmánuði einum voru hækkanir mældar í tveggja stafa tölum. Ammóníum, sem er ásamt þvagefni undirstaða köfnunarefnis áburðar (N), hækkaði í mars um 14,9% frá fyrra mánuði, á heimsvísu . Síðastliðna 12 mánuði nemur hækkunin nú tæplega 180%. Á Evrópumarkaði nemur hækkunin nærri 200% á 12 mánaða tímabili. Á Bandaríkjamarkaði hefur verð á fosfati hækkað um tæp 80%. Á sama tíma hefur kalíum áburður hefur hækkað um ríflega 142%. Vegna ástandsins í Úkraínu og viðskiptabanns á Rússland birtir AMIS ekki tölur um verðþróun á fosfati og kalíum fyrir Svartahafssvæðið, eins og venja hefur verið. Útflutningsbönn og viðskiptaþvinganir Útflutningur á áburði frá Rússlandi hefur nú að miklu leyti stöðvast vegna viðskiptaþvingana. Þá lagði landbúnaðarráðuneytið í Úkraínu í reynd bann við útflutningi á tilbúnum áburði frá og með 12 mars sl., til að verja innlendan markað. Þá hefur útflutningur á kalíum frá Hvíta Rússlandi sem og Rússlandi, einnig stöðvast en þessi tvö lönd framleiða 40% kalíum áburðar í heiminum. Áður hafði Kína bannað útflutning á fosfati til að tryggja framboð þess til eigin landbúnaðar, sem eykur enn á verðhækkanir á heimsvísu. Framboð á hveiti og maís dregst saman Jarðgas hefur hækkað um 87,3% síðustu 12 mánuði samkvæmt AMIS, þar af 3,1% milli febrúar og mars 2022 , en jarðgas er mikilvægur orkugjafi við áburðarframleiðslu heimsins. Þessar gríðarlegu hækkanir á áburði sem og hækkun á verði annarra aðfanga til landbúnaðar ógna nú lífskjörum fólks um heim allan. Búist var við að Úkraína myndi flytja út 20 milljón tonn af hveiti og maís á tímabilinu febrúar til maí nú í ár. Hlutdeild Úkraínu í heimsmarkaði hveitis er um 8% og 13% fyrir maís (www.worldstopexports.com). Nú eru innviðir í landinu stórskemmdir og óljóst er hve mikil áhrif þess verða til framtíðar. Þá skortir vinnuafl, eldsneyti og áburð og akrar hafa spillst. Auk þess eru bændur ekki öruggir við störf sín vegna átakanna og afleiðinga þeirra. Því eru miklar áhyggjur af því hve mikið framboð verður á kornvörum og jurtaolíu frá Úkraínu á komandi uppskeru ári (2022/2023). Til skemmri tíma hið minnsta mun það leiða til skorts á þessum matvælum á heimsmarkaði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. [1] Agrigultural Market Information System [2] http://www.amis-outlook.org/fileadmin/user_upload/amis/docs/Market_monitor/AMIS_Market_Monitor_current.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hefur fæðuöryggi æ oftar borið á góma, fyrst vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 á aðfangakeðjur heims og nú vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Í nýrri útgáfu AMIS[1] á greiningu á mörkuðum fyrir landbúnaðarvörur og helstu aðföng, er farið yfir þróun og horfur áburðarverðs[2]. Í marsmánuði einum voru hækkanir mældar í tveggja stafa tölum. Ammóníum, sem er ásamt þvagefni undirstaða köfnunarefnis áburðar (N), hækkaði í mars um 14,9% frá fyrra mánuði, á heimsvísu . Síðastliðna 12 mánuði nemur hækkunin nú tæplega 180%. Á Evrópumarkaði nemur hækkunin nærri 200% á 12 mánaða tímabili. Á Bandaríkjamarkaði hefur verð á fosfati hækkað um tæp 80%. Á sama tíma hefur kalíum áburður hefur hækkað um ríflega 142%. Vegna ástandsins í Úkraínu og viðskiptabanns á Rússland birtir AMIS ekki tölur um verðþróun á fosfati og kalíum fyrir Svartahafssvæðið, eins og venja hefur verið. Útflutningsbönn og viðskiptaþvinganir Útflutningur á áburði frá Rússlandi hefur nú að miklu leyti stöðvast vegna viðskiptaþvingana. Þá lagði landbúnaðarráðuneytið í Úkraínu í reynd bann við útflutningi á tilbúnum áburði frá og með 12 mars sl., til að verja innlendan markað. Þá hefur útflutningur á kalíum frá Hvíta Rússlandi sem og Rússlandi, einnig stöðvast en þessi tvö lönd framleiða 40% kalíum áburðar í heiminum. Áður hafði Kína bannað útflutning á fosfati til að tryggja framboð þess til eigin landbúnaðar, sem eykur enn á verðhækkanir á heimsvísu. Framboð á hveiti og maís dregst saman Jarðgas hefur hækkað um 87,3% síðustu 12 mánuði samkvæmt AMIS, þar af 3,1% milli febrúar og mars 2022 , en jarðgas er mikilvægur orkugjafi við áburðarframleiðslu heimsins. Þessar gríðarlegu hækkanir á áburði sem og hækkun á verði annarra aðfanga til landbúnaðar ógna nú lífskjörum fólks um heim allan. Búist var við að Úkraína myndi flytja út 20 milljón tonn af hveiti og maís á tímabilinu febrúar til maí nú í ár. Hlutdeild Úkraínu í heimsmarkaði hveitis er um 8% og 13% fyrir maís (www.worldstopexports.com). Nú eru innviðir í landinu stórskemmdir og óljóst er hve mikil áhrif þess verða til framtíðar. Þá skortir vinnuafl, eldsneyti og áburð og akrar hafa spillst. Auk þess eru bændur ekki öruggir við störf sín vegna átakanna og afleiðinga þeirra. Því eru miklar áhyggjur af því hve mikið framboð verður á kornvörum og jurtaolíu frá Úkraínu á komandi uppskeru ári (2022/2023). Til skemmri tíma hið minnsta mun það leiða til skorts á þessum matvælum á heimsmarkaði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. [1] Agrigultural Market Information System [2] http://www.amis-outlook.org/fileadmin/user_upload/amis/docs/Market_monitor/AMIS_Market_Monitor_current.pdf
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun