Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 95-94 | Dramatískur sigur í framlengdum leik Ísak Óli Traustason skrifar 11. apríl 2022 22:32 Sigtryggur Arnar Björnsson er lykilmaður í liði Tindastóls. vísir/bára Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Hingað til hefur heimaliðið sigrað leikina í þessari seríu og á því varð engin breyting. Lokatölur 95-94 eftir framlengingu. Jafnræði var með liðunum í upphafi. Arnar Björnsson endað fyrsta leikhlutan með þriggja stiga körfu frá eigin vítalínu og staðan 26-20 eftir leikhlutan. Tindastóll náði 13 stiga forrustu í öðrum leikhluta. Keflavík tók gott áhlaup fyrir lok fyrri hálfleiks og voru þar undir með tveimur stigum. Staðan 43-41. Í öðrum leikhluta var jafnræði með liðunum og þau skiptust á að leiða leikinn. Keflavík var með forrustu eftir þriðja leikhluta, 65-66. Fjórði leikhlutinn var sannkallaður naglbítur og fengu bæði lið séns til að sigra leikinn undir lokin. Staðan eftir loka leikhlutan var jöfn 85-85 og framlenging framundan. Keflvíkingar skoruðu fyrstu tvær körfurnar í framlengingunni en Tindastóll svaraði og náði 4 stiga forustu. Zoran Vrkic tryggði Tindastól sigur með góðri körfu þegar að stutt var eftir. Lokatölur 95-94. Af hverju vann Tindastóll? Þetta var jafn og spennandi leikur. Tindastóll virtust vera með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og náðu þrettán stiga forustu. Keflavík svaraði áhlaupinu og minnkaði muninn í 2 stig fyrir hálfleik. Tindastóll tapaði engum bolta í fyrri hálfleik og enda leikinn með 10 tapaða bolta. Tindastóll taka 16 sóknarfráköst á móti 11 hjá Keflvaík og skora 19 stig eftir sóknarfráköst. Tindastóll skjóta betur en Keflavík fyrir utan þriggja stiga línuna (33% á móti 27%). Þetta datt með Tindastól í lokin en Keflavík hefði alveg eins geta sigrað þennan leik. Hverjir stóðu upp úr? Besti maður vallarins var Darius Tarvydas, hann virtist skora þegar hann vildi og endar með 30 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Virkilega skilvirk frammistaða þar sem hann tekur 14 skot utan af velli og setur niður 9 víti af 9. Hjá Tindastól voru Javon Bess og Taiwo Badmus báðir með 23 stig. Javon Bess átti stór skot undir lokin og var að skjóta vel fyrir utan þriggja stiga línuna, setti niður 6 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Taiwo Badmus var með 11 fráköst með 23 stigunum. Zoran Vrkic átti stærstu körfu leiksins og virðist ekki hræðast stóru augnablikin. Pétur Rúnar Birgisson fyllti vel í tölfræðiblaðið með 7 fráköst, 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Hvað hefði mátt betur fara? Keflvíkingar þurfa að fara að trekkja Mustapha Heron í gang. Hann er með 8 stig og 5 fráköst á 30 mínútum. Ákvarðanartaka Keflvíkinga þegar að þeir virtust vera með góð tök á leiknum var undarleg og þurfa þeir að skoða það. Tindastóll átti annan leikinn í röð erfitt með Darius Tarvydas sem fór illa með þá. Tindastóll þarf að gera betur á hann varnarlega og Arnar Björnsson þarf að skjóta boltanum betur, hann var 4/17 en skilaði góðu framlagi varnarlega. Hvað gerist næst? Keflavík tekur á móti Tindastól á heimavelli næsta fimmtudag kl 20:15. Hjalti Þór: Takturinn í okkar liði að skána Helgi Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Kelfavíkur var nokkuð brattur eftir leik. „Svekkjandi, en svona er körfuboltinn hann tekur og gefur,“ sagði Hjalti. „Þetta var miklu betra heldur síðast þegar við vorum hérna, við gáfum þeim leik,“ sagði Hjalti og bætti við að „við ætlum svo sannarlega að gefa þeim leik á fimmtudaginn og koma aftur hingað og fara í alvöru oddaleik.“ Hjalta fannst vera einhverjir jákvæðir punktar eftir leikinn og líka einhverjir neikvæðir. „Við þurfum líka að kunna að klára leikina. Við vorum fjórum stigum yfir í framlengingunni og þá fórum við bara að drippla í hringi. Við þurfum að þora og láta vaða, ef við hefðum fengið körfu þá þá hefðum við væntanlega klárað þennan leik,“ sagði Hjalti. Darius Tarvydas, leikmaður Keflavíkur var frábær í leiknum. „Ef þeir spila svona á Hörð og yfirdekka hann, þá opnar það fyrir Darius þannig að auðvitað nýtum við okkur það,“ sagði Hjalti og bætti við að „hann (Darius Tarvydas) var á EM í þrír á þrjá með Litháen og þeir urðu í öðru sæti þannig að hann kann alveg svona leik.“ Næsti leikur fer fram í Keflvaík á fimmtudaginn. „Við ætlum alltaf að fara í alla leiki til að vinna, ætluðum að vinna hér en það tókst ekki. Þetta var miklu betra heldur en síðast og ég held að takturinn í okkar liði sé svona aðeins að skána,“ sagði Hjalti. Það vantaði Halldór Garðar Hermannsson í leikinn og sagði Hjalti að þeir hefðu þurft að finna mínútur hér og þar. „Gústi (Ágúst Orrason) gerði mjög vel en Sveinsson (Arnór Sveinsson) var ekki eins tengdur og í síðasta leik,“ sagði Hjalti og bætti því við að hann byggist við að Halldór Garðar yrði með í næsta leik. Sigurður Gunnar: Greip boltann í dag og er ánægður með það Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls.Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls átti fínan leik. Hann skilaði 11 stigum, 6 fráköstum, 3 stolnum boltum og 2 vörðum skotum ásamt því að eiga stór augnablik í framlengingunni. „Við náðum að klára þetta, við vorum í ströggli í seinni hálfleik og seinustu þrjár mínúturnar í öðrum leikhluta voru mjög lélegar og við misstum þá aftur inn í leikinn,“ sagði Sigurður. „Það var gott að klára þetta,“ sagði Sigurður og bætti því við að þeir hefðu tapað frákastabaráttunni í seinasta leik þar sem að „við hvorki hittum né tókum sóknarfráköst, við ætluðum að vinna hana í kvöld og gerðum það.“ „Þeir náðu að stoppa okkur, mjög vel í dag. Við vorum í vandræðum sóknarlega þannig að þeir gerðu mjög vel varnarlega. Núna þurfum við að fara að horfa á vídeó og sjá hvað við þurfum að gera,“ sagði Sigurður. Tindastóll fær gott framlag af bekknum eða 34 stig. „Við erum með mjög djúpan og stóran bekk og það eru fullt af köllum á bekknum sem geta sett körfur og ég hef engar áhyggjur af bekknum okkar,“ sagði Sigurður. Sigurður átti fínan leik hérna í kvöld. „Þetta var búið að vera svolítið ströggl seinustu leiki hjá mér að grípa boltann, það tókst í dag og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Sigurður. Til þess að klára seríuna í Keflavík telur Sigurður að hans lið þurfi að „halda áfram að spila svipaða vörn og við erum að spila í kvöld, þeir voru í vandræðum og við þurfum að vera skilvirkari í sókn.“ Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í Síkið í kvöld. Hingað til hefur heimaliðið sigrað leikina í þessari seríu og á því varð engin breyting. Lokatölur 95-94 eftir framlengingu. Jafnræði var með liðunum í upphafi. Arnar Björnsson endað fyrsta leikhlutan með þriggja stiga körfu frá eigin vítalínu og staðan 26-20 eftir leikhlutan. Tindastóll náði 13 stiga forrustu í öðrum leikhluta. Keflavík tók gott áhlaup fyrir lok fyrri hálfleiks og voru þar undir með tveimur stigum. Staðan 43-41. Í öðrum leikhluta var jafnræði með liðunum og þau skiptust á að leiða leikinn. Keflavík var með forrustu eftir þriðja leikhluta, 65-66. Fjórði leikhlutinn var sannkallaður naglbítur og fengu bæði lið séns til að sigra leikinn undir lokin. Staðan eftir loka leikhlutan var jöfn 85-85 og framlenging framundan. Keflvíkingar skoruðu fyrstu tvær körfurnar í framlengingunni en Tindastóll svaraði og náði 4 stiga forustu. Zoran Vrkic tryggði Tindastól sigur með góðri körfu þegar að stutt var eftir. Lokatölur 95-94. Af hverju vann Tindastóll? Þetta var jafn og spennandi leikur. Tindastóll virtust vera með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og náðu þrettán stiga forustu. Keflavík svaraði áhlaupinu og minnkaði muninn í 2 stig fyrir hálfleik. Tindastóll tapaði engum bolta í fyrri hálfleik og enda leikinn með 10 tapaða bolta. Tindastóll taka 16 sóknarfráköst á móti 11 hjá Keflvaík og skora 19 stig eftir sóknarfráköst. Tindastóll skjóta betur en Keflavík fyrir utan þriggja stiga línuna (33% á móti 27%). Þetta datt með Tindastól í lokin en Keflavík hefði alveg eins geta sigrað þennan leik. Hverjir stóðu upp úr? Besti maður vallarins var Darius Tarvydas, hann virtist skora þegar hann vildi og endar með 30 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Virkilega skilvirk frammistaða þar sem hann tekur 14 skot utan af velli og setur niður 9 víti af 9. Hjá Tindastól voru Javon Bess og Taiwo Badmus báðir með 23 stig. Javon Bess átti stór skot undir lokin og var að skjóta vel fyrir utan þriggja stiga línuna, setti niður 6 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Taiwo Badmus var með 11 fráköst með 23 stigunum. Zoran Vrkic átti stærstu körfu leiksins og virðist ekki hræðast stóru augnablikin. Pétur Rúnar Birgisson fyllti vel í tölfræðiblaðið með 7 fráköst, 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Hvað hefði mátt betur fara? Keflvíkingar þurfa að fara að trekkja Mustapha Heron í gang. Hann er með 8 stig og 5 fráköst á 30 mínútum. Ákvarðanartaka Keflvíkinga þegar að þeir virtust vera með góð tök á leiknum var undarleg og þurfa þeir að skoða það. Tindastóll átti annan leikinn í röð erfitt með Darius Tarvydas sem fór illa með þá. Tindastóll þarf að gera betur á hann varnarlega og Arnar Björnsson þarf að skjóta boltanum betur, hann var 4/17 en skilaði góðu framlagi varnarlega. Hvað gerist næst? Keflavík tekur á móti Tindastól á heimavelli næsta fimmtudag kl 20:15. Hjalti Þór: Takturinn í okkar liði að skána Helgi Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Kelfavíkur var nokkuð brattur eftir leik. „Svekkjandi, en svona er körfuboltinn hann tekur og gefur,“ sagði Hjalti. „Þetta var miklu betra heldur síðast þegar við vorum hérna, við gáfum þeim leik,“ sagði Hjalti og bætti við að „við ætlum svo sannarlega að gefa þeim leik á fimmtudaginn og koma aftur hingað og fara í alvöru oddaleik.“ Hjalta fannst vera einhverjir jákvæðir punktar eftir leikinn og líka einhverjir neikvæðir. „Við þurfum líka að kunna að klára leikina. Við vorum fjórum stigum yfir í framlengingunni og þá fórum við bara að drippla í hringi. Við þurfum að þora og láta vaða, ef við hefðum fengið körfu þá þá hefðum við væntanlega klárað þennan leik,“ sagði Hjalti. Darius Tarvydas, leikmaður Keflavíkur var frábær í leiknum. „Ef þeir spila svona á Hörð og yfirdekka hann, þá opnar það fyrir Darius þannig að auðvitað nýtum við okkur það,“ sagði Hjalti og bætti við að „hann (Darius Tarvydas) var á EM í þrír á þrjá með Litháen og þeir urðu í öðru sæti þannig að hann kann alveg svona leik.“ Næsti leikur fer fram í Keflvaík á fimmtudaginn. „Við ætlum alltaf að fara í alla leiki til að vinna, ætluðum að vinna hér en það tókst ekki. Þetta var miklu betra heldur en síðast og ég held að takturinn í okkar liði sé svona aðeins að skána,“ sagði Hjalti. Það vantaði Halldór Garðar Hermannsson í leikinn og sagði Hjalti að þeir hefðu þurft að finna mínútur hér og þar. „Gústi (Ágúst Orrason) gerði mjög vel en Sveinsson (Arnór Sveinsson) var ekki eins tengdur og í síðasta leik,“ sagði Hjalti og bætti því við að hann byggist við að Halldór Garðar yrði með í næsta leik. Sigurður Gunnar: Greip boltann í dag og er ánægður með það Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls.Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls átti fínan leik. Hann skilaði 11 stigum, 6 fráköstum, 3 stolnum boltum og 2 vörðum skotum ásamt því að eiga stór augnablik í framlengingunni. „Við náðum að klára þetta, við vorum í ströggli í seinni hálfleik og seinustu þrjár mínúturnar í öðrum leikhluta voru mjög lélegar og við misstum þá aftur inn í leikinn,“ sagði Sigurður. „Það var gott að klára þetta,“ sagði Sigurður og bætti því við að þeir hefðu tapað frákastabaráttunni í seinasta leik þar sem að „við hvorki hittum né tókum sóknarfráköst, við ætluðum að vinna hana í kvöld og gerðum það.“ „Þeir náðu að stoppa okkur, mjög vel í dag. Við vorum í vandræðum sóknarlega þannig að þeir gerðu mjög vel varnarlega. Núna þurfum við að fara að horfa á vídeó og sjá hvað við þurfum að gera,“ sagði Sigurður. Tindastóll fær gott framlag af bekknum eða 34 stig. „Við erum með mjög djúpan og stóran bekk og það eru fullt af köllum á bekknum sem geta sett körfur og ég hef engar áhyggjur af bekknum okkar,“ sagði Sigurður. Sigurður átti fínan leik hérna í kvöld. „Þetta var búið að vera svolítið ströggl seinustu leiki hjá mér að grípa boltann, það tókst í dag og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Sigurður. Til þess að klára seríuna í Keflavík telur Sigurður að hans lið þurfi að „halda áfram að spila svipaða vörn og við erum að spila í kvöld, þeir voru í vandræðum og við þurfum að vera skilvirkari í sókn.“