Ræddu punghögg Halldórs: „Á bara að skammast sín og fara í burtu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2022 11:30 Halldór Garðar Hermannsson gerðist sekur um fólskubrot í leiknum við Tindastól á föstudaginn en verður með á Sauðárkróki í kvöld. vísir/bára/Skjáskot Leikar eru farnir að æsast í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta og litlu munaði að upp úr syði í Keflavík á föstudag eftir fantabrögð Halldórs Garðars Hermannssonar. Halldór Garðar braut á Helga Rafni Viggóssyni, leikmanni Tindastóls, í lok fyrsta leikhluta að því er virtist með því að slæma hendinni á allra viðkvæmasta stað. Keflavík vann leikinn og staðan í einvíginu er því 1-1 fyrir leikinn á Sauðárkróki í kvöld sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Sérfræðingar Subway-körfuboltakvölds voru sammála um að Halldór Garðar eyddi of miklum tíma og orku í að pirra andstæðingana í stað þess að sýna körfuboltahæfileika sína. „Þarna sló hann Arnar fyrst og svo þetta… hvað er í gangi?“ sagði Teitur Örlygsson á meðan að hann horfði á klippu af broti Halldórs. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Halldór Garðar Kjartan Atli Kjartansson kvaðst strax hafa hugsað til Zvonko Buljan, fyrrverandi leikmanns Njarðvíkur, sem fékk þriggja leikja bann fyrir að grípa um kynfæri mótherja á síðustu leiktíð. Buljan fékk á sínum tíma þriggja leikja bann en Halldór Garðar fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum á föstudaginn og gat haldið áfram leik: „Þetta er náttúrulega bara brottrekstur,“ sagði Teitur sem taldi hins vegar að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu: „Ég veit það ekki. Það var dæmt á þetta í leiknum. Er nokkuð hægt að fara í bann þá?“ „Eins og að honum finnist þetta kúl“ Teitur var sömuleiðis ekki hrifinn af því hvernig Halldór Garðar lét eftir brotið: „Þarna er Halldór Garðar ennþá að rífa kjaft. Þarna á hann bara að skammast sín og fara í burtu. Þetta er þannig brot og vitleysa. Það er eins og að honum finnist þetta kúl,“ sagði Teitur og Matthías Orri Sigurðarson bætti við: „Það er svo stutt síðan að Halldór Garðar var bara alvöru, hann er það örugglega ennþá, „playmaker“ í Þórsliðinu og varnardjöfull líka. Mér finnst hann rosalega fljótur að fara í að skilgreina sig bara sem einhver svona týpa,“ sagði Matthías. „Hann hefur sýnt okkur að hann er hörkugóður körfuboltamaður. Haltu því áfram,“ bætti Teitur við. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 hefst svo þriðji leikur Vals og Stjörnunnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Halldór Garðar braut á Helga Rafni Viggóssyni, leikmanni Tindastóls, í lok fyrsta leikhluta að því er virtist með því að slæma hendinni á allra viðkvæmasta stað. Keflavík vann leikinn og staðan í einvíginu er því 1-1 fyrir leikinn á Sauðárkróki í kvöld sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Sérfræðingar Subway-körfuboltakvölds voru sammála um að Halldór Garðar eyddi of miklum tíma og orku í að pirra andstæðingana í stað þess að sýna körfuboltahæfileika sína. „Þarna sló hann Arnar fyrst og svo þetta… hvað er í gangi?“ sagði Teitur Örlygsson á meðan að hann horfði á klippu af broti Halldórs. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Halldór Garðar Kjartan Atli Kjartansson kvaðst strax hafa hugsað til Zvonko Buljan, fyrrverandi leikmanns Njarðvíkur, sem fékk þriggja leikja bann fyrir að grípa um kynfæri mótherja á síðustu leiktíð. Buljan fékk á sínum tíma þriggja leikja bann en Halldór Garðar fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum á föstudaginn og gat haldið áfram leik: „Þetta er náttúrulega bara brottrekstur,“ sagði Teitur sem taldi hins vegar að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu: „Ég veit það ekki. Það var dæmt á þetta í leiknum. Er nokkuð hægt að fara í bann þá?“ „Eins og að honum finnist þetta kúl“ Teitur var sömuleiðis ekki hrifinn af því hvernig Halldór Garðar lét eftir brotið: „Þarna er Halldór Garðar ennþá að rífa kjaft. Þarna á hann bara að skammast sín og fara í burtu. Þetta er þannig brot og vitleysa. Það er eins og að honum finnist þetta kúl,“ sagði Teitur og Matthías Orri Sigurðarson bætti við: „Það er svo stutt síðan að Halldór Garðar var bara alvöru, hann er það örugglega ennþá, „playmaker“ í Þórsliðinu og varnardjöfull líka. Mér finnst hann rosalega fljótur að fara í að skilgreina sig bara sem einhver svona týpa,“ sagði Matthías. „Hann hefur sýnt okkur að hann er hörkugóður körfuboltamaður. Haltu því áfram,“ bætti Teitur við. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 hefst svo þriðji leikur Vals og Stjörnunnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira