„Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. apríl 2022 20:19 Aron Kristjánsson var ánægður með sigur í Hafnarfjarðarslagnum. Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn er liðið tók á móti nágrönnum sínum í FH í Olís-deild karla í handbolta í dag. Eftir erfiða byrjun náðu Haukar forystunni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út seinni hálfleikinn. Lokatölur 32-31. „Ég er auðvitað glaður, glaður að vinna FH. Það var markmiðið fyrir leik og við spiluðum að mörgu leyti góðan leik og náðum upp 5 marka forystu í seinni hálfleik. Við vorum klaufar að missa þetta niður í lokin og við gerðum okkur seka um tæknifeila sem kostuðu okkur í hinn endann. En við sýndum mikinn styrk að landa báðum stigunum en ekki að missa þetta niður í jafntefli.“ Það voru blendnar tilfinningar í leikslok. Haukar sem voru í dauðafæri að landa deildarmeistaratitlinum töpuðu fyrir Val í síðustu umferð og eru Valsmenn deildarmeistarar 2022. „Þessi deild er búin að vera upp og niður í allan vetur þannig að, fyrst vorum við kannski í 3. eða 4. sæti og náðum að vinna okkur upp og vorum að berjast með FH og Val lengi vel. Þar sem FH hafði kannski víst frumkvæði og svo náum við frumkvæði. Við vorum ekki nógu sterkir á móti Val í þessum báðum leikjum, fyrst gerum við jafntefli hérna heima og töpum úti sem gerir það að verkum að þeir fá þennan innbyrðis sigur.“ Aron sagðist vera svekktur með að hafa ekki unnið deildarmeistaratitilinn en nú væri næsta verkefni vera Íslandsmeistaratitilinn. „Ég get alveg týnt nokkra leiki þar sem að ég hefði vilja fá stig eða bæði stig þar sem við gerðum jafntefli. Það er svolítið svekkjandi en að sama skapi erum við að spila deild, okkur finnst við ekkert búnir að vera frábærir samt erum við jafnir liðinu sem var að vinna deildarmeistaratitilinn, það segir eitthvað um okkur. Svo erum við búnir að vera berjast við meiðsl eins og svo margir aðrir. Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil. Ég óska Valsmönnum til hamingju með það. Nú snýst þetta um okkur að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina, mæta klárir í hana og þar þurfum við að reyna selja okkur dýrt.“ Til þess að vera Íslandsmeistarar segir Aron strákana þurfa að mæta með baráttu hugafar og gefa sig alla í verkefnið. „Við þurfum að koma til leiks með gott virkilega gott hugafar, baráttu hugafar, þar sem við erum að gefa okkur í hverja einustu vörn og hverja einustu sókn. Við erum búnir að vera aðeins sveiflukenndir finnst mér og við erum búnir að fá rosalega mikið af tveimur mínútum eða í öðrum hálfleiknum, sem þarf að laga. Við þurfum að ná upp okkar leik og þessum baráttu anda svo sjáum við hvað setur. Valsararnir eru búnir að vera spila hvað best núna og mörg lið sem eiga tilkall til þess. Við þurfum að vinna í okkar málum og gera eins vel og við getum.“ Haukar FH Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Ég er auðvitað glaður, glaður að vinna FH. Það var markmiðið fyrir leik og við spiluðum að mörgu leyti góðan leik og náðum upp 5 marka forystu í seinni hálfleik. Við vorum klaufar að missa þetta niður í lokin og við gerðum okkur seka um tæknifeila sem kostuðu okkur í hinn endann. En við sýndum mikinn styrk að landa báðum stigunum en ekki að missa þetta niður í jafntefli.“ Það voru blendnar tilfinningar í leikslok. Haukar sem voru í dauðafæri að landa deildarmeistaratitlinum töpuðu fyrir Val í síðustu umferð og eru Valsmenn deildarmeistarar 2022. „Þessi deild er búin að vera upp og niður í allan vetur þannig að, fyrst vorum við kannski í 3. eða 4. sæti og náðum að vinna okkur upp og vorum að berjast með FH og Val lengi vel. Þar sem FH hafði kannski víst frumkvæði og svo náum við frumkvæði. Við vorum ekki nógu sterkir á móti Val í þessum báðum leikjum, fyrst gerum við jafntefli hérna heima og töpum úti sem gerir það að verkum að þeir fá þennan innbyrðis sigur.“ Aron sagðist vera svekktur með að hafa ekki unnið deildarmeistaratitilinn en nú væri næsta verkefni vera Íslandsmeistaratitilinn. „Ég get alveg týnt nokkra leiki þar sem að ég hefði vilja fá stig eða bæði stig þar sem við gerðum jafntefli. Það er svolítið svekkjandi en að sama skapi erum við að spila deild, okkur finnst við ekkert búnir að vera frábærir samt erum við jafnir liðinu sem var að vinna deildarmeistaratitilinn, það segir eitthvað um okkur. Svo erum við búnir að vera berjast við meiðsl eins og svo margir aðrir. Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil. Ég óska Valsmönnum til hamingju með það. Nú snýst þetta um okkur að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina, mæta klárir í hana og þar þurfum við að reyna selja okkur dýrt.“ Til þess að vera Íslandsmeistarar segir Aron strákana þurfa að mæta með baráttu hugafar og gefa sig alla í verkefnið. „Við þurfum að koma til leiks með gott virkilega gott hugafar, baráttu hugafar, þar sem við erum að gefa okkur í hverja einustu vörn og hverja einustu sókn. Við erum búnir að vera aðeins sveiflukenndir finnst mér og við erum búnir að fá rosalega mikið af tveimur mínútum eða í öðrum hálfleiknum, sem þarf að laga. Við þurfum að ná upp okkar leik og þessum baráttu anda svo sjáum við hvað setur. Valsararnir eru búnir að vera spila hvað best núna og mörg lið sem eiga tilkall til þess. Við þurfum að vinna í okkar málum og gera eins vel og við getum.“
Haukar FH Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15