Ursula segir hryllingin í Bucha skekja allt mannkynið Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2022 19:43 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins virðir fyrir sér hryllinginn í Bucha í Úkraínu í dag. AP/Efrem Lukatsky Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns hefðu fallið og um eitt hundrað særst en nú er ljóst að minnsta kosti fimmtíu féllu og yfir þrjú hundruð særðust. Zelesnkyy forseti Úkraínu ávarpaði finnska þingið í dag og sagði þessa árás ekkert einsdæmi. „Það var svona sem Rússar "vörðu" Donbas-svæðið. Það var svona sem Rússar "vernduðu" rússneskumælandi fólk. Það er svona sem við höfum lifað í 44 daga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Fjöldi fólks heldur enn til í kjöllurum og byrgjum í borgum víða um norðurhluta Úkraínu þótt rússneskir hermenn hafi verið hraktir á brott. Ýmist af hreinum ótta eða vegna þess að fólkið á ekki í nein hús að venda eftir að heimili þeirra voru sprengd í loft upp eins og í borginni Chernihiv. Sorgin í Bucha er gríðarleg nú þegar aðstandendur geta vogað sér að vitja fjöldagrafa í borginni.AP/Efrem Lukatsky Yuliia Bomber, 34 ára lögfræðingur er þeirra á meðal. „Núna eru hérna um 60 manns, aðallega fólk sem hefur misst heimili sín og fólk sem á hús sem nú eru óíbúðarhæf. Um tíma voru hér allt að 600 manns. Fólkið svaf þá hérna úti um allt,“ segir Yuliia. Zelenskyy ítrekaði enn og aftur að Vesturlönd yrðu að skilja alvarleika stríðsins og hætta að hika við að útvega Úkraínumönnum þungavopn. „Þið vitið öll hvað rússneski herinn gerði í borginni okkar, Bucha. En þeir gera það sama og í Bucha á hverjum degi. Frá Kramatorsk til Mariupol, frá Kharkiv til Kherson,“ segir Zelenskyy. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Josep Borrell utanríkisstjóri sambandsins heimsóttu Bucha í dag þar sem illa farin lík rúmlega fjögur hundruð kvenna, barna og karla lágu út um allt eftir að Rússar voru nýlega hraktir þaðan. Fólkið hafði verið skotið á færi á götum úti eða myrt heima hjá sér, kramið af skriðdrekum, pyndað, nauðgað og brennt. „Hið óhugsanlega hefur gerst hér. Við höfum séð grimmdarlega framgöngu hers Pútíns. Við höfum séð ófyrirleitnina og harðneskjuna sem hann hefur sýnt í hernámi borgarinnar. Það sem við sáum hér í Bucha skekur allt mannkynið og allur heimurinn syrgir með íbúum Bucha,“ sagði von der Leyen. Fyrsta formlega skrefið til aðildar Úkraínu að ESB stigið í dag Volodymyr Zelenskyy tekur við spurningalista frá Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kænugarði í dag. Það er fyrsta skrefið í aðildarviðræðum Úkraínu að sambandinu.AP/Adam Schreck Ráðamenn í Úkraínu hafa undanfarna daga nánast grátbeðið Vesturlönd að auka hernaðaraðstoð sína enda búast þeir við risaárás Rússa í austurhéruðunum á allra næstu dögum. „Við styðjum Úkraínu á allan þann hátt sem við mögulega getum. Fyrst og fremst þurfa þessir hugrökku úkraínsku hermenn vopn til að verja landið sitt," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Bucha í dag. Æðstu embættismenn Evrópusambandsins héldu síðan til Kænugarðs og áttu fund með Zelenskyy forseta og ráðuneyti hans í forsetahöllinni síðdegis. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Í fyrstu var talið að þrjátíu manns hefðu fallið og um eitt hundrað særst en nú er ljóst að minnsta kosti fimmtíu féllu og yfir þrjú hundruð særðust. Zelesnkyy forseti Úkraínu ávarpaði finnska þingið í dag og sagði þessa árás ekkert einsdæmi. „Það var svona sem Rússar "vörðu" Donbas-svæðið. Það var svona sem Rússar "vernduðu" rússneskumælandi fólk. Það er svona sem við höfum lifað í 44 daga,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Fjöldi fólks heldur enn til í kjöllurum og byrgjum í borgum víða um norðurhluta Úkraínu þótt rússneskir hermenn hafi verið hraktir á brott. Ýmist af hreinum ótta eða vegna þess að fólkið á ekki í nein hús að venda eftir að heimili þeirra voru sprengd í loft upp eins og í borginni Chernihiv. Sorgin í Bucha er gríðarleg nú þegar aðstandendur geta vogað sér að vitja fjöldagrafa í borginni.AP/Efrem Lukatsky Yuliia Bomber, 34 ára lögfræðingur er þeirra á meðal. „Núna eru hérna um 60 manns, aðallega fólk sem hefur misst heimili sín og fólk sem á hús sem nú eru óíbúðarhæf. Um tíma voru hér allt að 600 manns. Fólkið svaf þá hérna úti um allt,“ segir Yuliia. Zelenskyy ítrekaði enn og aftur að Vesturlönd yrðu að skilja alvarleika stríðsins og hætta að hika við að útvega Úkraínumönnum þungavopn. „Þið vitið öll hvað rússneski herinn gerði í borginni okkar, Bucha. En þeir gera það sama og í Bucha á hverjum degi. Frá Kramatorsk til Mariupol, frá Kharkiv til Kherson,“ segir Zelenskyy. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Josep Borrell utanríkisstjóri sambandsins heimsóttu Bucha í dag þar sem illa farin lík rúmlega fjögur hundruð kvenna, barna og karla lágu út um allt eftir að Rússar voru nýlega hraktir þaðan. Fólkið hafði verið skotið á færi á götum úti eða myrt heima hjá sér, kramið af skriðdrekum, pyndað, nauðgað og brennt. „Hið óhugsanlega hefur gerst hér. Við höfum séð grimmdarlega framgöngu hers Pútíns. Við höfum séð ófyrirleitnina og harðneskjuna sem hann hefur sýnt í hernámi borgarinnar. Það sem við sáum hér í Bucha skekur allt mannkynið og allur heimurinn syrgir með íbúum Bucha,“ sagði von der Leyen. Fyrsta formlega skrefið til aðildar Úkraínu að ESB stigið í dag Volodymyr Zelenskyy tekur við spurningalista frá Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB í Kænugarði í dag. Það er fyrsta skrefið í aðildarviðræðum Úkraínu að sambandinu.AP/Adam Schreck Ráðamenn í Úkraínu hafa undanfarna daga nánast grátbeðið Vesturlönd að auka hernaðaraðstoð sína enda búast þeir við risaárás Rússa í austurhéruðunum á allra næstu dögum. „Við styðjum Úkraínu á allan þann hátt sem við mögulega getum. Fyrst og fremst þurfa þessir hugrökku úkraínsku hermenn vopn til að verja landið sitt," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Bucha í dag. Æðstu embættismenn Evrópusambandsins héldu síðan til Kænugarðs og áttu fund með Zelenskyy forseta og ráðuneyti hans í forsetahöllinni síðdegis.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira