Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan– Valur 92-94 | Valsmenn með 2-0 forystu eftir tvíframlengdan leik Dagur Lárusson skrifar 8. apríl 2022 21:36 Valsmenn þurfa nú aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Vísir/Bára Valsmenn unnu dramatískan tveggja stiga sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í örðum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 94-92. Valsmenn þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum, en framlengja þurfti leik kvöldsins í tvígang. Það var Stjarnan sem byrjaði leikinn betur en í fyrsta leikhluta fór hvert þriggja stiga skotið niður hjá þeim en Hilmar Henningsson setti þrjú af þeim niður. Í stöðunni 17-7 eftir tæpar sex mínútur tók Finnur leikhlé en hann var ekki parsáttur með spilamennsku síns liðs. Eftir það leikhlé var þó lítið sem breyttist heldur var það Stjarnan sem jók forystu sína. Þegar fyrsti leikhluti var búinn var staðan orðin 25-12 og Stjarnan því með þrettán stiga forystu. Þá var hins vegar komið að öðrum leikhluta þar sem leikurinn snerist alveg við. Valur byrjaði leikhlutann mjög vel og minnkaði forskot Stjörnunnar strax niður í átta stig. Stjarnan átti þá kafla þar sem nánast engin skot voru að hitta á meðan nánast öll skot fóru niður hjá Val. Það var síðan Lawson sem náði loks forystunni fyrir Val með laglegu þriggja stiga skoti þegar um þrjár mínútur voru eftir að leikhlutanum. Liðin skiptust á að vera með forystuna út leikhlutann en það var Valur sem fór með hana í hálfleikinn, staðan 43-45. Í byrjun þriðja leikhluta var Valur áfram með yfirhöndina og komst á tímabili í sjö stiga forystu en þá tók Stjarnan við sér og náði að lokum forystunni fyrir fyrir fjórða leikhlutann en það var Turner sem setti niður skotið á síðustu sekúndunni sem kom Stjörnunni yfir. Staðan 64-63. Í fjórða leikhluta var Stjarnan með forystuna allan tímann þar til um tvær mínútur voru eftir en þá náðu Valsmenn að jafna. Þá tók við dramatískasti kafli leiksins þar sem bæði lið skiptust á að setja niður þriggja stiga skotin. Stjarnan fékk tækifæri til þess að komast yfir þegar um hálf mínúta var eftir en skot þeirra fór ekki niður og Valur fékk því boltann þegar um átta sekúndur voru eftir og staðan jöfn. Lawson fékk þá boltann en skot hans klikkaði og því varð leikurinn framlengdur. Í framlengingunni var það Valur sem var sterkari aðilinn heilt yfir og átti möguleika á að klára leikinn þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Aftur var það Lawson sem fékk tækifæri til þess að tryggja sigur Vals en hann klikkaði aftur og því var aftur framlengt. Stjarnan var með forystuna, 91-90, þegar um ein og hálf mínúta var eftir en þá fór Kristófer Acox á vítalínuna og setti annað skot sitt niður. Í næstu sókn reyndi Turner við þriggja stiga skot sem fór ekki niður en það átti eftir að vera dýrkeypt því í næstu sókn Vals setti Lawson niður sniðskot. Að lokum vann Valur og lokastaðan var 92-94. Valur með 2-0 forystu í einvíginu. Af hverju vann Valur? Þetta var hádramatískur leikur og sigurinn hefði getað endað báðum megin. Í svona leikjum eru það alltaf smáatriðin sem skipta mestu máli, eitt frákast, eitt skot, ein stoðsending sem getur verið munurinn eins og Finnur, þjálfari Vals, orðaði vel eftir leik. Hverjar stóðu upp úr? Lawson var frábær í liði Vals og dró vagninn í sóknarleiknum í byrjun leiks en Hilmar var bestur í liði Stjörnunnar. Hvað fór illa? Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var alls ekki sáttur með varnaleik síns liðs á tímabili í leiknum og lét þá heyra það. Það er þó erfitt að finna eitthvað sem fór illa, bæði lið að spila vel og sigurinn datt öðrum meginn. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er í byrjun næstu viku en þá getur Valur komist í 3-0 í einvíginu og þar með komist áfram í undanúrslit. Finnur Freyr Stefánsson: Svona sigrar aðeins sætari Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals.Vísir/Bára „Já svona sigrar eru aðeins sætari, sérstaklega eftir allt sem við lögðum í þennan leikinn,” byrjaði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að segja eftir leik. Finnur var spurður út í það hvað það er sem sker úr um í svona hádramatískum leikjum. „Það eru bara eitt skot, eitt frákast, ein vörn, ein sókn, þetta er bara svo einfalt, það er það sem sker úr um svona leiki,” hélt Finnur áfram. Finnur vildi meina að liðið hans hefði geta gert betur köflum í leiknum. „Mér fannst við getað gert mikið betur á köflum í leiknum og þá sérstaklega í byrjun, við vorum værukærir í fyrsta leikhluta, náðum þó að koma til baka vel í öðrum leikhluta en síðan dettur þetta aftur aðeins niður í þriðja leikhluta.” „Þetta var einfaldlega frábær körfuboltaleikur og sem betur fer datt þetta okkar megin í dag,” endaði Finnur Freyr að segja eftir leik. Arnar Guðjónsson: Frábær körfuboltaleikur Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Vilhelm „Mér fannst þetta bara frábær körfuboltaleikur en því miður datt þetta ekki okkar megin í dag,” byrjaði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. „Ég vil bara óska Valsmönnum til hamingju, auðvitað er það erfitt að kyngja þessu en við verðum bara að halda áfram,” hélt Arnar áfram. Arnar var ekki sáttur með varnarleikinn í síðasta leik og þegar hann var spurður út um varnarleikinn í þessum leik sagði hann að hann hafi verið aðeins skárri. „Hann var skárri í dag en samt of mörg mistök sem við hefðum getað sleppt því að gera, en vissulega var hann betri heldur en í síðasta leik.” Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Valur
Valsmenn unnu dramatískan tveggja stiga sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í örðum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 94-92. Valsmenn þurfa því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum, en framlengja þurfti leik kvöldsins í tvígang. Það var Stjarnan sem byrjaði leikinn betur en í fyrsta leikhluta fór hvert þriggja stiga skotið niður hjá þeim en Hilmar Henningsson setti þrjú af þeim niður. Í stöðunni 17-7 eftir tæpar sex mínútur tók Finnur leikhlé en hann var ekki parsáttur með spilamennsku síns liðs. Eftir það leikhlé var þó lítið sem breyttist heldur var það Stjarnan sem jók forystu sína. Þegar fyrsti leikhluti var búinn var staðan orðin 25-12 og Stjarnan því með þrettán stiga forystu. Þá var hins vegar komið að öðrum leikhluta þar sem leikurinn snerist alveg við. Valur byrjaði leikhlutann mjög vel og minnkaði forskot Stjörnunnar strax niður í átta stig. Stjarnan átti þá kafla þar sem nánast engin skot voru að hitta á meðan nánast öll skot fóru niður hjá Val. Það var síðan Lawson sem náði loks forystunni fyrir Val með laglegu þriggja stiga skoti þegar um þrjár mínútur voru eftir að leikhlutanum. Liðin skiptust á að vera með forystuna út leikhlutann en það var Valur sem fór með hana í hálfleikinn, staðan 43-45. Í byrjun þriðja leikhluta var Valur áfram með yfirhöndina og komst á tímabili í sjö stiga forystu en þá tók Stjarnan við sér og náði að lokum forystunni fyrir fyrir fjórða leikhlutann en það var Turner sem setti niður skotið á síðustu sekúndunni sem kom Stjörnunni yfir. Staðan 64-63. Í fjórða leikhluta var Stjarnan með forystuna allan tímann þar til um tvær mínútur voru eftir en þá náðu Valsmenn að jafna. Þá tók við dramatískasti kafli leiksins þar sem bæði lið skiptust á að setja niður þriggja stiga skotin. Stjarnan fékk tækifæri til þess að komast yfir þegar um hálf mínúta var eftir en skot þeirra fór ekki niður og Valur fékk því boltann þegar um átta sekúndur voru eftir og staðan jöfn. Lawson fékk þá boltann en skot hans klikkaði og því varð leikurinn framlengdur. Í framlengingunni var það Valur sem var sterkari aðilinn heilt yfir og átti möguleika á að klára leikinn þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Aftur var það Lawson sem fékk tækifæri til þess að tryggja sigur Vals en hann klikkaði aftur og því var aftur framlengt. Stjarnan var með forystuna, 91-90, þegar um ein og hálf mínúta var eftir en þá fór Kristófer Acox á vítalínuna og setti annað skot sitt niður. Í næstu sókn reyndi Turner við þriggja stiga skot sem fór ekki niður en það átti eftir að vera dýrkeypt því í næstu sókn Vals setti Lawson niður sniðskot. Að lokum vann Valur og lokastaðan var 92-94. Valur með 2-0 forystu í einvíginu. Af hverju vann Valur? Þetta var hádramatískur leikur og sigurinn hefði getað endað báðum megin. Í svona leikjum eru það alltaf smáatriðin sem skipta mestu máli, eitt frákast, eitt skot, ein stoðsending sem getur verið munurinn eins og Finnur, þjálfari Vals, orðaði vel eftir leik. Hverjar stóðu upp úr? Lawson var frábær í liði Vals og dró vagninn í sóknarleiknum í byrjun leiks en Hilmar var bestur í liði Stjörnunnar. Hvað fór illa? Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var alls ekki sáttur með varnaleik síns liðs á tímabili í leiknum og lét þá heyra það. Það er þó erfitt að finna eitthvað sem fór illa, bæði lið að spila vel og sigurinn datt öðrum meginn. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er í byrjun næstu viku en þá getur Valur komist í 3-0 í einvíginu og þar með komist áfram í undanúrslit. Finnur Freyr Stefánsson: Svona sigrar aðeins sætari Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals.Vísir/Bára „Já svona sigrar eru aðeins sætari, sérstaklega eftir allt sem við lögðum í þennan leikinn,” byrjaði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að segja eftir leik. Finnur var spurður út í það hvað það er sem sker úr um í svona hádramatískum leikjum. „Það eru bara eitt skot, eitt frákast, ein vörn, ein sókn, þetta er bara svo einfalt, það er það sem sker úr um svona leiki,” hélt Finnur áfram. Finnur vildi meina að liðið hans hefði geta gert betur köflum í leiknum. „Mér fannst við getað gert mikið betur á köflum í leiknum og þá sérstaklega í byrjun, við vorum værukærir í fyrsta leikhluta, náðum þó að koma til baka vel í öðrum leikhluta en síðan dettur þetta aftur aðeins niður í þriðja leikhluta.” „Þetta var einfaldlega frábær körfuboltaleikur og sem betur fer datt þetta okkar megin í dag,” endaði Finnur Freyr að segja eftir leik. Arnar Guðjónsson: Frábær körfuboltaleikur Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Vilhelm „Mér fannst þetta bara frábær körfuboltaleikur en því miður datt þetta ekki okkar megin í dag,” byrjaði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. „Ég vil bara óska Valsmönnum til hamingju, auðvitað er það erfitt að kyngja þessu en við verðum bara að halda áfram,” hélt Arnar áfram. Arnar var ekki sáttur með varnarleikinn í síðasta leik og þegar hann var spurður út um varnarleikinn í þessum leik sagði hann að hann hafi verið aðeins skárri. „Hann var skárri í dag en samt of mörg mistök sem við hefðum getað sleppt því að gera, en vissulega var hann betri heldur en í síðasta leik.” Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.