Segir MeToo-hreyfinguna vera hryðjuverkasamtök Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. apríl 2022 14:00 Marianne Stidsen segir einnig að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu. Vísir/Getty Lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla hefur sakað MeToo-hreyfinguna og baráttusamtök hinsegin fólks um að vera hryðjuverkasamtök. Hún hefur sjálf verið kærð fyrir stórfelldan ritstuld og hefur nú látið af störfum við háskólann. Marianne Stidsen hefur verið lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla í aldarfjórðung. Hún hefur skrifað fjölda bóka og fræðigreina og er meðlimur í Dönsku akademíunni. Fyrir nokkrum árum fór að standa nokkur styrr um persónu Stidsens, en þó aðallega um skoðanir hennar. Stidsen hefur nefnilega talað gegn MeToo hreyfingunni og samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Vill að forsprakkar MeToo verði sóttir til saka Hún kallar MeToo-hreyfinguna ítrekað hryðjuverkasamtök í greinum sem hún hefur skrifað í dönsk dagblöð á síðustu árum. Hún gengur reyndar ennþá lengra og segir orðið tímabært að sækja helstu aðgerðasinna MeToo-hreyfingarinnar til saka samkvæmt hryðjuverkaákvæði danskra laga, en refsing við að brjóta það ákvæði getur verið allt að ævilangt fangelsi. Hún segir að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu, skýrt dæmi um það sé að opinberar stofnanir séu farnir að flagga regnbogafána hinsegin fólks við byggingar sínar í tíma og ótíma. Það sé á engan hátt eðlilegt. Hún hefur varað við því að þessi barátta geti hreinlega leitt til þess að hinn frjálsi heimur líði undir lok og hefur líkt hugmyndafræði þeirra við nasisma, stalínisma og kommúnisma. Sek um ritstuld í doktorsritgerð Marianne Stidsen var í fyrra kærð til siðanefndar Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritstuld í doktorsritgerð sinni sem hún varði árið 2015. Stidsen segist vera fórnarlamb hugmyndafræðilegra ofsókna sem hafi það að markmiði að hindra að fólk sem ekki sé sammála MeToo-hreyfingunni skuli helst ekki hafa rétt á því að vera með vinnu. Svokölluð slaufunarmenning. Hin óformlega MeToo-hreyfing hefur verið fyrirferðamikil í þjóðfélagsumræðunni á síðastliðnum árum.Getty Niðurstaða rannsóknar siðanefndarinnar er engu að síður að Stidsen sé sek um ritstuld í doktorsritgerð sinni. 159 dæmi séu um slíkt á blaðsíðunum 1.300. Stidsen heldur þó til streitu sakleysi sínu, segist hafa umorðað texta frá uppsláttarritum og alfræðiorðabókum og að slíkt sé ekki ritstuldur. Helsti stuðningsmaður Stidsens er Morten Messerschmidt, sem er formaður Danska þjóðarflokksins sem hefur helst unnið sér til frægðar, eða vansæmdar, að berjast af krafti gegn réttindum flóttafólks og innflytjenda. Hann segir í samtali við Weekendavisen að háskólinn vilji losna við hana, einfaldlega af því að hún hafi andmælt þeirri hugmyndafræði sem þar sé við lýði. Hann viðurkennir þó að hafa hvorki kynnt sér ritgerð Stidsens né greinargerð siðanefndar, en byggi þessa skoðun sína eingöngu á samtölum við Stidsen. Stidsen hefur sagt upp störfum við stofnun Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og málvísindum eftir 25 ára starf. Hún segist hafa fórnað öllu fyrir háskólann sem hafi losað sig við hana fyrir það eitt að vera gagnrýnin rödd í lýðræðissamfélagi. MeToo Danmörk Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Marianne Stidsen hefur verið lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla í aldarfjórðung. Hún hefur skrifað fjölda bóka og fræðigreina og er meðlimur í Dönsku akademíunni. Fyrir nokkrum árum fór að standa nokkur styrr um persónu Stidsens, en þó aðallega um skoðanir hennar. Stidsen hefur nefnilega talað gegn MeToo hreyfingunni og samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Vill að forsprakkar MeToo verði sóttir til saka Hún kallar MeToo-hreyfinguna ítrekað hryðjuverkasamtök í greinum sem hún hefur skrifað í dönsk dagblöð á síðustu árum. Hún gengur reyndar ennþá lengra og segir orðið tímabært að sækja helstu aðgerðasinna MeToo-hreyfingarinnar til saka samkvæmt hryðjuverkaákvæði danskra laga, en refsing við að brjóta það ákvæði getur verið allt að ævilangt fangelsi. Hún segir að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu, skýrt dæmi um það sé að opinberar stofnanir séu farnir að flagga regnbogafána hinsegin fólks við byggingar sínar í tíma og ótíma. Það sé á engan hátt eðlilegt. Hún hefur varað við því að þessi barátta geti hreinlega leitt til þess að hinn frjálsi heimur líði undir lok og hefur líkt hugmyndafræði þeirra við nasisma, stalínisma og kommúnisma. Sek um ritstuld í doktorsritgerð Marianne Stidsen var í fyrra kærð til siðanefndar Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritstuld í doktorsritgerð sinni sem hún varði árið 2015. Stidsen segist vera fórnarlamb hugmyndafræðilegra ofsókna sem hafi það að markmiði að hindra að fólk sem ekki sé sammála MeToo-hreyfingunni skuli helst ekki hafa rétt á því að vera með vinnu. Svokölluð slaufunarmenning. Hin óformlega MeToo-hreyfing hefur verið fyrirferðamikil í þjóðfélagsumræðunni á síðastliðnum árum.Getty Niðurstaða rannsóknar siðanefndarinnar er engu að síður að Stidsen sé sek um ritstuld í doktorsritgerð sinni. 159 dæmi séu um slíkt á blaðsíðunum 1.300. Stidsen heldur þó til streitu sakleysi sínu, segist hafa umorðað texta frá uppsláttarritum og alfræðiorðabókum og að slíkt sé ekki ritstuldur. Helsti stuðningsmaður Stidsens er Morten Messerschmidt, sem er formaður Danska þjóðarflokksins sem hefur helst unnið sér til frægðar, eða vansæmdar, að berjast af krafti gegn réttindum flóttafólks og innflytjenda. Hann segir í samtali við Weekendavisen að háskólinn vilji losna við hana, einfaldlega af því að hún hafi andmælt þeirri hugmyndafræði sem þar sé við lýði. Hann viðurkennir þó að hafa hvorki kynnt sér ritgerð Stidsens né greinargerð siðanefndar, en byggi þessa skoðun sína eingöngu á samtölum við Stidsen. Stidsen hefur sagt upp störfum við stofnun Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og málvísindum eftir 25 ára starf. Hún segist hafa fórnað öllu fyrir háskólann sem hafi losað sig við hana fyrir það eitt að vera gagnrýnin rödd í lýðræðissamfélagi.
MeToo Danmörk Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira