Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 2. apríl 2022 07:38 Rússneskir hermenn skildu eftir sig gríðarlegan fjölda jarðsprengja þegar þeir hörfuðu frá svæðum í kringum Kænugarð. Þessi mynd var tekin í bænum Bucha í dag. AP Photo/Rodrigo Abd Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Rússnesk flugskeyti hæfðu tvær borgir í miðhluta Úkraínu snemma í morgun og ollu skemmdum á innviðum og íbúðabyggingum, að sögn ráðamanns í Poltava-héraði. Bandarísk varnarmálayfirvöld hyggjast veita Úkraínumönnum aukna aðstoð í formi hergagnapakka sem inniheldur meðal annars eldflaugakerfi og dróna fyrir alls 300 milljónir bandaríkjadala. Alþjóða Rauði krossinn mun í dag reyna aftur að flytja fólk frá hinni stríðshrjáðu Maríupol eftir að hjálparstarfsmönnum var gert að yfirgefa svæðið í gær. Þrátt fyrir það tókst yfir þrjú þúsund íbúum að flýja borgina í gær. Rússar segja að úkraínskar þyrlur hafi gert árás á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi, nærri Kharkív, og eyðilagt olíutanka. Úkraínskir ráðamenn hafna því að hersveitir þeirra hafi átt þátt í árásinni. Úkraínumenn segja að minnst 158 börn hafi fallið í stríðsátökunum og 254 særst.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Rússnesk flugskeyti hæfðu tvær borgir í miðhluta Úkraínu snemma í morgun og ollu skemmdum á innviðum og íbúðabyggingum, að sögn ráðamanns í Poltava-héraði. Bandarísk varnarmálayfirvöld hyggjast veita Úkraínumönnum aukna aðstoð í formi hergagnapakka sem inniheldur meðal annars eldflaugakerfi og dróna fyrir alls 300 milljónir bandaríkjadala. Alþjóða Rauði krossinn mun í dag reyna aftur að flytja fólk frá hinni stríðshrjáðu Maríupol eftir að hjálparstarfsmönnum var gert að yfirgefa svæðið í gær. Þrátt fyrir það tókst yfir þrjú þúsund íbúum að flýja borgina í gær. Rússar segja að úkraínskar þyrlur hafi gert árás á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi, nærri Kharkív, og eyðilagt olíutanka. Úkraínskir ráðamenn hafna því að hersveitir þeirra hafi átt þátt í árásinni. Úkraínumenn segja að minnst 158 börn hafi fallið í stríðsátökunum og 254 særst.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira