Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2022 13:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði samninganefndirnar þegar fundurinn hófst. epa/Tyrkneska forsetaembættið Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. Þá hafa Úkraínumenn í fyrsta sinn greint frá tillögum sínum í heild en þær fela meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að ákvörðun um framtíð Krímskaga verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um málið fara fram. Mevut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði næsta skref fund milli utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands, þar sem þeir myndu ræða það sem fram fór milli samninganefndanna í dag. Rússar hafa þegar gefið út að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin til að skoða fund Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta um leið og samningsdrög liggja fyrir. Ágreiningurinn um Donbas enn óleystur Báðir aðilar höfðu leitast við að draga úr væntingum fyrir fundinn og þá höfðu erlendir embættismenn einnig sagt litlar líkur á stórum tíðindum að honum loknum. Bandaríkjamenn sögðu meðal annars að engar vísbendingar væru uppi um að sáttarhugur væri í Pútín. Þegar fundinum lauk í hádeginu var hins vegar greint frá því að Rússar hefðu ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn lagt tillögur sínar í heild á borðið. Í þeim felst að Úkraína lýsir yfir hlutleysi og skuldbindur sig til þess að sækjast ekki eftir aðild að Nató né heimila erlendar herstöðvar í landinu. Skilyrði fyrir þessu er að erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael, skuldbindi sig til að tryggja öryggi landsins, það er að segja grípa til varna ef Rússar ráðast aftur gegn Úkraínu. Hvað varðar framtíð Krímskaga og Donbas-héraðanna, sem eru ef til vill stærsti ásteytingarsteinninn, leggja Úkraínumenn til að ákvörðun um Krím verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um landsvæðið fara fram. Þeir vilja hins vegar ekki gefa Donbas-héruðin eftir. Eiginhagsmunagæsla? Rússar hafa nú þegar sagt að þeir geri ekki lengur kröfu um stjórnarskipti í Kænugarði né afvopnun Úkraínu. Þá virðast þeir vera að draga úr tali um „afnasistavæðingu“ landsins. Þeir eru hins vegar ekki líklegir til að gefa Donbas-héruðin eftir, þar sem ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir síðast í morgun að „frelsun“ svæðisins væru nú og hefði alltaf verið aðal markmið hinna „sérstöku hernaðaraðgerða“. Þarna ber að hafa í huga að ákvörðun Rússa um að draga úr aðgerðum við Kænugarð er ekki síður heppileg fyrir þá sjálfa, þar sem mjög hefur gengið á herafla þeirra í Úkraínu og fleiri manna þörf ef þeir hyggjast taka Donbas-héruðin. Vladimir Medisnky, aðalsamningamaður Rússa, sagði viðræðurnar í dag hafa verið uppbyggilegar og að Rússar væru að taka tvö skref til að draga úr átökum. Rússar hefðu móttekið tillögur Úkraínumanna, sem yrðu skoðaðar, afhentar forsetanum og þeim síðan svarað. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Þá hafa Úkraínumenn í fyrsta sinn greint frá tillögum sínum í heild en þær fela meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að ákvörðun um framtíð Krímskaga verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um málið fara fram. Mevut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði næsta skref fund milli utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands, þar sem þeir myndu ræða það sem fram fór milli samninganefndanna í dag. Rússar hafa þegar gefið út að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin til að skoða fund Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta um leið og samningsdrög liggja fyrir. Ágreiningurinn um Donbas enn óleystur Báðir aðilar höfðu leitast við að draga úr væntingum fyrir fundinn og þá höfðu erlendir embættismenn einnig sagt litlar líkur á stórum tíðindum að honum loknum. Bandaríkjamenn sögðu meðal annars að engar vísbendingar væru uppi um að sáttarhugur væri í Pútín. Þegar fundinum lauk í hádeginu var hins vegar greint frá því að Rússar hefðu ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn lagt tillögur sínar í heild á borðið. Í þeim felst að Úkraína lýsir yfir hlutleysi og skuldbindur sig til þess að sækjast ekki eftir aðild að Nató né heimila erlendar herstöðvar í landinu. Skilyrði fyrir þessu er að erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael, skuldbindi sig til að tryggja öryggi landsins, það er að segja grípa til varna ef Rússar ráðast aftur gegn Úkraínu. Hvað varðar framtíð Krímskaga og Donbas-héraðanna, sem eru ef til vill stærsti ásteytingarsteinninn, leggja Úkraínumenn til að ákvörðun um Krím verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um landsvæðið fara fram. Þeir vilja hins vegar ekki gefa Donbas-héruðin eftir. Eiginhagsmunagæsla? Rússar hafa nú þegar sagt að þeir geri ekki lengur kröfu um stjórnarskipti í Kænugarði né afvopnun Úkraínu. Þá virðast þeir vera að draga úr tali um „afnasistavæðingu“ landsins. Þeir eru hins vegar ekki líklegir til að gefa Donbas-héruðin eftir, þar sem ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir síðast í morgun að „frelsun“ svæðisins væru nú og hefði alltaf verið aðal markmið hinna „sérstöku hernaðaraðgerða“. Þarna ber að hafa í huga að ákvörðun Rússa um að draga úr aðgerðum við Kænugarð er ekki síður heppileg fyrir þá sjálfa, þar sem mjög hefur gengið á herafla þeirra í Úkraínu og fleiri manna þörf ef þeir hyggjast taka Donbas-héruðin. Vladimir Medisnky, aðalsamningamaður Rússa, sagði viðræðurnar í dag hafa verið uppbyggilegar og að Rússar væru að taka tvö skref til að draga úr átökum. Rússar hefðu móttekið tillögur Úkraínumanna, sem yrðu skoðaðar, afhentar forsetanum og þeim síðan svarað.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira