Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2022 14:43 Aðalsteinn Kjartansson er á meðal fjögurra blaðamanna með stöðu sakbornings við rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hinir eru Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum, Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV. Vísir/Egill Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. Aðalsteinn er einn fjögurra blaðamanna með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja. Aðalsteinn lét reyna á það fyrir dómstólum hvort lögreglu væri heimilt að boða blaðamann til skýrslutöku vegna málsins. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu í lok febrúar að lögreglunni fyrir norðan væri óheimilt að kalla Aðalstein til skýrslutöku. Blaðamaður yrði ekki talinn brotlegur við lög „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Umrædd gögn, sem leiddu til umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja, voru á síma Páls skipstjóra. Á símanum var einnig að finna persónulegt kynferðislegt efni ef marka má greinargerð lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra kærði úrskurðinn í héraði til Landsréttar sem vísaði kæru Aðalsteins frá héraðsdómi. Lögreglan tilkynnti í framhaldinu að rannsókn málsins myndi halda áfram. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, kærði úrskurðinn í Landsrétti til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Vísaði Hæstiréttur til þess að ekki væri heimild til að kæra frávísun í málum sem væru enn á rannsóknarstigi. Dómsmál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur í lýðræðisríki Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli sínu gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 16. mars 2022 22:52 Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16 Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Aðalsteinn er einn fjögurra blaðamanna með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja. Aðalsteinn lét reyna á það fyrir dómstólum hvort lögreglu væri heimilt að boða blaðamann til skýrslutöku vegna málsins. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu í lok febrúar að lögreglunni fyrir norðan væri óheimilt að kalla Aðalstein til skýrslutöku. Blaðamaður yrði ekki talinn brotlegur við lög „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Umrædd gögn, sem leiddu til umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja, voru á síma Páls skipstjóra. Á símanum var einnig að finna persónulegt kynferðislegt efni ef marka má greinargerð lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra kærði úrskurðinn í héraði til Landsréttar sem vísaði kæru Aðalsteins frá héraðsdómi. Lögreglan tilkynnti í framhaldinu að rannsókn málsins myndi halda áfram. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, kærði úrskurðinn í Landsrétti til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Vísaði Hæstiréttur til þess að ekki væri heimild til að kæra frávísun í málum sem væru enn á rannsóknarstigi.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur í lýðræðisríki Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli sínu gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 16. mars 2022 22:52 Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16 Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Óeðlilegt að lögreglan hafi algjörlega frjálsar hendur í lýðræðisríki Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, furðar sig á því að Landsréttur hafi ekki tekið efnislega afstöðu í máli sínu gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. 16. mars 2022 22:52
Landsréttur vísaði máli Aðalsteins frá og blaðamennirnir verða kallaðir til skýrslutöku Landsréttur vísaði í dag kæru Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, gegn embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá héraðsdómi. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglu um taka skýrslu af Aðalsteini sem sakborningi hafi verið ólögmæt. 16. mars 2022 19:16
Munu kæra ef lögreglan heldur yfirheyrslum til streitu Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt. 1. mars 2022 13:32