Vaktin: Kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim á morgun Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 23. mars 2022 15:10 Svo virðist sem að dregið hafi úr sókn rússneskra hersveita í Kænugarð en heimamenn hafa barist gegn hersveitunum af krafti undanfarnar vikur. AP/Rodrigo Abd Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun en forseti Úkraínu kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim. Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í daglegu ávarpi sínu í nótt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn NATO segja Rússa hafa misst allt að fimmtán þúsund hermenn í Úkraínu. Það verður líklega ákveðið á morgun hvort bandalagið muni auka viðbúnað í Austur-Evrópu. Bandaríkjamenn gagnrýna harkalega að talsmaður stjórnvalda í Moskvu hafi ekki útilokað þann möguleika í samtali við CNN að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin hafa nú formlega sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi í Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmanni að Bandaríkin og bandamenn séu að velta því fyrir sér að útiloka Rússa frá þátttöku í G20. Önnur ríki myndu hins vegar beita neitunarvaldinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hyggja á þátttöku á ráðstefnu G20 í Indónesíu síðar á árinu. Úkraínuher segist að Maríupól sé enn á valdi Úkraínumanna, þrátt fyrir heimildir Bandaríkjamanna fyrir því að Rússar hafi komist inn í borgina í gær. Herinn segir vinveitta uppreisnarmenn í Hvíta-Rússlandi hafa eyðilagt að hluta lestarleið milli Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 3,5 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrásin hófst fyrir nærri fjórum vikum. Yfirvöld í Úkraínu segja 121 barn hafa látið lífið í átökunum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn NATO segja Rússa hafa misst allt að fimmtán þúsund hermenn í Úkraínu. Það verður líklega ákveðið á morgun hvort bandalagið muni auka viðbúnað í Austur-Evrópu. Bandaríkjamenn gagnrýna harkalega að talsmaður stjórnvalda í Moskvu hafi ekki útilokað þann möguleika í samtali við CNN að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin hafa nú formlega sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi í Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmanni að Bandaríkin og bandamenn séu að velta því fyrir sér að útiloka Rússa frá þátttöku í G20. Önnur ríki myndu hins vegar beita neitunarvaldinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hyggja á þátttöku á ráðstefnu G20 í Indónesíu síðar á árinu. Úkraínuher segist að Maríupól sé enn á valdi Úkraínumanna, þrátt fyrir heimildir Bandaríkjamanna fyrir því að Rússar hafi komist inn í borgina í gær. Herinn segir vinveitta uppreisnarmenn í Hvíta-Rússlandi hafa eyðilagt að hluta lestarleið milli Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 3,5 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrásin hófst fyrir nærri fjórum vikum. Yfirvöld í Úkraínu segja 121 barn hafa látið lífið í átökunum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira