Leita að flugritum MU5735 í skógi vöxnu fjalllendi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. mars 2022 09:49 Brak úr flugvélinni hefur fundist víða í fjalllendinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að fara nær vélinni en að þorpinu Lu, sem er við rætur fjalllendisins. Zhou Hua/AP Viðbragðsaðilar hafa verið að í um sólarhring við að leita að líkum þeirra sem fórust í flugslysi í suðurhluta Kína í gærmorgun. Óvíst er hvað olli slysinu og er flugritanna enn leitað. Boeing 737-800 flugvél kínverska flugfélagsins China Eastern Airlines, flug MU5735, var á leið til hafnarborgarinnar Guangzhou frá Kunming, höfuðborgar héraðsins Yunnan í gærmorgun þegar hún skyndilega hrapaði. Svo virðist sem hún hafi hrapað um 30 þúsund fet á innan við þremur mínútum og myndbönd, sem fóru í dreifingu um netið, sýndu vélina hrapa nánast lóðrétt niður á jörðina. According to flight FlightRadar24 data the aircraft fell from 29100 ft to ground level in two and a half minutes. pic.twitter.com/HpNQtH352B— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 21, 2022 Brak úr vélinni fannst víða dreift um fjallshlíðarnar en eldur kviknaði í braki vélarinnar í gær. Gróðureldar kviknuðu í kjölfarið sem tókst að slökkva skömmu síðar. Fram kemur í frétt Reuters að brunnar leifar seðlaveskja og vegabréfa þeirrra 132 sem voru um borð í vélinni hafi fundist víða í fjallshlíðunum. Viðbragðsaðilum reyndist erfitt að komast að braki vélarinnar, sem hrapaði í fjalllendi, en aðeins ein leið er að brakinu, mjór göngustígur og fjöll allt í kring. Þá er miklum rigningum spáð í vikunni sem gætu gert viðbragðsaðilum enn erfiðara fyrir. Lögreglan hefur lokað göngustígnum við þorpið Lu, sem er eina leiðin til að komast að brakinu nema úr fjöllun um, og blaðamönnum hefur verið meinaður aðgangur. Þetta er fyrsta flugslysið í Kína í tólf ár en það síðasta varð árið 2010 þegar 44 af 96 farþegum innanlandsflugvélar á vegum Henan Airlines fórust. Flugvélin, Embraer E-190, hrapaði við lendingu á Yichun flugvelli. Vonir eru bundnar við að flugritarnir finnist og hann leiði í ljós hvað hafi gerst og valdið hrapinu. Aðeins eitt ár er liðið síðan flugbanni yfir Boeing 737 Max flugvélum var aflétt alþjóðlega í kjölfar tveggja hryllilegra flugslysa. Tvær flugvélar af 737 Max gerð hröpuðu, annars vegar í Indónesíu og hins vegar í Eþíópíu árin 2018 og 2019 og dóu 346 í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann í um 20 mánuði á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. China Eastern setti 737-800 flugvélar sínar í flugbann í gær en floti félagsins samanstendur af 225 slíkum flugvélum. Önnur kínversk flugfélög hafa ekki gert slíkt hið sama. A Boeing 737-800 carrying 123 passengers has crashed and caused a fire in the mountains in Guangxi. Local media said there was no sign of survivors and the airline said it deeply mourned the passengers and crew who had died.Read more: https://t.co/klFXUM10Yt pic.twitter.com/Dc4DYRjAAM— Sky News (@SkyNews) March 22, 2022 Kína Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Boeing 737-800 flugvélin hrapaði úr 30 þúsund feta hæð á tveimur mínútum Flugvél með 133 manns um borð hefur hrapað í Kína. AFP segir frá þessu, en óvíst er á þessari stundu um manntjón. 21. mars 2022 08:31 Boeing 737 Max flugvélar fá brátt að fljúga aftur í Indónesíu Þrjú ár eru liðin síðan Boeing 737 Max flugvél hrapaði fyrir utan strendur Java á Indónesíu með 189 innanborðs. Síðan þá hafa vélarnar ekki fengið að fljúga í Indónesíu en það mun brátt breytast. 28. desember 2021 10:15 Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. 10. nóvember 2021 22:56 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Boeing 737-800 flugvél kínverska flugfélagsins China Eastern Airlines, flug MU5735, var á leið til hafnarborgarinnar Guangzhou frá Kunming, höfuðborgar héraðsins Yunnan í gærmorgun þegar hún skyndilega hrapaði. Svo virðist sem hún hafi hrapað um 30 þúsund fet á innan við þremur mínútum og myndbönd, sem fóru í dreifingu um netið, sýndu vélina hrapa nánast lóðrétt niður á jörðina. According to flight FlightRadar24 data the aircraft fell from 29100 ft to ground level in two and a half minutes. pic.twitter.com/HpNQtH352B— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 21, 2022 Brak úr vélinni fannst víða dreift um fjallshlíðarnar en eldur kviknaði í braki vélarinnar í gær. Gróðureldar kviknuðu í kjölfarið sem tókst að slökkva skömmu síðar. Fram kemur í frétt Reuters að brunnar leifar seðlaveskja og vegabréfa þeirrra 132 sem voru um borð í vélinni hafi fundist víða í fjallshlíðunum. Viðbragðsaðilum reyndist erfitt að komast að braki vélarinnar, sem hrapaði í fjalllendi, en aðeins ein leið er að brakinu, mjór göngustígur og fjöll allt í kring. Þá er miklum rigningum spáð í vikunni sem gætu gert viðbragðsaðilum enn erfiðara fyrir. Lögreglan hefur lokað göngustígnum við þorpið Lu, sem er eina leiðin til að komast að brakinu nema úr fjöllun um, og blaðamönnum hefur verið meinaður aðgangur. Þetta er fyrsta flugslysið í Kína í tólf ár en það síðasta varð árið 2010 þegar 44 af 96 farþegum innanlandsflugvélar á vegum Henan Airlines fórust. Flugvélin, Embraer E-190, hrapaði við lendingu á Yichun flugvelli. Vonir eru bundnar við að flugritarnir finnist og hann leiði í ljós hvað hafi gerst og valdið hrapinu. Aðeins eitt ár er liðið síðan flugbanni yfir Boeing 737 Max flugvélum var aflétt alþjóðlega í kjölfar tveggja hryllilegra flugslysa. Tvær flugvélar af 737 Max gerð hröpuðu, annars vegar í Indónesíu og hins vegar í Eþíópíu árin 2018 og 2019 og dóu 346 í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann í um 20 mánuði á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. China Eastern setti 737-800 flugvélar sínar í flugbann í gær en floti félagsins samanstendur af 225 slíkum flugvélum. Önnur kínversk flugfélög hafa ekki gert slíkt hið sama. A Boeing 737-800 carrying 123 passengers has crashed and caused a fire in the mountains in Guangxi. Local media said there was no sign of survivors and the airline said it deeply mourned the passengers and crew who had died.Read more: https://t.co/klFXUM10Yt pic.twitter.com/Dc4DYRjAAM— Sky News (@SkyNews) March 22, 2022
Kína Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Boeing 737-800 flugvélin hrapaði úr 30 þúsund feta hæð á tveimur mínútum Flugvél með 133 manns um borð hefur hrapað í Kína. AFP segir frá þessu, en óvíst er á þessari stundu um manntjón. 21. mars 2022 08:31 Boeing 737 Max flugvélar fá brátt að fljúga aftur í Indónesíu Þrjú ár eru liðin síðan Boeing 737 Max flugvél hrapaði fyrir utan strendur Java á Indónesíu með 189 innanborðs. Síðan þá hafa vélarnar ekki fengið að fljúga í Indónesíu en það mun brátt breytast. 28. desember 2021 10:15 Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. 10. nóvember 2021 22:56 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Boeing 737-800 flugvélin hrapaði úr 30 þúsund feta hæð á tveimur mínútum Flugvél með 133 manns um borð hefur hrapað í Kína. AFP segir frá þessu, en óvíst er á þessari stundu um manntjón. 21. mars 2022 08:31
Boeing 737 Max flugvélar fá brátt að fljúga aftur í Indónesíu Þrjú ár eru liðin síðan Boeing 737 Max flugvél hrapaði fyrir utan strendur Java á Indónesíu með 189 innanborðs. Síðan þá hafa vélarnar ekki fengið að fljúga í Indónesíu en það mun brátt breytast. 28. desember 2021 10:15
Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. 10. nóvember 2021 22:56