Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 12:01 Brittney Griner er leikmaður bandaríska landsliðsins og ein besta körfuboltakona heims. AP/Eric Gay Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. Griner er án efa ein besta körfuboltakona heims og margir hafa gagnrýnt áhugaleysið á hennar máli. Það er alveg ljóst að ef að einn besti leikmaður NBA-deildarinnar lenti í hennar stöðu þá myndi heyrast meira. Imagine if Tom Brady were being held by Russian officials right now. https://t.co/peFT0ZAXVk— Lindsay Crouse (@lindsaycrouse) March 9, 2022 Þeir hinir sömu vilja vekja athygli á stöðu Griner sem er líklega í fangelsi í Rússlandi þótt enginn viti nákvæmlega hvar hún sé. „Hvernig getur bandarísk körfuboltastjarna bara horfið?“ er fyrirsögn á grein Holly Honderich fyrir vef breska ríkisútvarpsins. Þar fer hún einmitt yfir þetta mál og af hverju það heyrist ekki meira í fjölmiðlum um stöðu hennar. US basketball star Brittney Griner is detained in Russiahttps://t.co/X1yZNMP3z0— BBC News (World) (@BBCWorld) March 16, 2022 Það er samt augljóst að Rússar ætla að nota hana sem peð í pólitískri baráttu í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Griner var handtekin á flugvelli fyrir utan Moskvu og Rússar saka hana um að flytja eiturlyf inn í landið. Efnið fannst í vökva sem hún notaði til að veipa. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Hún var þarna komin til Rússlands til að spila fyrir UMMC Yekaterinburg í Euroleague eins og hún hefur gert frá árinu 2014 meðan WNBA-deildin er í fríi. Free Brittney Griner. Say her name, because her freedom may depend upon it.https://t.co/yesfEZcY27— The Nation (@thenation) March 15, 2022 Það eru einmitt þessir samningar í Evrópu sem eru að færa bestu körfuboltakonunum stærsta hlutann af launum sínum. WNBA-leikmennirnir fá allt að fimm sinnum betur borgað í Rússlandi en í WNBA. Griner spilar með Phoenix Mercury í WNBA-deildinni og hún hefur unnið gull á Ólympíuleikunum með bandaríska landsliðinu. NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Griner er án efa ein besta körfuboltakona heims og margir hafa gagnrýnt áhugaleysið á hennar máli. Það er alveg ljóst að ef að einn besti leikmaður NBA-deildarinnar lenti í hennar stöðu þá myndi heyrast meira. Imagine if Tom Brady were being held by Russian officials right now. https://t.co/peFT0ZAXVk— Lindsay Crouse (@lindsaycrouse) March 9, 2022 Þeir hinir sömu vilja vekja athygli á stöðu Griner sem er líklega í fangelsi í Rússlandi þótt enginn viti nákvæmlega hvar hún sé. „Hvernig getur bandarísk körfuboltastjarna bara horfið?“ er fyrirsögn á grein Holly Honderich fyrir vef breska ríkisútvarpsins. Þar fer hún einmitt yfir þetta mál og af hverju það heyrist ekki meira í fjölmiðlum um stöðu hennar. US basketball star Brittney Griner is detained in Russiahttps://t.co/X1yZNMP3z0— BBC News (World) (@BBCWorld) March 16, 2022 Það er samt augljóst að Rússar ætla að nota hana sem peð í pólitískri baráttu í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Griner var handtekin á flugvelli fyrir utan Moskvu og Rússar saka hana um að flytja eiturlyf inn í landið. Efnið fannst í vökva sem hún notaði til að veipa. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Hún var þarna komin til Rússlands til að spila fyrir UMMC Yekaterinburg í Euroleague eins og hún hefur gert frá árinu 2014 meðan WNBA-deildin er í fríi. Free Brittney Griner. Say her name, because her freedom may depend upon it.https://t.co/yesfEZcY27— The Nation (@thenation) March 15, 2022 Það eru einmitt þessir samningar í Evrópu sem eru að færa bestu körfuboltakonunum stærsta hlutann af launum sínum. WNBA-leikmennirnir fá allt að fimm sinnum betur borgað í Rússlandi en í WNBA. Griner spilar með Phoenix Mercury í WNBA-deildinni og hún hefur unnið gull á Ólympíuleikunum með bandaríska landsliðinu.
NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira