Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares skrifar 16. mars 2022 14:00 Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti. Undanfarið hefur verið fjallað um nýja skýrslu sem nefnist Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum enda niðurstöðurnar sláandi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi. Niðurstöðurnar þykja birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Þessu verðum við að bregðast hratt við enda er kostnaður einstaklinga og samfélags af þessu mikill því mun meiri hætta er á að ungt fólk án framhaldsskólamenntunar glími við atvinnuleysi og sé því hvorki í skóla né vinnu með tilheyrandi félagslegri einangrun. Með því skapast einnig hætta á að það geti seinna meir ekki skapað börnum sínum þá framtíð sem það hefði óskað þeim. Við höfum ekki efni á að bregðast ekki við Hætta er á að staðan geti verið að versna enn frekar. Ungmenni samtímans hafa gengið í gegnum mikla einangrun vegna Covid 19 og því miður eru ekki bjartir tímar framundan ef litið er til þess sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Íslendingar hafa ekki efni á að grípa ekki inn í þessa stöðu og það er ekki hægt að velta ábyrgðinni yfir á framhaldsskólana eina. Vandi þessara barna byrjar mun fyrr og grefur helst um sig í grunnskólum en verður ekki sýnilegur fyrr en í framhaldsskóla. Félagsleg fjárfesting sem borgar sig Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- og grunnskólastiginu og eiga og verða að grípa inn í þessa þróun. Viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu eru félagsleg fjárfesting sem mun borga sig margfalt til baka en kosta ómælt tjón ef ekki er brugðist við. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki tekið forystu í málum barna, stór hluti þess vanda sem upp er kominn skrifast á metnaðarleysi borgarinnar í skólamálum. Tökum til í borginni, bætum skólakerfið og veitum öllum börnum borgarinnar jöfn tækifæri. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra Hlíf Ocares Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti. Undanfarið hefur verið fjallað um nýja skýrslu sem nefnist Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum enda niðurstöðurnar sláandi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi. Niðurstöðurnar þykja birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Þessu verðum við að bregðast hratt við enda er kostnaður einstaklinga og samfélags af þessu mikill því mun meiri hætta er á að ungt fólk án framhaldsskólamenntunar glími við atvinnuleysi og sé því hvorki í skóla né vinnu með tilheyrandi félagslegri einangrun. Með því skapast einnig hætta á að það geti seinna meir ekki skapað börnum sínum þá framtíð sem það hefði óskað þeim. Við höfum ekki efni á að bregðast ekki við Hætta er á að staðan geti verið að versna enn frekar. Ungmenni samtímans hafa gengið í gegnum mikla einangrun vegna Covid 19 og því miður eru ekki bjartir tímar framundan ef litið er til þess sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Íslendingar hafa ekki efni á að grípa ekki inn í þessa stöðu og það er ekki hægt að velta ábyrgðinni yfir á framhaldsskólana eina. Vandi þessara barna byrjar mun fyrr og grefur helst um sig í grunnskólum en verður ekki sýnilegur fyrr en í framhaldsskóla. Félagsleg fjárfesting sem borgar sig Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- og grunnskólastiginu og eiga og verða að grípa inn í þessa þróun. Viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu eru félagsleg fjárfesting sem mun borga sig margfalt til baka en kosta ómælt tjón ef ekki er brugðist við. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki tekið forystu í málum barna, stór hluti þess vanda sem upp er kominn skrifast á metnaðarleysi borgarinnar í skólamálum. Tökum til í borginni, bætum skólakerfið og veitum öllum börnum borgarinnar jöfn tækifæri. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun