Petr Čech: „Við vitum ekki svörin við sjálf“ Atli Arason skrifar 13. mars 2022 15:00 Petr Čech ásamt John Terry á úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í Abu Dhabi í febrúar. Čech hefur verið tæknilegur raðgjafi félagsins síðan 2019. Getty Images Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea og fyrrum leikmaður liðsins, var í viðtali við Sky Sport fyrir leik liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Čech var mikið spurður út í óvissu skýið sem gnæfir yfir Chelsea þessa dagana en hann sagðist sjálfur vera að leita af svörum. „Fyrst og fremst vil ég segja að hugur okkar eru hjá fórnarlömbum í stríðinu í Úkraínu. Við vonumst til þess að þjáningum þar ljúki sem fyrst,“ sagði Petr Čech. „Hvað varðar fótboltafélagið Chelsea þá hefur þetta verið mjög erfiður tími. Við erum að fá mikið af spurningum sem við vitum ekki svörin við sjálf. Við erum þó staðráðin í að vinna að þeim hlutum sem við getum haft áhrif á eins æfingar og undirbúningur fyrir fótboltaleiki. Við verðum að halda áfram að reyna að gera okkar besta á vellinum.“ Breska ríkisstjórnin hefur bannað eiganda félagsins, Roman Abramovich, að koma til Englands og fryst allar eignir hans, þ.m.t. Chelsea. Enska úrvalsdeildin gekk svo skrefinu lengra í gær með því að banna aðkomu Abramovich að deildinni. „Þetta er ekki í okkar höndum heldur annara. Við þurfum að bíða eftir samtölum annars staðar til að sjá hvernig við getum starfað út tímabilið. Þetta er augljóslega erfið staða,“ bætti Čech við. Barclays bankinn hefur meðal annars lokað á reikninga í eigu félagsins. Það er óvíst hvort starfsfólk félagsins fái yfirhöfuð greidd laun á næstunni en Čech gat ekki svarað því hvort svo yrði. „Ég vona það. Við vonum að starfsfólkið sem vinnur fyrir félagið fái borgað og geti haldið áfram að lifa sínu eðlilega lífi. Það er samt erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu þar sem ég veit ekki svörin sjálfur. Staðan breytist á hverjum degi.“ Samningar hjá Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og César Azpilicueta renna út eftir yfirstandandi leiktímabil. Óvíst er hvort félagið getur endurnýjað þá samninga í tæka tíð. „Það er annað sem við vitum ekki svörin við en það eru samræður í gangi á öllum stöðum. við þurfum fyrst að fá svör við því hvað við sem félag getum gert til að halda starfseminni gangandi. Við þurfum að fá að vita hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir okkur. Við þurfum að taka einn dag í einu,“ svaraði Čech aðspurður út í samningstöðu þessara leikmanna. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði liðið að Evrópu- og heimsmeisturum. Ljóst er að hart verður barist um starfskrafta hans ef allt fer á versta veg fyrir Chelsea. „Thomas er með samning til 2024. Okkur hefur verið sagt að samningurinn verði virtur en við vonumst til að halda honum eins lengi og hægt er, hann hefur verið frábær fyrir félagið. Þetta gæti samt allt breyst á morgun þar sem staðan er að breytast svo hratt frá degi til dags,“ sagði Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea. Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég segja að hugur okkar eru hjá fórnarlömbum í stríðinu í Úkraínu. Við vonumst til þess að þjáningum þar ljúki sem fyrst,“ sagði Petr Čech. „Hvað varðar fótboltafélagið Chelsea þá hefur þetta verið mjög erfiður tími. Við erum að fá mikið af spurningum sem við vitum ekki svörin við sjálf. Við erum þó staðráðin í að vinna að þeim hlutum sem við getum haft áhrif á eins æfingar og undirbúningur fyrir fótboltaleiki. Við verðum að halda áfram að reyna að gera okkar besta á vellinum.“ Breska ríkisstjórnin hefur bannað eiganda félagsins, Roman Abramovich, að koma til Englands og fryst allar eignir hans, þ.m.t. Chelsea. Enska úrvalsdeildin gekk svo skrefinu lengra í gær með því að banna aðkomu Abramovich að deildinni. „Þetta er ekki í okkar höndum heldur annara. Við þurfum að bíða eftir samtölum annars staðar til að sjá hvernig við getum starfað út tímabilið. Þetta er augljóslega erfið staða,“ bætti Čech við. Barclays bankinn hefur meðal annars lokað á reikninga í eigu félagsins. Það er óvíst hvort starfsfólk félagsins fái yfirhöfuð greidd laun á næstunni en Čech gat ekki svarað því hvort svo yrði. „Ég vona það. Við vonum að starfsfólkið sem vinnur fyrir félagið fái borgað og geti haldið áfram að lifa sínu eðlilega lífi. Það er samt erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu þar sem ég veit ekki svörin sjálfur. Staðan breytist á hverjum degi.“ Samningar hjá Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og César Azpilicueta renna út eftir yfirstandandi leiktímabil. Óvíst er hvort félagið getur endurnýjað þá samninga í tæka tíð. „Það er annað sem við vitum ekki svörin við en það eru samræður í gangi á öllum stöðum. við þurfum fyrst að fá svör við því hvað við sem félag getum gert til að halda starfseminni gangandi. Við þurfum að fá að vita hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir okkur. Við þurfum að taka einn dag í einu,“ svaraði Čech aðspurður út í samningstöðu þessara leikmanna. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði liðið að Evrópu- og heimsmeisturum. Ljóst er að hart verður barist um starfskrafta hans ef allt fer á versta veg fyrir Chelsea. „Thomas er með samning til 2024. Okkur hefur verið sagt að samningurinn verði virtur en við vonumst til að halda honum eins lengi og hægt er, hann hefur verið frábær fyrir félagið. Þetta gæti samt allt breyst á morgun þar sem staðan er að breytast svo hratt frá degi til dags,“ sagði Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira