Missti annað barnið sitt í sprengjuárás Rússa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 23:00 Anastasiya Erashova situr með barn sitt sem lifði sprenjuárásina af á spítala í Mariupol. ap/evgeniy maloletka Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við myndefni sem fylgir myndbandinu í fréttinni. Í því má sjá hvernig var umhorfs í úkraínsku borginni Mariupol í gær, sem er umsetin af Rússum. Eftir um tvær vikur af stanslausum árásum Rússa á borgina eru borgarbúar orðnir uppgefnir. Þeir hafa verið án vatns, hita og rafmagns í marga daga. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa nú fleiri en 1.500 almennir borgarar látið lífið í stríðinu og þar af 42 börn. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Anastasiya Erashova, ung móðir, missti annað barn sitt í sprengjuárásum á Mariupol í gær. „Við fórum heim til bróður míns öll saman. Konur og börn leituðu skjóls neðanjarðar og svo laust sprengjuvarpa húsið. Við vorum föst neðanjarðar og tvö börn létust. Enginn gat bjargað þeim,“ segir Anastasiya. „Ég veit ekki hvert ég á að flýja. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Hver?“ Enginn vill gefa eftir Á símafundi sem Emanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskannslari áttu með Pútín í dag báðu þeir hann að hætta umsátrinu um Mariupol. Að þeirra sögn sýndi Pútín engan vilja til að binda enda á stríðið í bráð. Forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í dag og sagði úkraínska herinn hafa náð sögulegum árangri gegn Rússum. „Afhroðið sem rússneski herinn hefur beðið er gríðarlegt. Tjónið sem innrásarliðið hefur orðið fyrir á sautján dögum er slíkt að það er óhætt að segja að þetta sé mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir í áratugi. Þeir hafa aldrei tapað svo miklu á svo stuttum tíma,“ sagði Volodymyr Zeleskyy. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Úkraínumenn mættu ekki láta deigan síga. AP/forsetaembætti Úkraínu Árásir Rússa á margar úkraínskar borgir færðust í aukana í dag og þá virðist Rússum orðið nokkuð ágengt á svæðum í kring um höfuðborgina Kænugarð. „Við höfum engan rétt á að draga úr vörnum okkar. Sama hversu erfitt það er. Við höfum engan rétt á að draga úr krafti mótspyrnunnar,“ sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Í því má sjá hvernig var umhorfs í úkraínsku borginni Mariupol í gær, sem er umsetin af Rússum. Eftir um tvær vikur af stanslausum árásum Rússa á borgina eru borgarbúar orðnir uppgefnir. Þeir hafa verið án vatns, hita og rafmagns í marga daga. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa nú fleiri en 1.500 almennir borgarar látið lífið í stríðinu og þar af 42 börn. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Anastasiya Erashova, ung móðir, missti annað barn sitt í sprengjuárásum á Mariupol í gær. „Við fórum heim til bróður míns öll saman. Konur og börn leituðu skjóls neðanjarðar og svo laust sprengjuvarpa húsið. Við vorum föst neðanjarðar og tvö börn létust. Enginn gat bjargað þeim,“ segir Anastasiya. „Ég veit ekki hvert ég á að flýja. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Hver?“ Enginn vill gefa eftir Á símafundi sem Emanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskannslari áttu með Pútín í dag báðu þeir hann að hætta umsátrinu um Mariupol. Að þeirra sögn sýndi Pútín engan vilja til að binda enda á stríðið í bráð. Forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í dag og sagði úkraínska herinn hafa náð sögulegum árangri gegn Rússum. „Afhroðið sem rússneski herinn hefur beðið er gríðarlegt. Tjónið sem innrásarliðið hefur orðið fyrir á sautján dögum er slíkt að það er óhætt að segja að þetta sé mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir í áratugi. Þeir hafa aldrei tapað svo miklu á svo stuttum tíma,“ sagði Volodymyr Zeleskyy. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Úkraínumenn mættu ekki láta deigan síga. AP/forsetaembætti Úkraínu Árásir Rússa á margar úkraínskar borgir færðust í aukana í dag og þá virðist Rússum orðið nokkuð ágengt á svæðum í kring um höfuðborgina Kænugarð. „Við höfum engan rétt á að draga úr vörnum okkar. Sama hversu erfitt það er. Við höfum engan rétt á að draga úr krafti mótspyrnunnar,“ sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira