Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 91-87 | Stjarnan snéri taflinu við og vann í framlengdum leik Atli Arason skrifar 10. mars 2022 22:03 Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Vísir/Vilhelm Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur gegn Grindvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 91-87. Grindvíkingar leiddu með tuttugu stigum í hálfleik, en Garðbæingar snéru taflinu við í síðari hálfleik og höfðu að lokum betur í framlengingu. Grindvíkingar byrjuðu leikin töluvert betur en gestirnir náðu 10 stiga forskoti, 2-12, eftir rúmar fjórar mínútur. Gestirnir bættu um betur í forskot sitt sem varð mest 18 stig í fyrsta leikhluta. Stjarnan náði aðeins að laga stöðuna undir lok leikhlutans sem lauk með 13 stiga sigri Grindavíkur, 16-29. Gabrovsek hélt heimamönnum á floti með 11 af 16 stigum þeirra. Annar leikhluti var jafn framan af áður en Grindavík tók aftur yfir leikinn. Forskot Grindvíkinga sveiflaðist frá 11 til 17 stiga áður en Ólafur Ólafsson lokaði leikhlutanum með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna og gestirnir voru með sanngjarna 20 stiga forystu í hálfleik, 29-49. Það var allt annað lið Stjörnunnar sem mætti út í síðari hálfleik. Heimamenn voru betri á báðum endum vallarins og hófu síðari hálfleik á sex stiga áhlaupi. Stjarnan náði að stoppa Grindavík í sínum aðgerðum og á sama tíma koma með sterk áhlaup á gestina trekk í trekk og náðu að minnka muninn niður í 3 stig áður en þriðja leikhluta lauk, 59-62. Stjarnan hélt áfram að þjarma að Grindvíkingum í loka leikhlutanum. Hægt og bítandi minnkuðu þeir muninn og náðu að jafna leikinn með lokakörfu fjórða leikhluta. Var þar að verki Hlynur Bæringsson og staðan skyndilega orðinn jöfn, 76-76. Var það í fyrsta skipti sem leikurinn var jafn frá því í stöðunni 0-0. Grindavík gerði fyrstu stig framlengingar en með Robert Turner í fararbroddi þá tók Stjarnan forustu í fyrsta skipti í leiknum eftir rúmar 42 mínútur og litu ekki aftur til baka. Lokatölur, 91-87. Af hverju vann Stjarnan? Karakter. Eftir hræðilegan fyrri hálfleik þá þéttu heimamenn raðirnar í þeim síðari og sýndu mikinn karakter að gefast ekki upp og halda áfram að berjast fyrir hlutunum sem á endanum skilaði þeim sigri í framlengingu. Hverjir stóðu upp úr? Robert Turner var stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Turner var þó seinn í gang en fram að því var það David Gabrovsek sem kom af bekknum og hélt heimamönnum á lífi með mikilvægum körfum. Hlynur Bærings var þó framlagshæstur allra með 18 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingum sem skilaði honum 38 framlagspunktum. Kristinn Pálsson var besti leikmaður Grindavíkur með 20 stig og 5 fráköst. Hvað gerist næst? Grindavík fær tveggja vikna pásu vegna bikarkeppninnar áður en þeir leika næst gegn ÍR í deildinni. Stjarnan á hins vegar leik gegn Keflavík í undanúrslitum bikarsins á miðvikudaginn næsta. „Þeir sundurspiluðu okkur“ Arnar Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir leik.Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur eftir endurkomusigur sinna manna í kvöld. „Þetta var erfitt. Við litum ekki vel út í fyrri hálfleik þar sem varnarleikurinn var mjög slakur en við náðum að fínpússa hann aðeins í seinni,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Vísi. „Þeir gerðu líka vel, þeir sundurspiluðu okkur í fyrri hálfleik og fengu allt sem þeir vildu. Bæði vorum við lélegir varnarlega og þeir góðir sóknalega. Við þéttum svo aðeins sóknarleikinn á meðan þeir kannski klikkuðu meira, við fengum nokkra tapaða bolta frá þeim og náðum að hlaupa í bakið á þeim.“ Robert Turner byrjaði leikinn hægt og gerði aðeins sjö stig í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik tók hann við sér og bætti við 16 stigum ásamt því að gera 8 af 15 stigum heimamanna í framlengingunni. „Hann er endakall og hann gerði mjög vel að skora í restina. Hann hefur gert þetta oft áður fyrir okkur og við þökkum honum fyrir það.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Keflavík í undanúrslitum bikarkeppninnar sem verður leikin í Smáranum í þetta skipti vegna þess að Laugardalshöllinn er ónothæf. „Þetta er ógeðslega skemmtileg keppni en ég verð líka að koma með þetta klassíska, sem allir íþróttamenn eru að segja. Það er ömurlegt að vera ekki að spila þetta í Laugardalshöllinni og við viljum að ríkisvaldið geri eitthvað í því,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. Subway-deild karla Stjarnan UMF Grindavík
Stjarnan vann mikilvægan fjögurra stiga sigur gegn Grindvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 91-87. Grindvíkingar leiddu með tuttugu stigum í hálfleik, en Garðbæingar snéru taflinu við í síðari hálfleik og höfðu að lokum betur í framlengingu. Grindvíkingar byrjuðu leikin töluvert betur en gestirnir náðu 10 stiga forskoti, 2-12, eftir rúmar fjórar mínútur. Gestirnir bættu um betur í forskot sitt sem varð mest 18 stig í fyrsta leikhluta. Stjarnan náði aðeins að laga stöðuna undir lok leikhlutans sem lauk með 13 stiga sigri Grindavíkur, 16-29. Gabrovsek hélt heimamönnum á floti með 11 af 16 stigum þeirra. Annar leikhluti var jafn framan af áður en Grindavík tók aftur yfir leikinn. Forskot Grindvíkinga sveiflaðist frá 11 til 17 stiga áður en Ólafur Ólafsson lokaði leikhlutanum með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna og gestirnir voru með sanngjarna 20 stiga forystu í hálfleik, 29-49. Það var allt annað lið Stjörnunnar sem mætti út í síðari hálfleik. Heimamenn voru betri á báðum endum vallarins og hófu síðari hálfleik á sex stiga áhlaupi. Stjarnan náði að stoppa Grindavík í sínum aðgerðum og á sama tíma koma með sterk áhlaup á gestina trekk í trekk og náðu að minnka muninn niður í 3 stig áður en þriðja leikhluta lauk, 59-62. Stjarnan hélt áfram að þjarma að Grindvíkingum í loka leikhlutanum. Hægt og bítandi minnkuðu þeir muninn og náðu að jafna leikinn með lokakörfu fjórða leikhluta. Var þar að verki Hlynur Bæringsson og staðan skyndilega orðinn jöfn, 76-76. Var það í fyrsta skipti sem leikurinn var jafn frá því í stöðunni 0-0. Grindavík gerði fyrstu stig framlengingar en með Robert Turner í fararbroddi þá tók Stjarnan forustu í fyrsta skipti í leiknum eftir rúmar 42 mínútur og litu ekki aftur til baka. Lokatölur, 91-87. Af hverju vann Stjarnan? Karakter. Eftir hræðilegan fyrri hálfleik þá þéttu heimamenn raðirnar í þeim síðari og sýndu mikinn karakter að gefast ekki upp og halda áfram að berjast fyrir hlutunum sem á endanum skilaði þeim sigri í framlengingu. Hverjir stóðu upp úr? Robert Turner var stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Turner var þó seinn í gang en fram að því var það David Gabrovsek sem kom af bekknum og hélt heimamönnum á lífi með mikilvægum körfum. Hlynur Bærings var þó framlagshæstur allra með 18 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingum sem skilaði honum 38 framlagspunktum. Kristinn Pálsson var besti leikmaður Grindavíkur með 20 stig og 5 fráköst. Hvað gerist næst? Grindavík fær tveggja vikna pásu vegna bikarkeppninnar áður en þeir leika næst gegn ÍR í deildinni. Stjarnan á hins vegar leik gegn Keflavík í undanúrslitum bikarsins á miðvikudaginn næsta. „Þeir sundurspiluðu okkur“ Arnar Guðjónsson var eðlilega kampakátur eftir leik.Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur eftir endurkomusigur sinna manna í kvöld. „Þetta var erfitt. Við litum ekki vel út í fyrri hálfleik þar sem varnarleikurinn var mjög slakur en við náðum að fínpússa hann aðeins í seinni,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Vísi. „Þeir gerðu líka vel, þeir sundurspiluðu okkur í fyrri hálfleik og fengu allt sem þeir vildu. Bæði vorum við lélegir varnarlega og þeir góðir sóknalega. Við þéttum svo aðeins sóknarleikinn á meðan þeir kannski klikkuðu meira, við fengum nokkra tapaða bolta frá þeim og náðum að hlaupa í bakið á þeim.“ Robert Turner byrjaði leikinn hægt og gerði aðeins sjö stig í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik tók hann við sér og bætti við 16 stigum ásamt því að gera 8 af 15 stigum heimamanna í framlengingunni. „Hann er endakall og hann gerði mjög vel að skora í restina. Hann hefur gert þetta oft áður fyrir okkur og við þökkum honum fyrir það.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Keflavík í undanúrslitum bikarkeppninnar sem verður leikin í Smáranum í þetta skipti vegna þess að Laugardalshöllinn er ónothæf. „Þetta er ógeðslega skemmtileg keppni en ég verð líka að koma með þetta klassíska, sem allir íþróttamenn eru að segja. Það er ömurlegt að vera ekki að spila þetta í Laugardalshöllinni og við viljum að ríkisvaldið geri eitthvað í því,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.