Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2022 23:31 Frá Moskvu í dag. Rúblan hrapaði í verðgildi í dag. Pavel Pavlov/Anadolu Agency via Getty Images) Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. Fréttamenn BBC ræddu við almenna rússneska borgara í dag í Moskvu, höfuðborg Rússlands. „Ef ég gæti yfirgefið Rússland núna myndi ég gera það. En ég get það ekki vegna vinnunnar,“ hefur BBC eftir hinum 31 árs gamla Andrey sem starfar sem iðnhönnuður. Þar kemur fram að eftir að stýrivextir voru hækkaðir í tuttugu prósentustig hafi hann ekki lengur efni á að greiða afborganir af húsnæðisláni. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti úr 9,5 prósentustigum í tuttugu prósentustig til að stemma stigu við gengisfalli rússnesku rúblunnar sem hefur hríðfallið vegna efnahagsaðgerða gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Ég ætla að reyna að finna mér nýja viðskiptavini erlendis sem fyrst og flytja frá Rússlandi með peningana sem voru eyrnamerktir fyrstu afborguninni,“ hefur BBC eftir Andrey. Vestræn ríki hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að refsa Rússum fyrir innrásina. Eigur rússneskra banka hafa verið frystar svo dæmi séu tekin. Skrúfað fyrir Apple Pay og Google Pay Aðgerðirnar hafa gert það að verkum að kreditkort frá Visa og Mastercard frá sumum rússneskum bönkum eru óvirk, sömuleiðis greiðsluleiðir á borð við Apple Pay og Google Pay. Þannig gat Dario, 35 ára verkefnastjóri í Moskvu, ekki notað neðanjarðarlestakerfið borgarinnar í morgun. „Ég greiði alltaf með símanum en það virkaði ekki. Það voru fleiri sem glímdu við sama vandamál. Það kom í ljós að VTB-bankinn er einn af þeim sem aðgerðirnar beinast gegn og því virkar Apple Pay og Google Pay ekki,“ hefur BBC eftir Dario. Seðlabankinn Rússlands biðlaði til rússneskra borgara að halda ró sinni í von um að ekki yrðu gerð áhlaup á rússneska banka, það er þegar viðskiptavinir reyna sem flestir að taka út innlán sín hjá bönkunum. Fylgst er með nýjustu vendingum í Úkraínu í Vaktinni í fréttinni hér að neðan. „Það eru engir dollarar, engar rúblur, ekkert. Eða jú, það eru rúblur en ég hef engan áhuga á þeim,“ hefur BBC eftir hinum tvítuga Anton sem var í biðröð við hraðbanka þegar fréttamenn BBC ræddu við hann. „Ég veit ekki hvað gerist næst. Ég er hræddur um að við séum að breytast í Norður-Kóreu eða Íran.“ Það kostar um helmingi meira að kaupa erlendan gjaldeyri í Rússlandi í dag en í síðustu viku. Í byrjun árs fengust 75 rúblur fyrir einn dollara, 80 rúblur fyrir eina evru. Í dag var staðan þannig að einn dollari var ígildi 113 rúblna og ein evra ígildi 127 rúblna. Búið er að setja takmörk á það hversu mikið einstaklingar geta tekið út úr bönkum í formi rúblna og mjög lítið er til í bönkum af dollurum og evrum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fréttamenn BBC ræddu við almenna rússneska borgara í dag í Moskvu, höfuðborg Rússlands. „Ef ég gæti yfirgefið Rússland núna myndi ég gera það. En ég get það ekki vegna vinnunnar,“ hefur BBC eftir hinum 31 árs gamla Andrey sem starfar sem iðnhönnuður. Þar kemur fram að eftir að stýrivextir voru hækkaðir í tuttugu prósentustig hafi hann ekki lengur efni á að greiða afborganir af húsnæðisláni. Seðlabanki Rússlands hækkaði stýrivexti úr 9,5 prósentustigum í tuttugu prósentustig til að stemma stigu við gengisfalli rússnesku rúblunnar sem hefur hríðfallið vegna efnahagsaðgerða gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Ég ætla að reyna að finna mér nýja viðskiptavini erlendis sem fyrst og flytja frá Rússlandi með peningana sem voru eyrnamerktir fyrstu afborguninni,“ hefur BBC eftir Andrey. Vestræn ríki hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að refsa Rússum fyrir innrásina. Eigur rússneskra banka hafa verið frystar svo dæmi séu tekin. Skrúfað fyrir Apple Pay og Google Pay Aðgerðirnar hafa gert það að verkum að kreditkort frá Visa og Mastercard frá sumum rússneskum bönkum eru óvirk, sömuleiðis greiðsluleiðir á borð við Apple Pay og Google Pay. Þannig gat Dario, 35 ára verkefnastjóri í Moskvu, ekki notað neðanjarðarlestakerfið borgarinnar í morgun. „Ég greiði alltaf með símanum en það virkaði ekki. Það voru fleiri sem glímdu við sama vandamál. Það kom í ljós að VTB-bankinn er einn af þeim sem aðgerðirnar beinast gegn og því virkar Apple Pay og Google Pay ekki,“ hefur BBC eftir Dario. Seðlabankinn Rússlands biðlaði til rússneskra borgara að halda ró sinni í von um að ekki yrðu gerð áhlaup á rússneska banka, það er þegar viðskiptavinir reyna sem flestir að taka út innlán sín hjá bönkunum. Fylgst er með nýjustu vendingum í Úkraínu í Vaktinni í fréttinni hér að neðan. „Það eru engir dollarar, engar rúblur, ekkert. Eða jú, það eru rúblur en ég hef engan áhuga á þeim,“ hefur BBC eftir hinum tvítuga Anton sem var í biðröð við hraðbanka þegar fréttamenn BBC ræddu við hann. „Ég veit ekki hvað gerist næst. Ég er hræddur um að við séum að breytast í Norður-Kóreu eða Íran.“ Það kostar um helmingi meira að kaupa erlendan gjaldeyri í Rússlandi í dag en í síðustu viku. Í byrjun árs fengust 75 rúblur fyrir einn dollara, 80 rúblur fyrir eina evru. Í dag var staðan þannig að einn dollari var ígildi 113 rúblna og ein evra ígildi 127 rúblna. Búið er að setja takmörk á það hversu mikið einstaklingar geta tekið út úr bönkum í formi rúblna og mjög lítið er til í bönkum af dollurum og evrum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27
Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu. 25. febrúar 2022 17:24