Samdi tónlist fyrir Netflix seríuna Vikings: Valhalla: „Maður verður ótrúlega meyr að heyra tónlistina sína í svona mögnuðum þáttum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 21:07 Íslenska tónlistarkonan Karlotta Skagfield samdi tónlist fyrir glænýju Netflix seríuna Vikings: Valhalla. Arnór Trausti/Aðsend Íslenska tónlistarkonan Karlotta Skagfield er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hún á meðal annars nokkur lög í nýju Netflix seríunni Vikings: Valhalla. Karlotta segir bransann vera virkilega krefjandi heim, sérstaklega fyrir konur og það þurfi að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri. Þó sé það, blessunarlega, hægt og rólega að breytast í rétta átt. Blaðamaður tók púlsinn á þessari kraftmiklu ungu konu og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum hennar. View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Mikil næmni fyrir tíðni hljóða „Áhuginn fyrir tónlist hefur í raun alltaf verið til staðar hjá mér og sérstaklega kvikmyndatónlist. Ég ólst upp við ömmu mína Eddu Skagfield syngja, sem að fyrir mína tíð söng mikið með Hauki Morthens og langafi minn Sigurður Skagfield var óperusöngvari, þannig tónlist hefur verið ríkjandi í fjölskyldunni,“ segir Karlotta. Samband hennar við tónlist átti svo eftir að þróast mikið og breytast með árunum. „Ég hef alltaf verið afskaplega næm fyrir tíðni hljóða og þegar ég var yngri þá olli það mér miklum erfiðleikum. Ég skildi lítið í því af hverju ákveðin hljóð létu mér líða líkamlega illa. Þegar ég varð eldri og fór að spila í hljómsveitum og svona þá fór ég að rannsaka þetta frekar og byrjaði á að taka upp allskonar hljóð, mixa þau saman og gera þau aðeins bærilegri fyrir mig og þar byrjaði áhuginn minn á hljóðhönnun sem ég vinn við líka í dag.“ View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Söng í jarðarför föður síns Karlotta tók svo ákvörðun um að færa sig yfir í óperuna og fór að læra klassískan söng við Söngskólann í Reykjavík. Hún ætlaði sér í inn í óperu heiminn en varð fyrir miklu áfalli í upphafi námsins. „Á sama tíma og ég byrjaði þar þá lést pabbi minn skyndilega og ákvað ég að syngja í jarðarförinni hans. Ég gaf allt sem ég átti í það en þar að leiðandi gat ég ekki sungið almennilega í langan tíma eftir þann atburð, þannig að það hafði mikil áhrif á skólagönguna mína í söngskólanum næstu fjögur árin.“ Út frá því fór Karlotta að einbeita sér að öðrum hliðum tónlistarheimsins. „Þá fór ég aftur í það að semja tónlist og taka upp hljóð. Ég fann að ég þurfti að fara út í nám og læra það frekar, þannig ég flutti til London og fór í þriggja ára framhaldsnám í tónlist. Eftir fyrsta árið mitt þar byrjaði ég að vinna fyrir tónskáldið CJ Mirra og fékk mín fyrstu verkefni við kvikmyndir og heimildarmyndir í gegnum hann. Hann var minn mentor á þessum árum.“ Tónlistin breytti lífinu á fallegan hátt Karlotta segir lífið hafa þróast á magnaðan hátt eftir að hún fór að vinna af fullum krafti í tónlistinni. „Lífið hefur breyst svakalega en allt á svo ótrúlega fallegan hátt og ég er svo þakklát fyrir að geta unnið við það sem ég elska. Ég er með stúdíó í Danmörku eins og er en svo ferðast ég til London eða Íslands þegar ég þarf fyrir verkefni. Ég er nýbúin að halda sýningu í London sem hét 'KS1 Exhibition' þar sem ég sýndi verkin mín ásamt því að búa til sérstök NTFs (Non-fungible token) sem að gestirnir fengu gefins.“ Þessi NTFs veita gestum frían aðgang að næstu sýningum og komandi efni frá Karlottu. View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Þrátt fyrir að vinna við ástríðu sína segir Karlotta að bransinn geti verið erfiður. „Þetta er auðvitað virkilega krefjandi heimur og sérstaklega sem kona í bransanum, þá post-production bransanum, þarf maður að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri, fá hlustun og margt er að varast. En sem betur fer er landslagið að breytast og það er að verða auðveldara fyrir konur að stíga inn í þennan geira.“ View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Með tónlist í Netflix seríu Tónlistarbransinn snýst mikið um tengslanet og að koma sér á framfæri en Karlotta hefur náð gríðarlegum árangri á sínu sviði. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Yi4YnwFT7Gk">watch on YouTube</a> „Þetta var ótrúlega mikið network. Vinur minn Egill Ásdísarson kom mér í samband við Karl Örvarsson sem að þekkir Trevor Morris tónskáldið fyrir Vikings og er einnig með tónlist í þáttunum,“ segir Karlotta aðspurð um hvernig tónlistarverkefnið fyrir Vikings: Valhalla hafi komið til. „Hann var alveg viss um að Trevor yrði hrifinn af tónlistinni minni sem hann var. Trevor bað mig þá um að semja nokkur verk og syngja fyrir hann sem að enduðu í þáttunum. Sem er þvílíkur heiður að fá að gera. Sérstaklega í þætti númer sex, þar er ástarsena þar sem að tónlistin mín og söngur fær að njóta sín virkilega vel. Maður verður ótrúlega meir að heyra tónlistina sína í svona mögnuðum þáttum. Ég hef verið að semja fyrir kvikmyndir áður og það var einmitt bresk mynd sem ég samdi og söng fyrir nýlega að koma út núna á Amazon prime en hún heitir A Banquet. En þetta er fyrsta Netflix serían sem ég sem fyrir.“ Mörg spennandi verkefni á döfinni Karlotta hefur einnig unnið að íslenskum verkefnum og var að hefja samstarf með nýja snjallsímaforritinu OverTune. „Ég kynntist Sigga, stofnanda og eiganda OverTune, bara síðasta sumar og við höfum verið að vinna aðeins saman að öðrum verkefnum. Það leiddi síðan út í það að ég samdi tónlist fyrir OverTune. Ég er virkilega spennt fyrir því samstarfi og hlakka til að sjá hvernig það þróast. Það er ótrúlega hæfileikaríkt fólk sem að stendur á bak við OverTune og það mun án efa ná langt, þetta er bara rétt að byrja. Ég mæli með að allir nái sér í appið þegar það kemur út fimmta mars og búi til skemmtilegt content!“ View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Það er nóg að gera hjá Karlottu í bransanum en hún slær ekki slöku við og heldur ótrauð áfram í spennandi verkefnum. „Það sem er næst á döfinni hjá mér er önnur kvikmynd og síðan er ég að búa til tónlist fyrir tvo nýja tölvuleiki fyrir leikjafyrirtæki í Svíþjóð og hitt í London. Get því miður ekki sagt nöfnin á þeim strax en þetta er það er næst á dagskrá ásamt því að skipuleggja næstu sýningu, þá KS2 Exhibition.“ View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Tónlist Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Mikil næmni fyrir tíðni hljóða „Áhuginn fyrir tónlist hefur í raun alltaf verið til staðar hjá mér og sérstaklega kvikmyndatónlist. Ég ólst upp við ömmu mína Eddu Skagfield syngja, sem að fyrir mína tíð söng mikið með Hauki Morthens og langafi minn Sigurður Skagfield var óperusöngvari, þannig tónlist hefur verið ríkjandi í fjölskyldunni,“ segir Karlotta. Samband hennar við tónlist átti svo eftir að þróast mikið og breytast með árunum. „Ég hef alltaf verið afskaplega næm fyrir tíðni hljóða og þegar ég var yngri þá olli það mér miklum erfiðleikum. Ég skildi lítið í því af hverju ákveðin hljóð létu mér líða líkamlega illa. Þegar ég varð eldri og fór að spila í hljómsveitum og svona þá fór ég að rannsaka þetta frekar og byrjaði á að taka upp allskonar hljóð, mixa þau saman og gera þau aðeins bærilegri fyrir mig og þar byrjaði áhuginn minn á hljóðhönnun sem ég vinn við líka í dag.“ View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Söng í jarðarför föður síns Karlotta tók svo ákvörðun um að færa sig yfir í óperuna og fór að læra klassískan söng við Söngskólann í Reykjavík. Hún ætlaði sér í inn í óperu heiminn en varð fyrir miklu áfalli í upphafi námsins. „Á sama tíma og ég byrjaði þar þá lést pabbi minn skyndilega og ákvað ég að syngja í jarðarförinni hans. Ég gaf allt sem ég átti í það en þar að leiðandi gat ég ekki sungið almennilega í langan tíma eftir þann atburð, þannig að það hafði mikil áhrif á skólagönguna mína í söngskólanum næstu fjögur árin.“ Út frá því fór Karlotta að einbeita sér að öðrum hliðum tónlistarheimsins. „Þá fór ég aftur í það að semja tónlist og taka upp hljóð. Ég fann að ég þurfti að fara út í nám og læra það frekar, þannig ég flutti til London og fór í þriggja ára framhaldsnám í tónlist. Eftir fyrsta árið mitt þar byrjaði ég að vinna fyrir tónskáldið CJ Mirra og fékk mín fyrstu verkefni við kvikmyndir og heimildarmyndir í gegnum hann. Hann var minn mentor á þessum árum.“ Tónlistin breytti lífinu á fallegan hátt Karlotta segir lífið hafa þróast á magnaðan hátt eftir að hún fór að vinna af fullum krafti í tónlistinni. „Lífið hefur breyst svakalega en allt á svo ótrúlega fallegan hátt og ég er svo þakklát fyrir að geta unnið við það sem ég elska. Ég er með stúdíó í Danmörku eins og er en svo ferðast ég til London eða Íslands þegar ég þarf fyrir verkefni. Ég er nýbúin að halda sýningu í London sem hét 'KS1 Exhibition' þar sem ég sýndi verkin mín ásamt því að búa til sérstök NTFs (Non-fungible token) sem að gestirnir fengu gefins.“ Þessi NTFs veita gestum frían aðgang að næstu sýningum og komandi efni frá Karlottu. View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Þrátt fyrir að vinna við ástríðu sína segir Karlotta að bransinn geti verið erfiður. „Þetta er auðvitað virkilega krefjandi heimur og sérstaklega sem kona í bransanum, þá post-production bransanum, þarf maður að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri, fá hlustun og margt er að varast. En sem betur fer er landslagið að breytast og það er að verða auðveldara fyrir konur að stíga inn í þennan geira.“ View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Með tónlist í Netflix seríu Tónlistarbransinn snýst mikið um tengslanet og að koma sér á framfæri en Karlotta hefur náð gríðarlegum árangri á sínu sviði. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Yi4YnwFT7Gk">watch on YouTube</a> „Þetta var ótrúlega mikið network. Vinur minn Egill Ásdísarson kom mér í samband við Karl Örvarsson sem að þekkir Trevor Morris tónskáldið fyrir Vikings og er einnig með tónlist í þáttunum,“ segir Karlotta aðspurð um hvernig tónlistarverkefnið fyrir Vikings: Valhalla hafi komið til. „Hann var alveg viss um að Trevor yrði hrifinn af tónlistinni minni sem hann var. Trevor bað mig þá um að semja nokkur verk og syngja fyrir hann sem að enduðu í þáttunum. Sem er þvílíkur heiður að fá að gera. Sérstaklega í þætti númer sex, þar er ástarsena þar sem að tónlistin mín og söngur fær að njóta sín virkilega vel. Maður verður ótrúlega meir að heyra tónlistina sína í svona mögnuðum þáttum. Ég hef verið að semja fyrir kvikmyndir áður og það var einmitt bresk mynd sem ég samdi og söng fyrir nýlega að koma út núna á Amazon prime en hún heitir A Banquet. En þetta er fyrsta Netflix serían sem ég sem fyrir.“ Mörg spennandi verkefni á döfinni Karlotta hefur einnig unnið að íslenskum verkefnum og var að hefja samstarf með nýja snjallsímaforritinu OverTune. „Ég kynntist Sigga, stofnanda og eiganda OverTune, bara síðasta sumar og við höfum verið að vinna aðeins saman að öðrum verkefnum. Það leiddi síðan út í það að ég samdi tónlist fyrir OverTune. Ég er virkilega spennt fyrir því samstarfi og hlakka til að sjá hvernig það þróast. Það er ótrúlega hæfileikaríkt fólk sem að stendur á bak við OverTune og það mun án efa ná langt, þetta er bara rétt að byrja. Ég mæli með að allir nái sér í appið þegar það kemur út fimmta mars og búi til skemmtilegt content!“ View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield) Það er nóg að gera hjá Karlottu í bransanum en hún slær ekki slöku við og heldur ótrauð áfram í spennandi verkefnum. „Það sem er næst á döfinni hjá mér er önnur kvikmynd og síðan er ég að búa til tónlist fyrir tvo nýja tölvuleiki fyrir leikjafyrirtæki í Svíþjóð og hitt í London. Get því miður ekki sagt nöfnin á þeim strax en þetta er það er næst á dagskrá ásamt því að skipuleggja næstu sýningu, þá KS2 Exhibition.“ View this post on Instagram A post shared by Karlotta Skagfield (@karlottaskagfield)
Tónlist Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira