Haukur Helgi: „Skandall að þetta sé staðan“ Atli Arason skrifar 24. febrúar 2022 08:01 Haukur Helgi Pálsson í leik á móti Portúgal í Laugardalshöllinni. Vísir/Bára Dröfn Haukur Helgi Pálsson mun að öllum líkindum snúa aftur í landsliðið í kvöld þegar Ísland tekur á móti Ítalíu í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið í körfubolta 2023. Leikurinn í kvöld verður leikinn á undanþágu í Ólafssal en Laugardalshöllin er ekki leikfær vegna vatnsskemmda. Verður þetta þá í fyrsta skipti á ferlinum sem Haukur spilar körfubolta í Ólafssal en salurinn var vígður í apríl 2018. „Það verður gott að spila aftur á heimavelli. Það var algjörlega fáránlegt að þurfa að spila báða leikina á útivelli síðast. Ekki misskilja, Ólafssalur er frábær völlur og ekkert hægt að setja út á hann en það þarf að koma einhver almennilegur þjóðarleikvangur á næstunni. Hvort sem Laugardalshöll verður gerð upp eða það komi ný höll eða eitthvað annað. Við verðum að eiga okkar heimavöll og það er eiginlega bara skandall að þetta sé staðan,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi, aðspurður út í aðstöðuleysi landsliðsins. Ef Haukur tekur þátt í kvöld, verður þetta þá í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hann spilar í bláu en hann hefur ekki leikið landsleik síðan í febrúar 2019. Síðast þegar Haukur lék landsleik voru bæði Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson í hópnum en síðan þá hefur verið mikil endurnýjun. „Það er orðið svo langt síðan ég spilaði landsleik að ég man varla hvaða treyju númer ég er með,“ svaraði Haukur hlægjandi. „Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa leikið færri landsleiki en það hafa allir leikið alvöru landsleiki. Nú hef ég ekki spilað með liðinu í einhver þrjú ár en ég er samt búinn að fylgjast vel með þeim og þeir eru búnir að vera mjög góðir. Þeir hafa komið okkur í þessa stöðu að við getum hækkað okkur upp í styrkleikaflokki. Ég er mjög spenntur að spila með þessum strákum og ég held að framtíðin sé björt.“ Haukur hefur fulla trú á íslenska liðinu í kvöld og telur að liðið geti náð í úrslit gegn þessu sterka liði Ítala. „Við ætlum að mæta þeim og vinna þennan leik. Við spiluðum á móti þeim þegar þeir voru með sitt sterkasta lið á Eurobasket 2015 og við vorum með þann leik í höndunum áður en við misstum hann í restina. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta lið.“ Leikurinn er rúmum sólarhring áður en öllum sóttvarnartakmörkum verður aflétt en Haukur vonast til að sjá sem flesta i Ólafssal og að íslenska liðið geti nýtt heimavöllinn sér í hag. „Þeir eru með flott lið en við erum í bullandi séns að geta tekið þá hérna heima ef stemningin er góð og við fáum áhorfendur til að mæta og vera með okkur í liði,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. HM 2023 í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Leikurinn í kvöld verður leikinn á undanþágu í Ólafssal en Laugardalshöllin er ekki leikfær vegna vatnsskemmda. Verður þetta þá í fyrsta skipti á ferlinum sem Haukur spilar körfubolta í Ólafssal en salurinn var vígður í apríl 2018. „Það verður gott að spila aftur á heimavelli. Það var algjörlega fáránlegt að þurfa að spila báða leikina á útivelli síðast. Ekki misskilja, Ólafssalur er frábær völlur og ekkert hægt að setja út á hann en það þarf að koma einhver almennilegur þjóðarleikvangur á næstunni. Hvort sem Laugardalshöll verður gerð upp eða það komi ný höll eða eitthvað annað. Við verðum að eiga okkar heimavöll og það er eiginlega bara skandall að þetta sé staðan,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi, aðspurður út í aðstöðuleysi landsliðsins. Ef Haukur tekur þátt í kvöld, verður þetta þá í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hann spilar í bláu en hann hefur ekki leikið landsleik síðan í febrúar 2019. Síðast þegar Haukur lék landsleik voru bæði Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson í hópnum en síðan þá hefur verið mikil endurnýjun. „Það er orðið svo langt síðan ég spilaði landsleik að ég man varla hvaða treyju númer ég er með,“ svaraði Haukur hlægjandi. „Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa leikið færri landsleiki en það hafa allir leikið alvöru landsleiki. Nú hef ég ekki spilað með liðinu í einhver þrjú ár en ég er samt búinn að fylgjast vel með þeim og þeir eru búnir að vera mjög góðir. Þeir hafa komið okkur í þessa stöðu að við getum hækkað okkur upp í styrkleikaflokki. Ég er mjög spenntur að spila með þessum strákum og ég held að framtíðin sé björt.“ Haukur hefur fulla trú á íslenska liðinu í kvöld og telur að liðið geti náð í úrslit gegn þessu sterka liði Ítala. „Við ætlum að mæta þeim og vinna þennan leik. Við spiluðum á móti þeim þegar þeir voru með sitt sterkasta lið á Eurobasket 2015 og við vorum með þann leik í höndunum áður en við misstum hann í restina. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta lið.“ Leikurinn er rúmum sólarhring áður en öllum sóttvarnartakmörkum verður aflétt en Haukur vonast til að sjá sem flesta i Ólafssal og að íslenska liðið geti nýtt heimavöllinn sér í hag. „Þeir eru með flott lið en við erum í bullandi séns að geta tekið þá hérna heima ef stemningin er góð og við fáum áhorfendur til að mæta og vera með okkur í liði,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
HM 2023 í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira