Leikskóli sem virkar fyrir alla Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:00 Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og rólegt umhverfi til að ná að sinna börnunum vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað vel hefur gengið að undanförnu að manna lausar stöður við leikskólana okkar í Hafnarfirði. Það hefur haft líklegast haft jákvæð áhrif að í síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt auka fjárveiting til starfsfólks leikskóla og fastur tímafjöldi yfirvinnu hækkaður hjá öllum. Það þýðir hærri útborguð laun eins og starfsmenn hafa kallað eftir. Nú hefur einnig verið samþykkt að auglýsa eftir starfsfólki til að taka að sér tímabundar afleysingar þegar upp koma lang- eða skammtíma veikindi. Það getur orðið mikið álag á starfsfólki sem er inn á deildum þegar þær eru ekki fullmannaðar. Rýmisáætlun leikskóla hefur einnig verið endurskoðuð og eru því ekki eins mörg börn í hverju rými – sem skapar rólegra og betra umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar Foreldrar – hafa þörf fyrir fyrirsjáanleika í þjónustunni og að hún virki þannig að þau geti sinnt vinnu sinni og að börnum þeirra líði vel. Þeir vilja að börnin hafi öruggt, hvetjandi umhverfi sem hlúi að tilfinningum þeirra og efli þroska. Foreldar þurfa að geta skipulagt daglegt líf sitt eftir að fæðingarorlofi lýkur og því þurfa upplýsingar um innritun barna að liggja fyrir snemma þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig. Það hefur verið tekin ákvörðun um það að fjölga leikskólarýmum í Hafnarfirði frá og með næsta hausti og þannig verður hægt að taka við mun yngri börnum. Í Hafnarfirði er komið til móts við foreldra með því að stilla leikskólagjöldum í hóf. Þau hafa ekki verið hækkuð í átta ár og systkinaafslættir hafa verið auknir á undanförnum fjórum árum. Það kemur sér vel fyrir fjölskyldur með mörg börn. Foreldrar vilja geta tekið sumarfrí með börnum sínum og var boðið upp á það á síðasta ári að hafa opið allt sumarið í leikskólum bæjarins. Þá kom í ljós að þörf var fyrir þessa þjónustu þótt síðustu tvær vikurnar í júlí væru lítið nýttar. Í kjölfarið var gerð könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna og niðurstaða hennar var að báðir hópar vildu hafa lokað þessar síðustu tvær vikur í júlí. Það fyrirkomulag býður upp á meira sveigjanleika þar sem hægt er að taka hinar tvær vikurnar í frí fyrir eða eftir þessar tvær vikur eða taka þær samfelldar á öðru tímabili. Foreldrar sem ákveða að hafa börn sín í samfelldu fjögurra vikna fríi á öðrum tíma þurfa ekki að borga skólagjöld þegar leikskólarnir eru lokaðir. Börnin Börn – Þau hafa þörf fyrir rútínu, röð og reglu. Þau þurfa tengsl, örvun og hlýju og að fá tækifæri til að tengjast starfsfólkinu. Þau þurfa líka ánægt starfsfólk sem líður vel í vinnunni. Nauðsynlegt er að skapa þeim gott umhverfi og hefur húsnæði og skólalóðum verið vel við haldið síðastliðin ár. Þau þurfa fleiri leikskólakennara til að leiða faglegt starf og við höfum unnið að því að fjölga þeim með námssamningum, enda eru leikskólar fyrsta skólastigið. Börn þurfa öruggt, rólegt og gott umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik. Samráð Það var stofnaður starfshópur um eflingu leikskólastigsins í Hafnarfirði í desember sl. og markmið hópsins er meðal annars að finna lausnir svo að ,,vinnuumhverfi starfsfólks og barna sé eins og best verður á kosið og að gera leikskólastarfið í Hafnarfirði sem eftirsóknarverðast.“ Starfshópinn skipa fulltrúar foreldra, leikskólakennara, ófaglærðs starfsfólks, leikskólastjóra, þróunarfulltrúi leikskóla auk pólitískra fulltrúa. Starfshópurinn er góður vettvangur til að ræða lausnir og setja hugmyndir strax í framkvæmd til að bæta leikskólana. Börnin eru eini hópurinn sem hefur ekki sinn beina fulltrúa en segja má að allir í hópnum séu fulltrúar barnanna því öll viljum við gera vel fyrir börnin. Sem foreldri barna á leikskóla hef ég beina innsýn í þessar þarfir leikskólasamfélagsins. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi sinn fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ákvarðanir og stefna er gerð um þessa mikilvægu starfsemi, leikskólana okkar. Mig langar að vinna áfram að því að sameina þarfir og sjónarmið þessara hópa sem koma þar að. Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði, varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig? Starfsfólk Starfsfólk – hefur þörf fyrir hærri laun, betri starfsaðstæður og rólegt umhverfi til að ná að sinna börnunum vel. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað vel hefur gengið að undanförnu að manna lausar stöður við leikskólana okkar í Hafnarfirði. Það hefur haft líklegast haft jákvæð áhrif að í síðustu fjárhagsáætlun var samþykkt auka fjárveiting til starfsfólks leikskóla og fastur tímafjöldi yfirvinnu hækkaður hjá öllum. Það þýðir hærri útborguð laun eins og starfsmenn hafa kallað eftir. Nú hefur einnig verið samþykkt að auglýsa eftir starfsfólki til að taka að sér tímabundar afleysingar þegar upp koma lang- eða skammtíma veikindi. Það getur orðið mikið álag á starfsfólki sem er inn á deildum þegar þær eru ekki fullmannaðar. Rýmisáætlun leikskóla hefur einnig verið endurskoðuð og eru því ekki eins mörg börn í hverju rými – sem skapar rólegra og betra umhverfi fyrir nemendur og starfsmenn. Foreldrar Foreldrar – hafa þörf fyrir fyrirsjáanleika í þjónustunni og að hún virki þannig að þau geti sinnt vinnu sinni og að börnum þeirra líði vel. Þeir vilja að börnin hafi öruggt, hvetjandi umhverfi sem hlúi að tilfinningum þeirra og efli þroska. Foreldar þurfa að geta skipulagt daglegt líf sitt eftir að fæðingarorlofi lýkur og því þurfa upplýsingar um innritun barna að liggja fyrir snemma þannig að fjölskyldur geti skipulagt sig. Það hefur verið tekin ákvörðun um það að fjölga leikskólarýmum í Hafnarfirði frá og með næsta hausti og þannig verður hægt að taka við mun yngri börnum. Í Hafnarfirði er komið til móts við foreldra með því að stilla leikskólagjöldum í hóf. Þau hafa ekki verið hækkuð í átta ár og systkinaafslættir hafa verið auknir á undanförnum fjórum árum. Það kemur sér vel fyrir fjölskyldur með mörg börn. Foreldrar vilja geta tekið sumarfrí með börnum sínum og var boðið upp á það á síðasta ári að hafa opið allt sumarið í leikskólum bæjarins. Þá kom í ljós að þörf var fyrir þessa þjónustu þótt síðustu tvær vikurnar í júlí væru lítið nýttar. Í kjölfarið var gerð könnun meðal foreldra og starfsfólks leikskólanna og niðurstaða hennar var að báðir hópar vildu hafa lokað þessar síðustu tvær vikur í júlí. Það fyrirkomulag býður upp á meira sveigjanleika þar sem hægt er að taka hinar tvær vikurnar í frí fyrir eða eftir þessar tvær vikur eða taka þær samfelldar á öðru tímabili. Foreldrar sem ákveða að hafa börn sín í samfelldu fjögurra vikna fríi á öðrum tíma þurfa ekki að borga skólagjöld þegar leikskólarnir eru lokaðir. Börnin Börn – Þau hafa þörf fyrir rútínu, röð og reglu. Þau þurfa tengsl, örvun og hlýju og að fá tækifæri til að tengjast starfsfólkinu. Þau þurfa líka ánægt starfsfólk sem líður vel í vinnunni. Nauðsynlegt er að skapa þeim gott umhverfi og hefur húsnæði og skólalóðum verið vel við haldið síðastliðin ár. Þau þurfa fleiri leikskólakennara til að leiða faglegt starf og við höfum unnið að því að fjölga þeim með námssamningum, enda eru leikskólar fyrsta skólastigið. Börn þurfa öruggt, rólegt og gott umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik. Samráð Það var stofnaður starfshópur um eflingu leikskólastigsins í Hafnarfirði í desember sl. og markmið hópsins er meðal annars að finna lausnir svo að ,,vinnuumhverfi starfsfólks og barna sé eins og best verður á kosið og að gera leikskólastarfið í Hafnarfirði sem eftirsóknarverðast.“ Starfshópinn skipa fulltrúar foreldra, leikskólakennara, ófaglærðs starfsfólks, leikskólastjóra, þróunarfulltrúi leikskóla auk pólitískra fulltrúa. Starfshópurinn er góður vettvangur til að ræða lausnir og setja hugmyndir strax í framkvæmd til að bæta leikskólana. Börnin eru eini hópurinn sem hefur ekki sinn beina fulltrúa en segja má að allir í hópnum séu fulltrúar barnanna því öll viljum við gera vel fyrir börnin. Sem foreldri barna á leikskóla hef ég beina innsýn í þessar þarfir leikskólasamfélagsins. Það er nauðsynlegt að foreldrar hafi sinn fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ákvarðanir og stefna er gerð um þessa mikilvægu starfsemi, leikskólana okkar. Mig langar að vinna áfram að því að sameina þarfir og sjónarmið þessara hópa sem koma þar að. Höfundur er fulltrúi í fræðsluráði, varabæjarfulltrúi og frambjóðandi í 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun