NFL-goðsögn tók hringinn af eiginkonunni í flugvél og var handtekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 09:01 Adrian Peterson og Ashley Brown sjást hér saman í Super Bowl partý um helgina en rifidi þeirra á heimleiðinni til Houston endaði illa. Getty/Rodin Eckenroth NFL-hlauparinn Adrian Peterson kom sér í fréttirnar á Super Bowl helginni þegar hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi um borð í flugvél á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Hann verður hins vegar ekki ákærður. Saksóknarinn í Los Angeles sýslu ákvað að kæra ekki Peterson en hann gæti þó enn verið ákærður fyrir lítilfjörlegt afbrot fyrir heimilisofbeldi. Adrian Peterson on his arrest: I had a disagreement with my wife, but I don't hit women. https://t.co/1cBbpnIGgp— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) February 14, 2022 Lögreglan var kölluð til í kringum 8.30 á sunnudagsmorgunn vegna mögulegt heimilisofbeldis í flugvél á leiðinni til Houston. Þar var í gangi mikið ósætti á milli karls og konu. Hinn 36 ára gamli Peterson var handtekinn en Ashley eiginkona hans flaug síðan með vélinni til Houston. Hún hefur komið honum til varnar í málinu. Adrian Peterson's wife is defending the NFL star in the wake of his domestic violence arrest ... saying "at no point" did he "hit or strike me." https://t.co/Ya95xgC9QE— TMZ (@TMZ) February 15, 2022 Adrian Peterson sagði sína hlið á málinu í viðtali við Fox 26 sjónvarpsstöðina í Houston. „Við rifumst í flugvélinni en það náði ekkert lengra en það. Ég endaði á því að grípa í hendina hennar og taka hringinn af henni,“ sagði Adrian Peterson. Hann sagðist hafa verið handtekinn af því að hringurinn skildi eftir skrámu á fingri eiginkonunnar. „Það var ágreiningur á milli okkar. Ég þekki fyrirsagnirnar um heimilisofbeldi. Fólk heldur að ég hafi barið hana. Það var ekkert slíkt í gangi,“ sagði Peterson. .@AdrianPeterson put together one of the greatest offensive seasons we've ever seen during his 2012 OPOY campaign. Who takes home the award this year? (by @surface) : #NFLHonors -- Thursday 9pm ET on ABC & NFL Network pic.twitter.com/Xa21EMLAZx— NFL (@NFL) February 9, 2022 Adrian Peterson var enn að spila á síðasta NFL-tímabili en hefur flakkað á milli liða á lokakafla ferils síns. Hann var um tíma besti hlaupari deildarinnar og var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL árið 2012. Hann var fjórum sinnum valinn í lið ársins og þrisvar sinnum í annað úrvalsliðið. Á síðasta tímabili varð Peterson fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL til að skora snertimark á jörðinni fyrir sex mismunandi félög. NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Saksóknarinn í Los Angeles sýslu ákvað að kæra ekki Peterson en hann gæti þó enn verið ákærður fyrir lítilfjörlegt afbrot fyrir heimilisofbeldi. Adrian Peterson on his arrest: I had a disagreement with my wife, but I don't hit women. https://t.co/1cBbpnIGgp— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) February 14, 2022 Lögreglan var kölluð til í kringum 8.30 á sunnudagsmorgunn vegna mögulegt heimilisofbeldis í flugvél á leiðinni til Houston. Þar var í gangi mikið ósætti á milli karls og konu. Hinn 36 ára gamli Peterson var handtekinn en Ashley eiginkona hans flaug síðan með vélinni til Houston. Hún hefur komið honum til varnar í málinu. Adrian Peterson's wife is defending the NFL star in the wake of his domestic violence arrest ... saying "at no point" did he "hit or strike me." https://t.co/Ya95xgC9QE— TMZ (@TMZ) February 15, 2022 Adrian Peterson sagði sína hlið á málinu í viðtali við Fox 26 sjónvarpsstöðina í Houston. „Við rifumst í flugvélinni en það náði ekkert lengra en það. Ég endaði á því að grípa í hendina hennar og taka hringinn af henni,“ sagði Adrian Peterson. Hann sagðist hafa verið handtekinn af því að hringurinn skildi eftir skrámu á fingri eiginkonunnar. „Það var ágreiningur á milli okkar. Ég þekki fyrirsagnirnar um heimilisofbeldi. Fólk heldur að ég hafi barið hana. Það var ekkert slíkt í gangi,“ sagði Peterson. .@AdrianPeterson put together one of the greatest offensive seasons we've ever seen during his 2012 OPOY campaign. Who takes home the award this year? (by @surface) : #NFLHonors -- Thursday 9pm ET on ABC & NFL Network pic.twitter.com/Xa21EMLAZx— NFL (@NFL) February 9, 2022 Adrian Peterson var enn að spila á síðasta NFL-tímabili en hefur flakkað á milli liða á lokakafla ferils síns. Hann var um tíma besti hlaupari deildarinnar og var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL árið 2012. Hann var fjórum sinnum valinn í lið ársins og þrisvar sinnum í annað úrvalsliðið. Á síðasta tímabili varð Peterson fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL til að skora snertimark á jörðinni fyrir sex mismunandi félög.
NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira