Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 15:31 Fjórir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar þeirra um samskipti skæruliðadeildar Samherja. Vísir Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? Málið má í raun rekja aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni. Skæruliðadeildina svokölluðu skipa meðal annars Arna Bryndís McClure yfirlögfræðingur Samherja, Þorbjörn Þórðarson almannatengslaráðgjafi og fyrrverandi fréttamaður, Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja og Jón Óttar Ólafsson ráðgjafi og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. Tölvupóstsamskipti og símagögn „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ Svona hljóðaði tölvupóstur sem Margrét Ólafsdóttir, ritari Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, skrifaði Þorbirni Þórðarsyni, fyrrverandi blaðamanni og núverandi almannatengli fyrirtækisins. Þorbjörn svaraði um hæl og sagði gott að vita af þessu og sagðist telja líklegt að þetta myndi nýtast. Greinaskrifin voru fyrst til umfjöllunar í röð frétta Kjarnans og Stundarinnar upp úr gögnunum og fjallað var um þau 21. maí 2021. Ljóst var af gögnunum að um skipulagða herferð Samherja væri að ræða til að koma fram sjónarmiðum fyrirtækisins og ófrægja meinta andstæðinga. Gögnin sem umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar byggði á voru tölvupóstsamskipti og samtöl milli einstaklinga á spjallforriti og Samherjamenn segja að blaðamenn hafi komist í með stuldi úr tölvu og síma Páls. „Nú þarf að snúa og svo salta í sárið“ Í umfjölluninni var dregið fram hvernig stjórnendur hjá Samherja og aðrir skipulögðu til dæmis greinaskrif til að stjórna umræðunni um Samherjamálið svokallaða og koma höggi til dæmis á blaðamenn og listamenn, þeirra á meðal Helga Seljan. Þannig voru pistlar, sem meðal annars voru birtir á Vísi, sendir inn í nafni Páls Steingrímssonar en að stórum hluta samdir af Þorbirni. Til dæmis hafi sumarið 2020 birst grein undir fyrirsögninni „Ritsóðinn Helgi Seljan“ sem Þorbjörn og Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, sömdu en Páll var merktur fyrir. Síðasta greinin sem birtist var skrifuð af Páli en Arna bætti við hana og greinin svo sendi Björgólfi Jóhannssyni, fyrrverandi forstjóra Samherja, til yfirlestrar. Greinin var svo endurskrifuð af Þorbirni og send Páli til að senda hana inn. Greinin, sem birtist á Vísi í lok mars í fyrra, fjallar um umfjöllun Ríkisútvarpsins um Samherja og mál Samherja gegn blaðamönnum RÚV sem lagt var fyrir siðanefnd RÚV í fyrra. Í kjölfar birtingarinnar ræddu Arna og Páll saman um að enn væri úr nægu að moða til að koma höggi á RÚV. „Við erum búin að stinga. Nú þarf að snúa og svo salta í sárið.“ Skæruliðadeildin reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Þann 22. maí í fyrra birtist önnur frétt upp úr gögnunum á Kjarnanum en var þar fjallað um tilraunir skæruliðadeildarinnar til að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi Íslands. Boðað var til formannskjörs í félaginu í fyrra vor og sóttust tveir blaðamenn eftir stuðningi félagsmanna til formanns: Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2. Svo fór að Sigríður Dögg bar sigur úr bítum. Með umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar kom þó í ljós að skæruliðadeildin hafði reynt að hafa áhrif á formannskjörið. Af samskiptum deildarmannanna mátti ráða að þeir töldu að með framboði Sigríðar væri Ríkisútvarpið að gera tilraun til þess að ná stjórn á félaginu. Í kjölfarið hvatti Þorbjörn til að haft yrði samband við starfsfólk einkarekinna fjölmiðla til að hvetja það til að kjósa Heimi. „PR Namibía“ Í gögnunum mátti meðal annars finna skilaboð sem hópurinn sendi sín á milli á spjallþræði sem fékk nafnið „PR Namibía“. Í þræðinum mátti meðal annars finna skilaboð frá Þorbirni þar sem hann sagði „hallarbyltingu í bígerð í Blaðamannafélagi Íslands“ og hélt því fram að fréttamenn á RÚV hafi flykkst í félagið til þess eins að kjósa Sigríði. Þorbjörn hvatti sömuleiðis til þess að skæruliðamenn tækju upp símann og „smöluðu“ nýjum félagsmönnum í Blaðamannafélagið. „Það þarf kannski að taka nokkur símtöl í Hádegismóa á morgun og upp á Torg,“ skrifaði Þorbjörn en í Hádegismóum eru fjölmiðlar í eigu Árvakurs til húsa, þar á meðal Morgunblaðið og mbl.is, og Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins, DV.is og Hringbrautar og annarra tengdra miðla. „Það þarf samt að fara mjög fínt í þetta því við viljum heldur ekki að það spyrjist út að Samherji eða ráðgjafar Samherja séu uggandi yfir stöðunni og séu að hjálpa til í smölun gegn fulltrúa RÚV.[...] Best væri ef ritstjórar einkareknu miðlanna tækju af skarið og ræddu við sitt fólk.[...] Þess vegna þarf að fara yfir þetta með þeim,“ skrifaði einn í spjalli hópsins. Reyndu að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu Daginn eftir að fréttir um tilraunir Samherja til að hafa áhrif á formannskjör BÍ birtist önnur frétt um málið. Í þetta sinn kom í ljós að skæruliðadeildin hafði gert tilraunir til að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Alþingiskosningar voru þar á næsta leiti og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður flokksins sóttist eftir oddvitasæti á listanum í kjördæminu. Í samtölum deildarinnar kom fram í máli Páls Steingrímssonar að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vildi ekki að Njáll Trausti yrði næsti oddviti Sjálfstæðismanna í kjördæminu. „Hann eins og ég vill ekki sjá Njáll í efstasæti,“ skrifaði Páll. Njáll hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu síðan 2016 og sóttist í prófkjörinu eftir oddvitasætinu á lista flokksins eftir að Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti að hann færi ekki aftur fram. Arna svaraði skilaboðum Páls og sagði engan vilja fá Njál í fyrsta sætið á listanum og Páll lofaði að ræða málið við nokkra áhrifamenn innan flokksins. Rannsókn lögreglunnar á hvarfi símans og meintum stuldi Strax og Samherjamenn urðu upplýstir um fyrirhugaða umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar, sem rakin er hér að ofan, kærði Páll Steingrímsson málið til lögreglu. Fullyrti hann og lögmaður Samherja að síma Páls hafi verið stolið af honum á meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsinu á Akureyri í byrjun maímánaðar í fyrra. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sagði þá í samtali við Vísi á sínum tíma að stuldurinn hafi verið kærður til lögreglunnar á Akureyri en síminn hafi ekki komið aftur í leitirnar eftir sjúkrahúsinnlögn Páls. Þá fullyrti Garðar að Páll hafi verið lífshættulega veikur, svo alvarleg að Páll hafi um tíma verið í öndunarvél. Samherjamenn hygðust þá rannsaka hvers eðlis skyndileg veikindi Páls væru. Afsökunarbeiðni send út vegna harkalegra viðbragða við umfjöllun um félagið Þann 30. maí, níu dögum eftir að fyrstu fréttir upp úr gögnunum birtust, sendi Samherji frá sér afsökunarbeiðni. Afsökunarbeiðnin var þó nokkuð loðin og óræð. „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ sagði í afsökunarbeiðninni sem birtist á heimasíðu Samherja. Höfundar afsökunarbeiðninnar létu þó ekki þar við sitja og gagnrýndu áfram umfjöllun fjölmiðla um málefni félagsins. „Enda þykir þeim umfjöllunin hafa verið einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum,“ sagði í yfirlýsingunni og var þar vísað til þess að stjórnendum og starfsfólki hafi sviðið umfjöllun og umræða um félagið. Þá sagði að erfitt hafi verið að svara ekki umfjöllun um samskipti fólks „sem skipst hafi á skoðunum og ræddi hvernig best væri að bregðast við aðstæðum.“ „Þarna var að ræða persónuleg samskipti milli starfsfélaga og vina sem enginn gerði ráð fyrir að yrðu opinber. Það breytir því þó ekki að þau orð og sú umræða sem þar var viðhöfð voru óheppileg.“ Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn RÚV furðuðu sig margir á afsökunarbeiðninni. „Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðjast afsökunar. Það er enginn skrifaður fyrir þessari afsökunarbeiðni - einungis sagt að Samherji vilji biðjast afsökunar á framgöngu ótilgreindra stjórnenda fyrirtækisins. Hvers vegna eru það ekki stjórnendurnir sjálfir sem biðjast afsökunar á framgöngu sinni? “ spurði Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins eftir birtingu afsökunarbeiðninnar. Þá væri ekki ljóst á hverju verið væri að biðja afsökunar. „Hvaða harkalegu viðbrögð er átt við? Eru það myndböndin sem framleidd voru þar sem fréttamenn Kveiks voru meðal annars sakaðir um að falsa skjöl til stuðnings umfjöllun sinni? Eru tilraunir til að hafa af fjölmiðlafólki æruna? Er það „spæjarinn“ sem elti Helga Seljan á röndum, sat fyrir honum á kaffihúsi og sendi ógnandi sms?“ spurði varafréttastjórinn. Þrátt fyrir vangaveltur um afsökunarbeiðnina sagði Þorsteinn Már í skriflegu svari við beiðni fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um viðtal að yfirlýsingin hafi verið skýr, afdráttarlaus og hún hafi fallið í góðan jarðveg. Stjórnendur Samherja ætluðu ekki að tjá sig nánar um hana. Lítið hefur verið að frétta af rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintum stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra þar til nú eftir að blaðamennirnir voru boðaðir í yfirheyrslur. Töldu sig ekki til rannsóknar hjá lögreglu Síðast um miðjan nóvembermánuð var rannsóknin þó til umræðu eftir að bloggarinn og framhaldsskólakennarinn Páll Vilhjálmsson fullyrti í bloggpistli að rannsókn á hvarfi símans og meintri eitrun fyrir Páli væri langt komin og niðurstaða lægi fyrir í drögum. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra furðaði sig á staðhæfingum Páls og sagðist ekki geta tjáð sig um rannsóknina þegar fréttastofa náði af henni tali. Í bloggpistlinum sagði Páll meðal annars að búið væri að yfirheyra starfsmenn RÚV, Kjarnans og Stundarinnar. Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans, skrifaði í svari við bloggpistlinum að hvorki hann né aðrir starfsmenn Kjarnans hefðu verið yfirheyrðir, en það var jú í nóvember. „Til að taka af allan vafa: það er enginn blaðamaður til rannsóknar fyrir að hafa reynt að drepa skipstjóra, né fyrir að stela símanum hans,“ skrifaði Þórður. Blaðamenn boðaðir til yfirheyrslu vegna starfa sinna Nú hafa blaðamenn Stundarinnar, RÚV og Kjarnans, þar á meðal Þórður sjálfur, verið boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar þeirra um Samherja. Ekki er alveg ljóst um hvað málið snýst, eða hvað það er sem er til rannsóknar hjá lögreglu í því máli sem yfirheyra á blaðamennina um en ætla má að það sé vegna kæru Páls vegna hvarfs símans og umfjöllunar fjölmiðlanna um skilaboðin sem skæruliðadeildin svokallaða sendi sín á milli. Blaðamennirnir sjálfir hafa gagnrýnt þetta og furðað sig á því að bera réttarstöðu sakbornings en rannsóknarlögreglumaður að norðan verður sendur til Reykjavíkur til þess að annast yfirheyrslurnar. „Sem þýðir þá að í þessu tilfelli er lögregluembætti að taka það til rannsóknar að blaðamenn hafi unnið úr gögnum og skrifað fréttir úr þeim gögnum. Fréttir sem enginn hefur rengt að séu sannar og réttar. Og ég held að fáir ætli að reyna að halda því fram að þessar fréttir hafi ekki átt erindi við almenning, í ljósi þeirra viðbragða sem urðu í kjölfar fréttaflutningsins,“ sagði Þórður Snær í gær. Formaður Blaðamannafélagsins hefur sömuleiðis gagnrýnt fyrirhugaðar yfirheyrslur, bæði í Bítinu á Bylgjunni í morgun og í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun. Hann sagði ekkert grín að bera réttarstöðu sakbornings og vera boðaður til yfirheyrslu vegna starfa sinna og taldi ljóst að lögregla muni krefjast þess við yfirheyrslur að blaðamennirnir uppljóstri um sína heimildarmenn. „Það er ekkert grín að mæta til lögreglu, vera kallaður til yfirheyrslu og vera með réttarstöðu sakbornings. Að fólk sé sett í þá stöðu, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína, veita almenningi mikilvægar upplýsingar, fyrir það eitt að skrifa fréttir. Það hefur verið túlkað þannig að svona hegðun frá lögreglunni megi túlka sem tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi, og fjölmiðla þrýstingi, að forðast að skrifa um ákveðin mál,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins í Bítinu í morgun. Að sögn Þórðar kemur lögreglumaður að norðan til Reykjavíkur í næstu viku til að yfirheyra hópinn og Arnar Þór blaðamaður Kjarnans verið boðaður í yfirheyrslu á þriðjudag. Þórður er sjálfur á leið af landi brott og verður yfirheyrður við komuna aftur til landsins. Hann telur ljóst að málið sem lögreglan hafi til rannsóknar sé kæra Páls vegna horfna símans. „En Páll þarf ekki að kæra einhverja einstaklinga. Hann kærir bara til lögreglu stuld á einhverjum tækjum og svo er það lögreglan sem tekur ákvörðun að gefa blaðamönnum stöðu sakbornings í þeirri rannsókn og ætla þeim að hafa brotið gegn þessum ákvæðum hegningarlaga, það er friðhelgi einkalífsins.“ Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Fréttaskýringar Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Málið má í raun rekja aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni. Skæruliðadeildina svokölluðu skipa meðal annars Arna Bryndís McClure yfirlögfræðingur Samherja, Þorbjörn Þórðarson almannatengslaráðgjafi og fyrrverandi fréttamaður, Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja og Jón Óttar Ólafsson ráðgjafi og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. Tölvupóstsamskipti og símagögn „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ Svona hljóðaði tölvupóstur sem Margrét Ólafsdóttir, ritari Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, skrifaði Þorbirni Þórðarsyni, fyrrverandi blaðamanni og núverandi almannatengli fyrirtækisins. Þorbjörn svaraði um hæl og sagði gott að vita af þessu og sagðist telja líklegt að þetta myndi nýtast. Greinaskrifin voru fyrst til umfjöllunar í röð frétta Kjarnans og Stundarinnar upp úr gögnunum og fjallað var um þau 21. maí 2021. Ljóst var af gögnunum að um skipulagða herferð Samherja væri að ræða til að koma fram sjónarmiðum fyrirtækisins og ófrægja meinta andstæðinga. Gögnin sem umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar byggði á voru tölvupóstsamskipti og samtöl milli einstaklinga á spjallforriti og Samherjamenn segja að blaðamenn hafi komist í með stuldi úr tölvu og síma Páls. „Nú þarf að snúa og svo salta í sárið“ Í umfjölluninni var dregið fram hvernig stjórnendur hjá Samherja og aðrir skipulögðu til dæmis greinaskrif til að stjórna umræðunni um Samherjamálið svokallaða og koma höggi til dæmis á blaðamenn og listamenn, þeirra á meðal Helga Seljan. Þannig voru pistlar, sem meðal annars voru birtir á Vísi, sendir inn í nafni Páls Steingrímssonar en að stórum hluta samdir af Þorbirni. Til dæmis hafi sumarið 2020 birst grein undir fyrirsögninni „Ritsóðinn Helgi Seljan“ sem Þorbjörn og Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, sömdu en Páll var merktur fyrir. Síðasta greinin sem birtist var skrifuð af Páli en Arna bætti við hana og greinin svo sendi Björgólfi Jóhannssyni, fyrrverandi forstjóra Samherja, til yfirlestrar. Greinin var svo endurskrifuð af Þorbirni og send Páli til að senda hana inn. Greinin, sem birtist á Vísi í lok mars í fyrra, fjallar um umfjöllun Ríkisútvarpsins um Samherja og mál Samherja gegn blaðamönnum RÚV sem lagt var fyrir siðanefnd RÚV í fyrra. Í kjölfar birtingarinnar ræddu Arna og Páll saman um að enn væri úr nægu að moða til að koma höggi á RÚV. „Við erum búin að stinga. Nú þarf að snúa og svo salta í sárið.“ Skæruliðadeildin reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Þann 22. maí í fyrra birtist önnur frétt upp úr gögnunum á Kjarnanum en var þar fjallað um tilraunir skæruliðadeildarinnar til að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi Íslands. Boðað var til formannskjörs í félaginu í fyrra vor og sóttust tveir blaðamenn eftir stuðningi félagsmanna til formanns: Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2. Svo fór að Sigríður Dögg bar sigur úr bítum. Með umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar kom þó í ljós að skæruliðadeildin hafði reynt að hafa áhrif á formannskjörið. Af samskiptum deildarmannanna mátti ráða að þeir töldu að með framboði Sigríðar væri Ríkisútvarpið að gera tilraun til þess að ná stjórn á félaginu. Í kjölfarið hvatti Þorbjörn til að haft yrði samband við starfsfólk einkarekinna fjölmiðla til að hvetja það til að kjósa Heimi. „PR Namibía“ Í gögnunum mátti meðal annars finna skilaboð sem hópurinn sendi sín á milli á spjallþræði sem fékk nafnið „PR Namibía“. Í þræðinum mátti meðal annars finna skilaboð frá Þorbirni þar sem hann sagði „hallarbyltingu í bígerð í Blaðamannafélagi Íslands“ og hélt því fram að fréttamenn á RÚV hafi flykkst í félagið til þess eins að kjósa Sigríði. Þorbjörn hvatti sömuleiðis til þess að skæruliðamenn tækju upp símann og „smöluðu“ nýjum félagsmönnum í Blaðamannafélagið. „Það þarf kannski að taka nokkur símtöl í Hádegismóa á morgun og upp á Torg,“ skrifaði Þorbjörn en í Hádegismóum eru fjölmiðlar í eigu Árvakurs til húsa, þar á meðal Morgunblaðið og mbl.is, og Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins, DV.is og Hringbrautar og annarra tengdra miðla. „Það þarf samt að fara mjög fínt í þetta því við viljum heldur ekki að það spyrjist út að Samherji eða ráðgjafar Samherja séu uggandi yfir stöðunni og séu að hjálpa til í smölun gegn fulltrúa RÚV.[...] Best væri ef ritstjórar einkareknu miðlanna tækju af skarið og ræddu við sitt fólk.[...] Þess vegna þarf að fara yfir þetta með þeim,“ skrifaði einn í spjalli hópsins. Reyndu að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu Daginn eftir að fréttir um tilraunir Samherja til að hafa áhrif á formannskjör BÍ birtist önnur frétt um málið. Í þetta sinn kom í ljós að skæruliðadeildin hafði gert tilraunir til að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Alþingiskosningar voru þar á næsta leiti og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður flokksins sóttist eftir oddvitasæti á listanum í kjördæminu. Í samtölum deildarinnar kom fram í máli Páls Steingrímssonar að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vildi ekki að Njáll Trausti yrði næsti oddviti Sjálfstæðismanna í kjördæminu. „Hann eins og ég vill ekki sjá Njáll í efstasæti,“ skrifaði Páll. Njáll hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu síðan 2016 og sóttist í prófkjörinu eftir oddvitasætinu á lista flokksins eftir að Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti að hann færi ekki aftur fram. Arna svaraði skilaboðum Páls og sagði engan vilja fá Njál í fyrsta sætið á listanum og Páll lofaði að ræða málið við nokkra áhrifamenn innan flokksins. Rannsókn lögreglunnar á hvarfi símans og meintum stuldi Strax og Samherjamenn urðu upplýstir um fyrirhugaða umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar, sem rakin er hér að ofan, kærði Páll Steingrímsson málið til lögreglu. Fullyrti hann og lögmaður Samherja að síma Páls hafi verið stolið af honum á meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsinu á Akureyri í byrjun maímánaðar í fyrra. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, sagði þá í samtali við Vísi á sínum tíma að stuldurinn hafi verið kærður til lögreglunnar á Akureyri en síminn hafi ekki komið aftur í leitirnar eftir sjúkrahúsinnlögn Páls. Þá fullyrti Garðar að Páll hafi verið lífshættulega veikur, svo alvarleg að Páll hafi um tíma verið í öndunarvél. Samherjamenn hygðust þá rannsaka hvers eðlis skyndileg veikindi Páls væru. Afsökunarbeiðni send út vegna harkalegra viðbragða við umfjöllun um félagið Þann 30. maí, níu dögum eftir að fyrstu fréttir upp úr gögnunum birtust, sendi Samherji frá sér afsökunarbeiðni. Afsökunarbeiðnin var þó nokkuð loðin og óræð. „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu,“ sagði í afsökunarbeiðninni sem birtist á heimasíðu Samherja. Höfundar afsökunarbeiðninnar létu þó ekki þar við sitja og gagnrýndu áfram umfjöllun fjölmiðla um málefni félagsins. „Enda þykir þeim umfjöllunin hafa verið einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum,“ sagði í yfirlýsingunni og var þar vísað til þess að stjórnendum og starfsfólki hafi sviðið umfjöllun og umræða um félagið. Þá sagði að erfitt hafi verið að svara ekki umfjöllun um samskipti fólks „sem skipst hafi á skoðunum og ræddi hvernig best væri að bregðast við aðstæðum.“ „Þarna var að ræða persónuleg samskipti milli starfsfélaga og vina sem enginn gerði ráð fyrir að yrðu opinber. Það breytir því þó ekki að þau orð og sú umræða sem þar var viðhöfð voru óheppileg.“ Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn RÚV furðuðu sig margir á afsökunarbeiðninni. „Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðjast afsökunar. Það er enginn skrifaður fyrir þessari afsökunarbeiðni - einungis sagt að Samherji vilji biðjast afsökunar á framgöngu ótilgreindra stjórnenda fyrirtækisins. Hvers vegna eru það ekki stjórnendurnir sjálfir sem biðjast afsökunar á framgöngu sinni? “ spurði Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins eftir birtingu afsökunarbeiðninnar. Þá væri ekki ljóst á hverju verið væri að biðja afsökunar. „Hvaða harkalegu viðbrögð er átt við? Eru það myndböndin sem framleidd voru þar sem fréttamenn Kveiks voru meðal annars sakaðir um að falsa skjöl til stuðnings umfjöllun sinni? Eru tilraunir til að hafa af fjölmiðlafólki æruna? Er það „spæjarinn“ sem elti Helga Seljan á röndum, sat fyrir honum á kaffihúsi og sendi ógnandi sms?“ spurði varafréttastjórinn. Þrátt fyrir vangaveltur um afsökunarbeiðnina sagði Þorsteinn Már í skriflegu svari við beiðni fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um viðtal að yfirlýsingin hafi verið skýr, afdráttarlaus og hún hafi fallið í góðan jarðveg. Stjórnendur Samherja ætluðu ekki að tjá sig nánar um hana. Lítið hefur verið að frétta af rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintum stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra þar til nú eftir að blaðamennirnir voru boðaðir í yfirheyrslur. Töldu sig ekki til rannsóknar hjá lögreglu Síðast um miðjan nóvembermánuð var rannsóknin þó til umræðu eftir að bloggarinn og framhaldsskólakennarinn Páll Vilhjálmsson fullyrti í bloggpistli að rannsókn á hvarfi símans og meintri eitrun fyrir Páli væri langt komin og niðurstaða lægi fyrir í drögum. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra furðaði sig á staðhæfingum Páls og sagðist ekki geta tjáð sig um rannsóknina þegar fréttastofa náði af henni tali. Í bloggpistlinum sagði Páll meðal annars að búið væri að yfirheyra starfsmenn RÚV, Kjarnans og Stundarinnar. Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans, skrifaði í svari við bloggpistlinum að hvorki hann né aðrir starfsmenn Kjarnans hefðu verið yfirheyrðir, en það var jú í nóvember. „Til að taka af allan vafa: það er enginn blaðamaður til rannsóknar fyrir að hafa reynt að drepa skipstjóra, né fyrir að stela símanum hans,“ skrifaði Þórður. Blaðamenn boðaðir til yfirheyrslu vegna starfa sinna Nú hafa blaðamenn Stundarinnar, RÚV og Kjarnans, þar á meðal Þórður sjálfur, verið boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar þeirra um Samherja. Ekki er alveg ljóst um hvað málið snýst, eða hvað það er sem er til rannsóknar hjá lögreglu í því máli sem yfirheyra á blaðamennina um en ætla má að það sé vegna kæru Páls vegna hvarfs símans og umfjöllunar fjölmiðlanna um skilaboðin sem skæruliðadeildin svokallaða sendi sín á milli. Blaðamennirnir sjálfir hafa gagnrýnt þetta og furðað sig á því að bera réttarstöðu sakbornings en rannsóknarlögreglumaður að norðan verður sendur til Reykjavíkur til þess að annast yfirheyrslurnar. „Sem þýðir þá að í þessu tilfelli er lögregluembætti að taka það til rannsóknar að blaðamenn hafi unnið úr gögnum og skrifað fréttir úr þeim gögnum. Fréttir sem enginn hefur rengt að séu sannar og réttar. Og ég held að fáir ætli að reyna að halda því fram að þessar fréttir hafi ekki átt erindi við almenning, í ljósi þeirra viðbragða sem urðu í kjölfar fréttaflutningsins,“ sagði Þórður Snær í gær. Formaður Blaðamannafélagsins hefur sömuleiðis gagnrýnt fyrirhugaðar yfirheyrslur, bæði í Bítinu á Bylgjunni í morgun og í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun. Hann sagði ekkert grín að bera réttarstöðu sakbornings og vera boðaður til yfirheyrslu vegna starfa sinna og taldi ljóst að lögregla muni krefjast þess við yfirheyrslur að blaðamennirnir uppljóstri um sína heimildarmenn. „Það er ekkert grín að mæta til lögreglu, vera kallaður til yfirheyrslu og vera með réttarstöðu sakbornings. Að fólk sé sett í þá stöðu, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína, veita almenningi mikilvægar upplýsingar, fyrir það eitt að skrifa fréttir. Það hefur verið túlkað þannig að svona hegðun frá lögreglunni megi túlka sem tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi, og fjölmiðla þrýstingi, að forðast að skrifa um ákveðin mál,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins í Bítinu í morgun. Að sögn Þórðar kemur lögreglumaður að norðan til Reykjavíkur í næstu viku til að yfirheyra hópinn og Arnar Þór blaðamaður Kjarnans verið boðaður í yfirheyrslu á þriðjudag. Þórður er sjálfur á leið af landi brott og verður yfirheyrður við komuna aftur til landsins. Hann telur ljóst að málið sem lögreglan hafi til rannsóknar sé kæra Páls vegna horfna símans. „En Páll þarf ekki að kæra einhverja einstaklinga. Hann kærir bara til lögreglu stuld á einhverjum tækjum og svo er það lögreglan sem tekur ákvörðun að gefa blaðamönnum stöðu sakbornings í þeirri rannsókn og ætla þeim að hafa brotið gegn þessum ákvæðum hegningarlaga, það er friðhelgi einkalífsins.“
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Fréttaskýringar Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02
Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07
Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50