Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2022 19:50 Þórður Snær er ritstjóri Kjarnans. Hann er einn þeirra sem boðaður hefur verið í yfirheyrslu vegna umfjöllunar Kjarnans og Stundarinnar um „skæruliðadeild Samherja.“ Vísir/Egill Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ „Fyrstu viðbrögð voru auðvitað bara undrun,“ segir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Hann hefur, ásamt Arnari Þór Ingólfssyni, blaðamanni á Kjarnanum, og Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunarinnar. Við yfirheyrsluna munu allir þrír hljóta réttarstöðu sakbornings en rannsóknarlögreglumaður að norðan verður sendur til Reykjavíkur til þess að annast yfirheyrslur. Þórður kveðst sérstaklega undandi á málinu þar sem sakarefnið sé brot á ákvæðum laga um friðhelgi einkalífs. „Sem þýðir þá að í þessu tilfelli er lögregluembætti að taka það til rannsóknar að blaðamenn hafi unnið úr gögnum og skrifað fréttir úr þeim gögnum. Fréttir sem enginn hefur rengt að séu sannar og réttar. Og ég held að fáir ætli að reyna að halda því fram að þessar fréttir hafi ekki átt erindi við almenning, í ljósi þeirra viðbragða sem urðu í kjölfar fréttaflutningsins,“ segir Þórður. Hann bendir á mikil viðbrögð vítt og breitt um samfélagið eftir að fjallað var um að hin svokallaða „skæruliðadeild Samherja“ hefði beitt sér gegn blaðamönnum með margvíslegum hætti, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra og jafnvel vanhæfa þá til þess að fjalla um málefni Samherja. Í hópi þeirra sem fordæmt hefðu athæfið væru ráðherrar og innlend sem erlend samtök. „Á endanum leiddi þessi fréttaflutningur til þess að Samherji baðst afsökunar á þessu athæfi sínu og öðru, og viðurkenndi að þeir hefðu gengið of langt,“ segir Þórður. Telur málið tengjast meintum stuldi á gögnum frá skipstjóra Samherja Þórður Snær segist telja grafalvarlegt að lögregluembætti telji tækt að eltast við blaðamenn fyrir að skrifa fréttir upp úr gögnum sem eigi erindi við almenning. Hann viti ekki um nein fordæmi fyrir slíku hér á landi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þórður hefur fengið um málið varða meint brot við 228. grein og 229. grein almennra hegningarlaga, sem snúa að friðhelgi einkalífs. Í lögunum kemur fram að ákvæðin eigi ekki við þegar háttsemin sem þau taka á er „réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna.“ Aðspurður segist Þórður telja rannsóknina tengjast skipstjóranum Páli Steingrímssyni. Þegar umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar birtist kom fram í yfirlýsingu frá lögmanni Samherja að umræddum gögnum hefði verið stolið af tölvu og síma Páls og að málið hefði verið kært til lögreglu. „Ég veit ekkert um þennan gagnastuld, en það er sennilega ekki verið að gefa okkur að sök að hafa komið að honum með einhverjum hætti. Það er auðvitað hans réttur, hann má kæra það sem hann vill til lögreglu. En það er annað og alvarlega mál þegar lögreglan tekur upp á því að gefa blaðamönnum réttarstöðu sakbornings fyrir það eitt að skrifa fréttir.“ Eitt að eltast við ritstjórann Þórður segir að hann og Arnar Þór hafi þegar sett sig í samband við Blaðamannafélag Íslands og ráðfært sig við lögmenn sína. Hann telur þá fjarstæðukennt að Arnar Þór fái stöðu sakbornings í málinu. „Það er eitt gagnvart mér, sem er ritstjóri og ber ritstjórnarlega ábyrgð og tek ákvarðanir um það hvað fer í umfjöllun og hvað ekki. Það að fara á eftir blaðamanni sem var einfaldlega að vinna vinnuna sína, það er auðvitað bara annað og enn verra.“ Næstu skref segir Þórður að verði einfaldlega að fara yfir málið með lögmönnum sínum og undirbúa hvernig brugðist verði við málinu. Uppfært klukkan 20:07: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hana má lesa hér. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð voru auðvitað bara undrun,“ segir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Hann hefur, ásamt Arnari Þór Ingólfssyni, blaðamanni á Kjarnanum, og Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunarinnar. Við yfirheyrsluna munu allir þrír hljóta réttarstöðu sakbornings en rannsóknarlögreglumaður að norðan verður sendur til Reykjavíkur til þess að annast yfirheyrslur. Þórður kveðst sérstaklega undandi á málinu þar sem sakarefnið sé brot á ákvæðum laga um friðhelgi einkalífs. „Sem þýðir þá að í þessu tilfelli er lögregluembætti að taka það til rannsóknar að blaðamenn hafi unnið úr gögnum og skrifað fréttir úr þeim gögnum. Fréttir sem enginn hefur rengt að séu sannar og réttar. Og ég held að fáir ætli að reyna að halda því fram að þessar fréttir hafi ekki átt erindi við almenning, í ljósi þeirra viðbragða sem urðu í kjölfar fréttaflutningsins,“ segir Þórður. Hann bendir á mikil viðbrögð vítt og breitt um samfélagið eftir að fjallað var um að hin svokallaða „skæruliðadeild Samherja“ hefði beitt sér gegn blaðamönnum með margvíslegum hætti, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra og jafnvel vanhæfa þá til þess að fjalla um málefni Samherja. Í hópi þeirra sem fordæmt hefðu athæfið væru ráðherrar og innlend sem erlend samtök. „Á endanum leiddi þessi fréttaflutningur til þess að Samherji baðst afsökunar á þessu athæfi sínu og öðru, og viðurkenndi að þeir hefðu gengið of langt,“ segir Þórður. Telur málið tengjast meintum stuldi á gögnum frá skipstjóra Samherja Þórður Snær segist telja grafalvarlegt að lögregluembætti telji tækt að eltast við blaðamenn fyrir að skrifa fréttir upp úr gögnum sem eigi erindi við almenning. Hann viti ekki um nein fordæmi fyrir slíku hér á landi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þórður hefur fengið um málið varða meint brot við 228. grein og 229. grein almennra hegningarlaga, sem snúa að friðhelgi einkalífs. Í lögunum kemur fram að ákvæðin eigi ekki við þegar háttsemin sem þau taka á er „réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna.“ Aðspurður segist Þórður telja rannsóknina tengjast skipstjóranum Páli Steingrímssyni. Þegar umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar birtist kom fram í yfirlýsingu frá lögmanni Samherja að umræddum gögnum hefði verið stolið af tölvu og síma Páls og að málið hefði verið kært til lögreglu. „Ég veit ekkert um þennan gagnastuld, en það er sennilega ekki verið að gefa okkur að sök að hafa komið að honum með einhverjum hætti. Það er auðvitað hans réttur, hann má kæra það sem hann vill til lögreglu. En það er annað og alvarlega mál þegar lögreglan tekur upp á því að gefa blaðamönnum réttarstöðu sakbornings fyrir það eitt að skrifa fréttir.“ Eitt að eltast við ritstjórann Þórður segir að hann og Arnar Þór hafi þegar sett sig í samband við Blaðamannafélag Íslands og ráðfært sig við lögmenn sína. Hann telur þá fjarstæðukennt að Arnar Þór fái stöðu sakbornings í málinu. „Það er eitt gagnvart mér, sem er ritstjóri og ber ritstjórnarlega ábyrgð og tek ákvarðanir um það hvað fer í umfjöllun og hvað ekki. Það að fara á eftir blaðamanni sem var einfaldlega að vinna vinnuna sína, það er auðvitað bara annað og enn verra.“ Næstu skref segir Þórður að verði einfaldlega að fara yfir málið með lögmönnum sínum og undirbúa hvernig brugðist verði við málinu. Uppfært klukkan 20:07: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hana má lesa hér.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00