Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 21:08 Jake Sullivan er þjóðaröryggisráðgjafi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. Þetta kom fram á fréttamannafundi þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, Jake Sullivan. Þar sagði hann rússneskt herlið vera í aðstöðu til þess að ráðast í stórvægar hernaðaraðgerðir og hvatti Bandaríkjamenn í Úkraínu til þess að forða sér sem fyrst. „Við getum augljóslega ekki sagt til um framtíðina og við vitum ekki nákvæmlega hvað mun gerast, en áhættan er nú nægilega mikil og ógnin svo yfirvofandi að nú er skynsamlegur tími til þess að fara,“ sagði Sullivan meðal annars á fundinum. "We want to be crystal clear on this point: Any American in Ukraine should leave as soon as possible and in any event, the next 24-48 hours," National Security Advisor Jake Sullivan says. pic.twitter.com/DAlAuBYXHR— MSNBC (@MSNBC) February 11, 2022 Hann bætti því við að Bandaríkjastjórn væri ekki kunnugt um hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefði tekið endanlega ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu, en sagði rússnesk stjórnvöld nú leita ljósum logum að afsökun til þess að hefja innrás. Sullivan sagði þá að innrásin kynni að hefjast með loftárásum Rússa á Úkraínu, sem myndi torvelda almennum borgurum að komast frá landinu. Því myndi borga sig að forða sér frá landinu sem fyrst. Fleiri lönd hafa þá hvatt ríkisborgara sína í Úkraínu til þess að fara annað. Þeirra á meðal eru Bretland, Holland, Lettland, Japan og Suður-Kórea. Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Þetta kom fram á fréttamannafundi þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, Jake Sullivan. Þar sagði hann rússneskt herlið vera í aðstöðu til þess að ráðast í stórvægar hernaðaraðgerðir og hvatti Bandaríkjamenn í Úkraínu til þess að forða sér sem fyrst. „Við getum augljóslega ekki sagt til um framtíðina og við vitum ekki nákvæmlega hvað mun gerast, en áhættan er nú nægilega mikil og ógnin svo yfirvofandi að nú er skynsamlegur tími til þess að fara,“ sagði Sullivan meðal annars á fundinum. "We want to be crystal clear on this point: Any American in Ukraine should leave as soon as possible and in any event, the next 24-48 hours," National Security Advisor Jake Sullivan says. pic.twitter.com/DAlAuBYXHR— MSNBC (@MSNBC) February 11, 2022 Hann bætti því við að Bandaríkjastjórn væri ekki kunnugt um hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefði tekið endanlega ákvörðun um að ráðast inn í Úkraínu, en sagði rússnesk stjórnvöld nú leita ljósum logum að afsökun til þess að hefja innrás. Sullivan sagði þá að innrásin kynni að hefjast með loftárásum Rússa á Úkraínu, sem myndi torvelda almennum borgurum að komast frá landinu. Því myndi borga sig að forða sér frá landinu sem fyrst. Fleiri lönd hafa þá hvatt ríkisborgara sína í Úkraínu til þess að fara annað. Þeirra á meðal eru Bretland, Holland, Lettland, Japan og Suður-Kórea.
Bandaríkin Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44
Biden hvetur Bandaríkjamenn til að yfirgefa Úkraínu hið fyrsta Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur nú alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið hið snarasta. 11. febrúar 2022 07:27
Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39