Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. febrúar 2022 11:17 Undanfarnar tvær vikur hafa mótmæli sprottið upp víða um Kanada vegna Covid-takmarkana en mótmælin hófust vegna bólusetningarskyldu vörubílstjóra. Getty/Kadri Mohamed Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Hópur vörubílstjóra hefur undanfarið safnast saman við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Alberta og á mánudag safnaðist annar hópur saman við landamærin í Ontario. Mótmælin við landamærin hafa haft þau áhrif að vöruflutningar hafa tafist allverulega og hafa atvinnugreinasamtök kallað eftir því að mótmælunum ljúki sem fyrst. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði við þingmenn í gær að mótmælin væru óásættanleg og að þau væru að hafa neikvæð áhrif á fyrirtæki og framleiðendur og raska daglegu lífi íbúa. Þá stóð hann við þær takmarkanir sem eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á [mótmælin],“ sagði Trudeau á þinginu í gær. „Þessu verður að ljúka.“ Tamara Lich og BJ Dichter, skipuleggjendur mótmælanna, héldu blaðamannafund um stöðuna í gær en Dichter sagði mótmælendur ánægða þar sem Alberta og Saskatchewan ákváðu nýverið að aflétta ákveðnum Covid-takmörkunum. Að sögn Dichter var það vörubílstjórum að þakka. Að því er kemur fram í frétt CTV um málið hefur lögreglan í Ottawa gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt ákæru yfir höfði sér fyrir að valda tjóni á eignum, þar sem íbúar verða fyrir miklum röskunum. Í Ottawa er neyðarástand enn í gildi en að sögn lögreglu hafa 22 verið handteknir vegna mótmælanna. Þá hafa fleiri en 1300 sektir hafa verið gefnar út og eru um 80 sakamálarannsóknir í gangi. Samkvæmt núverandi reglum þurfa allir vörubílstjórar sem koma inn í landið að vera fullbólusettir gegn kórónuveirunni sem margir hafa mótmælt harðlega. Þá hafa einnig fleiri mótmæli sprottið upp víðs vegar um Kanada vegna bólusetningarvottorða sem nauðsynlegt er að framvísa til að sækja ýmsa þjónustu og ýmissa annarra Covid-takmarkanna. Svipuð mótmæli hafa einnig brotist út víðar í heiminum, til að mynda í Frakklandi og Ástralíu. Þá virðist umræða á samfélagsmiðlum benda til þess að vörubílstjórar stefni á að mótmæla í Washington-borg á næstunni. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hópur vörubílstjóra hefur undanfarið safnast saman við landamæri Kanada og Bandaríkjanna í Alberta og á mánudag safnaðist annar hópur saman við landamærin í Ontario. Mótmælin við landamærin hafa haft þau áhrif að vöruflutningar hafa tafist allverulega og hafa atvinnugreinasamtök kallað eftir því að mótmælunum ljúki sem fyrst. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði við þingmenn í gær að mótmælin væru óásættanleg og að þau væru að hafa neikvæð áhrif á fyrirtæki og framleiðendur og raska daglegu lífi íbúa. Þá stóð hann við þær takmarkanir sem eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á [mótmælin],“ sagði Trudeau á þinginu í gær. „Þessu verður að ljúka.“ Tamara Lich og BJ Dichter, skipuleggjendur mótmælanna, héldu blaðamannafund um stöðuna í gær en Dichter sagði mótmælendur ánægða þar sem Alberta og Saskatchewan ákváðu nýverið að aflétta ákveðnum Covid-takmörkunum. Að sögn Dichter var það vörubílstjórum að þakka. Að því er kemur fram í frétt CTV um málið hefur lögreglan í Ottawa gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt ákæru yfir höfði sér fyrir að valda tjóni á eignum, þar sem íbúar verða fyrir miklum röskunum. Í Ottawa er neyðarástand enn í gildi en að sögn lögreglu hafa 22 verið handteknir vegna mótmælanna. Þá hafa fleiri en 1300 sektir hafa verið gefnar út og eru um 80 sakamálarannsóknir í gangi. Samkvæmt núverandi reglum þurfa allir vörubílstjórar sem koma inn í landið að vera fullbólusettir gegn kórónuveirunni sem margir hafa mótmælt harðlega. Þá hafa einnig fleiri mótmæli sprottið upp víðs vegar um Kanada vegna bólusetningarvottorða sem nauðsynlegt er að framvísa til að sækja ýmsa þjónustu og ýmissa annarra Covid-takmarkanna. Svipuð mótmæli hafa einnig brotist út víðar í heiminum, til að mynda í Frakklandi og Ástralíu. Þá virðist umræða á samfélagsmiðlum benda til þess að vörubílstjórar stefni á að mótmæla í Washington-borg á næstunni.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Trudeau ósáttur: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada gagnrýnir harðlega þá sem mótmæla nú sóttvarnaaðgerðum þar í landi. Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Ottowa um helgina og aðrir hyggjast hvergi nærri hættir. 31. janúar 2022 20:23
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33