Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 17:57 Ráðherra talaði fyrir sal blaðamanna síðdegis í dag þar sem hún skýrði enn skoðun sína á því að hún telji best að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. Hún sagðist ánægð með að ríkisstjórnin hefði endurnýjað umboð sitt í kosningunum síðastliðið haust. Þannig verði hægt að halda áfram vinnu sem hún hafi staðið í á síðasta kjörtímabili sem hafi meðal annars skilað sér í samþykktu frumvarpi um fjölmiðlastyrki til einkarekinna miðla. Fólki starfandi í fjölmiðlum hér á landi hefur fækkað umtalsvert undanfarinn ártug. 2238 störfuðu við fjölmiðla árið 2013 en 731 síðastliðið sumar. Þá situr Ísland í sextánda sæti á lista Blaðamanna án landamæra sem taka út fjölmiðlafrelsi í heiminum. Hin fjögur löndin, sem veit ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla, verma fjögur efstu sæti listans. Fram kom í máli Lilju á málþinginu að hún vilji horfa til Danmerkur hvað varði umhverfi fjölmiðla. Þar séu ríkisreknu miðlarnir ekki á auglýsingamarkaði og styrkir séu veittir til einkarekinna miðla. Lilja hefur margoft lýst yfir þessari skoðun sinni en mætt mótstöðu þar sem ekki hefur náðst sátt um málið meðal ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt samþykktu fjölmiðlafrumvarpi skipta einkareknir fjölmiðlar með sér 400 milljónum króna árlega. Um er að ræða endurgreiðslu á hluta af ritstjórnarkostnaði og eru greiðslur í hlutfalli við stærð ritstjórna. Þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fjölmiðla á landsbyggðinni síðastliðið sumar. Níu fjölmiðlar skiptu með sér tíu milljónum króna. Lilja sagðist í ávarpi sínu ekki hafa komið á óvart að fjarskiptafyrirtækin Sýn og Síminn hefðu lagst gegn styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Fyrirtækin þættust of stolt til að þiggja slíka styrki að mati Lilju og hvatti hún fjölmiðlana þá einfaldlega til að skila peningunum. Málþing Rannsóknarseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur yfir til klukkan 19. Hægt er að fylgjast með í streymi á vef Blaðamannafélagsins. Meðal fyrirlesara er Ida Willig prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla sem fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hún sagðist ánægð með að ríkisstjórnin hefði endurnýjað umboð sitt í kosningunum síðastliðið haust. Þannig verði hægt að halda áfram vinnu sem hún hafi staðið í á síðasta kjörtímabili sem hafi meðal annars skilað sér í samþykktu frumvarpi um fjölmiðlastyrki til einkarekinna miðla. Fólki starfandi í fjölmiðlum hér á landi hefur fækkað umtalsvert undanfarinn ártug. 2238 störfuðu við fjölmiðla árið 2013 en 731 síðastliðið sumar. Þá situr Ísland í sextánda sæti á lista Blaðamanna án landamæra sem taka út fjölmiðlafrelsi í heiminum. Hin fjögur löndin, sem veit ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla, verma fjögur efstu sæti listans. Fram kom í máli Lilju á málþinginu að hún vilji horfa til Danmerkur hvað varði umhverfi fjölmiðla. Þar séu ríkisreknu miðlarnir ekki á auglýsingamarkaði og styrkir séu veittir til einkarekinna miðla. Lilja hefur margoft lýst yfir þessari skoðun sinni en mætt mótstöðu þar sem ekki hefur náðst sátt um málið meðal ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt samþykktu fjölmiðlafrumvarpi skipta einkareknir fjölmiðlar með sér 400 milljónum króna árlega. Um er að ræða endurgreiðslu á hluta af ritstjórnarkostnaði og eru greiðslur í hlutfalli við stærð ritstjórna. Þá úthlutaði mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fjölmiðla á landsbyggðinni síðastliðið sumar. Níu fjölmiðlar skiptu með sér tíu milljónum króna. Lilja sagðist í ávarpi sínu ekki hafa komið á óvart að fjarskiptafyrirtækin Sýn og Síminn hefðu lagst gegn styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Fyrirtækin þættust of stolt til að þiggja slíka styrki að mati Lilju og hvatti hún fjölmiðlana þá einfaldlega til að skila peningunum. Málþing Rannsóknarseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur yfir til klukkan 19. Hægt er að fylgjast með í streymi á vef Blaðamannafélagsins. Meðal fyrirlesara er Ida Willig prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla sem fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira