Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2022 15:54 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Tayolor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. Þetta sagði samskiptastjórinn nýji, Guto Harri, í viðtali við velskan fjölmiðil á dögunum. BBC fjallar um viðtalið. Þar segir að Harri hafi verið ráðinn eftir að nokkur fjöldi ráðgjafa Johnson og starfsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu upp störfum eftir að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. „Hann er ekki algjör trúður, hann er ágætis eintak,“ sagði Harri við velska fjölmiðilinn. Svo virðist sem að Harri og Johnson hafi skemmt sér vel í aðdraganda ráðningarinnar. Greindi Harri frá því að Johnson hefði sungið fyrir hann nokkrar línur úr slagararnum vinsæla „I Will Survive“. Var það vísun í þá erfiðu stöðu sem Johnson stendur frammi fyrir þessi misserin. Hefur hann mátt þola harða gagnrýni vegna partíhalds í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana. „Við settumst niður og áttum góðar samræður um hvernig við gætum komist aftur á beinu brautina og hver næstu skref verða,“ sagði Harri um samskipti þeirra eftir að Johnson söng línurnar frægu úr lagi Gloriu Gaynor. Fréttir af fundi Harri og Johnson hafa farið misvel ofan í þá sem fylgjast með stjórnmálum þar í landi. Þannig sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, að samskipti Harri og Johnson á fundinum væri til marks um það að þeir tækju stöðuna ekki alvarlega. So many people still struggling with the impacts and trauma of Covid, or worrying about the spiraling costs of living…but for Boris & Co it’s all just a bit of a laugh. This isn’t funny - in the current circumstances, it is offensive. https://t.co/dGi6Fvm4VX— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) February 7, 2022 Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Johnson miklum vandræðum. Bretland Tengdar fréttir Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Þetta sagði samskiptastjórinn nýji, Guto Harri, í viðtali við velskan fjölmiðil á dögunum. BBC fjallar um viðtalið. Þar segir að Harri hafi verið ráðinn eftir að nokkur fjöldi ráðgjafa Johnson og starfsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu upp störfum eftir að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. „Hann er ekki algjör trúður, hann er ágætis eintak,“ sagði Harri við velska fjölmiðilinn. Svo virðist sem að Harri og Johnson hafi skemmt sér vel í aðdraganda ráðningarinnar. Greindi Harri frá því að Johnson hefði sungið fyrir hann nokkrar línur úr slagararnum vinsæla „I Will Survive“. Var það vísun í þá erfiðu stöðu sem Johnson stendur frammi fyrir þessi misserin. Hefur hann mátt þola harða gagnrýni vegna partíhalds í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana. „Við settumst niður og áttum góðar samræður um hvernig við gætum komist aftur á beinu brautina og hver næstu skref verða,“ sagði Harri um samskipti þeirra eftir að Johnson söng línurnar frægu úr lagi Gloriu Gaynor. Fréttir af fundi Harri og Johnson hafa farið misvel ofan í þá sem fylgjast með stjórnmálum þar í landi. Þannig sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, að samskipti Harri og Johnson á fundinum væri til marks um það að þeir tækju stöðuna ekki alvarlega. So many people still struggling with the impacts and trauma of Covid, or worrying about the spiraling costs of living…but for Boris & Co it’s all just a bit of a laugh. This isn’t funny - in the current circumstances, it is offensive. https://t.co/dGi6Fvm4VX— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) February 7, 2022 Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Johnson miklum vandræðum.
Bretland Tengdar fréttir Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54
Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17