Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2022 13:40 Hagstofan telur að fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga árið 2020 hafi runnið til erlendra aðila. Vísir/Vilhelm Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands sem telur þessa þróun auglýsingatekna tengjast áhrifum kórónuveirufaraldursins. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2020 námu 25,1 milljarði króna. Þar af voru tekjur af notendum 15,8 milljarðar króna og af auglýsingum og kostun 9,3 milljarðar króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla hafa rýrnað um 4% frá árinu 2015. Tekjur af auglýsingum og kostun hafa dregist saman um fjórðung á sama tíma og notendatekjur, þar á meðal áskriftartekjur, hafa vaxið um 14%. Um fjörutíu prósent af auglýsingatekjum úr landi Að sögn Hagstofunnar tóku fimm stærstu aðilarnir á íslenskum fjölmiðlamarkaði til sín 89% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2020. Fjórðungur teknanna fór til RÚV, þar af tæpur þriðjungur notendagjaldanna og 17% auglýsingatekna. Þegar einungis er miðað við einkarekna fjölmiðla þá runnu 87% teknanna til fimm rekstraraðila, þar af 93% notendagjalda og 79% auglýsingatekna Greiðslur til erlendra aðila vegna auglýsingabirtinga drógust saman í fyrsta sinn árið 2020 eftir stöðuga aukningu um árabil. Gerir Hagstofan ráð fyrir að hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga hafi runnið til erlendra aðila. Árið 2020 féllu 45% af fjölmiðlatekjum til sjónvarps og um 14% til dag- og vikublaða. Hlutdeild hljóðvarps í tekjum fjölmiðla nam 11%, vefmiðla 6% og tímarita 3%. Að sögn Hagstofunnar drógust auglýsingagreiðslur til erlendra aðila saman um 16% árið 2020 og kemur í kjölfar samfelldrar og stórstíga aukningu á hlutdeild erlendra aðila í auglýsingatekjum. „Hafa verður hugfast að talsverður hluti þess fjár sem greiddur var til erlendra aðila er vegna auglýsinga sem beint er að erlendum neytendum, ekki síst í tengslum við ferðamennsku, og getur því ekki reiknast alfarið sem tekjutap innlendra fjölmiðla. Engar upplýsingar eru tiltækar um slíka skiptingu.“ Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að umtalsverður hluti þeirra greiðslna sem varið er vegna birtingar auglýsinga í erlendum miðlum renni til Facebook og Google sem á einnig Youtube. Upplýsingar um greiðslukortaviðskipti vegna auglýsinga og skyldrar starfsemi sýna að um og yfir níu af hverjum tíu krónum hafa undanfarin ár runnið til þessara tveggja aðila. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Google Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands sem telur þessa þróun auglýsingatekna tengjast áhrifum kórónuveirufaraldursins. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2020 námu 25,1 milljarði króna. Þar af voru tekjur af notendum 15,8 milljarðar króna og af auglýsingum og kostun 9,3 milljarðar króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla hafa rýrnað um 4% frá árinu 2015. Tekjur af auglýsingum og kostun hafa dregist saman um fjórðung á sama tíma og notendatekjur, þar á meðal áskriftartekjur, hafa vaxið um 14%. Um fjörutíu prósent af auglýsingatekjum úr landi Að sögn Hagstofunnar tóku fimm stærstu aðilarnir á íslenskum fjölmiðlamarkaði til sín 89% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2020. Fjórðungur teknanna fór til RÚV, þar af tæpur þriðjungur notendagjaldanna og 17% auglýsingatekna. Þegar einungis er miðað við einkarekna fjölmiðla þá runnu 87% teknanna til fimm rekstraraðila, þar af 93% notendagjalda og 79% auglýsingatekna Greiðslur til erlendra aðila vegna auglýsingabirtinga drógust saman í fyrsta sinn árið 2020 eftir stöðuga aukningu um árabil. Gerir Hagstofan ráð fyrir að hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga hafi runnið til erlendra aðila. Árið 2020 féllu 45% af fjölmiðlatekjum til sjónvarps og um 14% til dag- og vikublaða. Hlutdeild hljóðvarps í tekjum fjölmiðla nam 11%, vefmiðla 6% og tímarita 3%. Að sögn Hagstofunnar drógust auglýsingagreiðslur til erlendra aðila saman um 16% árið 2020 og kemur í kjölfar samfelldrar og stórstíga aukningu á hlutdeild erlendra aðila í auglýsingatekjum. „Hafa verður hugfast að talsverður hluti þess fjár sem greiddur var til erlendra aðila er vegna auglýsinga sem beint er að erlendum neytendum, ekki síst í tengslum við ferðamennsku, og getur því ekki reiknast alfarið sem tekjutap innlendra fjölmiðla. Engar upplýsingar eru tiltækar um slíka skiptingu.“ Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að umtalsverður hluti þeirra greiðslna sem varið er vegna birtingar auglýsinga í erlendum miðlum renni til Facebook og Google sem á einnig Youtube. Upplýsingar um greiðslukortaviðskipti vegna auglýsinga og skyldrar starfsemi sýna að um og yfir níu af hverjum tíu krónum hafa undanfarin ár runnið til þessara tveggja aðila.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Google Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira