Áætla að þriðji hver Dani hafi smitast síðan í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 11:34 Rannsóknin bendir til að hlutfall þeirra sem hafi raunverulega smitast af kórónuveirunni sé mun hærra í Kaupmannahafnarsvæðinu en annars staðar í landinu. AP Um þriðjungur fullorðinna í Danmörku hefur líklegast smitast af kórónuveirunni síðan í nóvember. Frá þessu greinir Sóttvarnastofnun Danmerkur SSI í dag þar sem birtar eru frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynt er að kortleggja raunverulegan smitfjölda í landinu. Fyrirvarar eru settir við niðurstöðurnar en stofnunin telur að stór hluti fólks hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 án þess að það hafi uppgötvast, til dæmis vegna einkennaleysis, eða þá án þess að fara í sýnatöku. Stofnunin vann að rannsókninni með einstökum heilbrigðisumdæmum í Danmörku og rannsakaði þar blóð úr blóðgjöfum þar sem leitað var eftir mótefni. Tekin voru blóðsýni úr samtals 4.722 blóðgjöfum, sem gáfu blóð á tímabilinu 18. til 23. janúar og var þar leitað að mótefni gegn veirunni sem líkaminn myndar eftir smit, ekki mótefni sem myndast eftir bólusetningu. Stofnunin áætlar, að teknu tilliti til niðurstaðna rannsóknarinnar auk jákvæðra PCR-sýna, þá hafi 32 prósent fullorðinna á aldrinum 18 til 72 ára í Danmörku verið með kórónuveiruna á tímabilinu 1. nóvember á síðasta ári og til 28. janúar síðastliðinn. Stór hluti ekki greinst í PCR-prófi Ennfremur segir að mikill munur sé á landshlutum og þannig sé hlutfallið mun hærra á Kaupmannahafnarsvæðinu, þar sem áætlað er að 42 prósent fullorðinna hafi verið með veiruna á umræddu tímabili. Þannig hafi milli þriðjungur og helmingur þeirra sem smitast hafa, ekki fengið jákvæða niðurstöðu í PCR-prófi, heldur verið smituð án þess að hafa endilega gert sér grein fyrir því. Sérstaklega er tekið fram að talsverð óvissa ríki um niðurstöðu rannsóknarinnar þar sem einungis hafi verið stuðst við blóðgjafir á einnar viku tímabili og að útreikningar byggi að nokkrum hluta á ákveðnum ályktunum. Afléttu öllu Ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar kom fyrst til Danmerkur í byrjun nóvember og varð fljótt nær allsráðandi í landinu. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna faraldursins um mánaðamótin, eftir að ákveðið var að skilgreina Covid-19 á þann veg að hann ógni ekki lengur dönsku samfélagi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fyrirvarar eru settir við niðurstöðurnar en stofnunin telur að stór hluti fólks hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 án þess að það hafi uppgötvast, til dæmis vegna einkennaleysis, eða þá án þess að fara í sýnatöku. Stofnunin vann að rannsókninni með einstökum heilbrigðisumdæmum í Danmörku og rannsakaði þar blóð úr blóðgjöfum þar sem leitað var eftir mótefni. Tekin voru blóðsýni úr samtals 4.722 blóðgjöfum, sem gáfu blóð á tímabilinu 18. til 23. janúar og var þar leitað að mótefni gegn veirunni sem líkaminn myndar eftir smit, ekki mótefni sem myndast eftir bólusetningu. Stofnunin áætlar, að teknu tilliti til niðurstaðna rannsóknarinnar auk jákvæðra PCR-sýna, þá hafi 32 prósent fullorðinna á aldrinum 18 til 72 ára í Danmörku verið með kórónuveiruna á tímabilinu 1. nóvember á síðasta ári og til 28. janúar síðastliðinn. Stór hluti ekki greinst í PCR-prófi Ennfremur segir að mikill munur sé á landshlutum og þannig sé hlutfallið mun hærra á Kaupmannahafnarsvæðinu, þar sem áætlað er að 42 prósent fullorðinna hafi verið með veiruna á umræddu tímabili. Þannig hafi milli þriðjungur og helmingur þeirra sem smitast hafa, ekki fengið jákvæða niðurstöðu í PCR-prófi, heldur verið smituð án þess að hafa endilega gert sér grein fyrir því. Sérstaklega er tekið fram að talsverð óvissa ríki um niðurstöðu rannsóknarinnar þar sem einungis hafi verið stuðst við blóðgjafir á einnar viku tímabili og að útreikningar byggi að nokkrum hluta á ákveðnum ályktunum. Afléttu öllu Ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar kom fyrst til Danmerkur í byrjun nóvember og varð fljótt nær allsráðandi í landinu. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna faraldursins um mánaðamótin, eftir að ákveðið var að skilgreina Covid-19 á þann veg að hann ógni ekki lengur dönsku samfélagi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00