Hugmyndin kviknaði í heimsókn í kvennafangelsi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 11:30 Bubbi Morthens og Bríet syngja saman í laginu Ástrós. Bubbi Morthens og Bríet náðu, eins og oft áður, til ótalmargra hlustenda þegar lagið Ástrós kom út í mars mánuði ársins 2021. Nú er komið að því að velja lag ársins fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 standa saman að þessari verðlaunahátíð og í flokknum Lag Ársins koma sjö lög til greina. Lífið á Vísi setti sig í samband við tónlistarfólkið á bak við þessa hittara og fékk að heyra söguna á bak við lagið. Næsta lag sem við kynnum til leiks er lagið Ástrós sem Bubbi Morthens samdi og syngur ásamt Bríeti. Blaðamaður fékk þau til að svara nokkrum spurningum. Hvernig kviknaði hugmyndin að laginu og hvaðan kom innblásturinn? Bubbi Morthens: Hugmyndin að laginu kom í kringum 1982/3 þegar ég fékk beiðni um að koma í kvennafangelsið að spila, en ég var þá byrjaður að spila á Litla Hrauni. Þetta var þá nýtt fangelsi og ég spilaði fyrir fanga konur. Síðan hefur þetta í rauninni verið að malla í mér öll þessi ár. Það var líka punktur í þessu lagi sem var frá bíómynd sem ég sá þegar ég var fjórtán ára sem heitir They Shoot Horses Don’t They með Jane Fonda í aðalhlutverki og þaðan kviknaði þessi hugmynd að ég gæti notað þetta einhvern tíma seinna meir. View this post on Instagram A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) Hvernig gekk ferlið og hvernig varð lagið að veruleika? Bubbi Morthens: Svo varð það bara covidið og heimilisofbeldi og ofbeldi gagnvart konum sem varð kveikjan að laginu. Það kom frétt í sjónvarpinu og ég stökk inn í bílskúr og samdi þetta lag og spilaði það svo fyrir konuna mína Hrafnhildi. Hún sagði „Þetta lag verður hittari“, en ég hélt að það væri nú ekki líklegt að lag geti orðið hittari sem fjallar um konu sem er að verja börnin sín og sig og drepur manninn sinn. En þannig fór það nú. Síðan er ég búinn að þekkja Bríeti síðan hún fæddist nánast þannig að ég hafði hana strax í huga með seinasta erindi. Svo fékk ég Bríeti til að koma og syngja þetta seinasta erindi sem hún gerði alveg frábærlega. Ég hitti GDRN líka, við vorum saman á fundi og ég spurði Guðrúnu hvort hún vildi koma með og setja raddir á. Sem að hún og gerði. Guðmundur Óskar útsetti lagið með mér og við unnum það svolítið í ferlinu sem var þegar við vorum að gera plötuna. View this post on Instagram A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) Bríet: Ég fæ símtal frá Bubba og hann vill að ég syngi á lag sem hann er með. Ég hlusta á það og var til í að prófa en vissi ekki alveg hvert þetta myndi fara. Þetta ferli var skemmtilegt og var svo rosa fljótt að gerast. Við tókum einhvern klukkutíma í að taka upp og allir voru mjög professional. Svo fer ég aftur upp í stúdíó síðar og klára að taka upp því ég var ekki nógu sátt með vocal tökurnar hjá mér. Á þeim tíma eigum við Bubbi rosa fallegt spjall þar sem við töluðum um sálarlífið og áföll og allt þetta. Ég og hann eigum sterka tengingu, erum búin að þekkjast síðan ég man eftir mér og hann er búinn fylgjast með mér fullorðnast. Það var gaman að fá að vera partur af þessu lagi og mér þykir mjög vænt um þetta session, sem var lærdómsríkt og hlýlegt. Áttir þú von á því að lagið myndi ná svona vel til hlustenda? Bubbi Morthens: Það skiptir máli að þú hafir eitthvað að segja og það skiptir máli að þú getir sett hlutina líka þannig fram að það snerti fólk, og ég held að þetta lag hafi erindi, eins og svo mörg lög sem ég hef gert sem að fjalla um hluti sem aðrir tala ekki um. En nei, ég átti ekki von á því að svona lag með svona umfjöllunarefni yrði svona stórt, engan veginn. Bríet: Við töluðum sérstaklega um það að þetta lag myndi ekki verða stórt af því þetta væri bara þannig sett upp, með langt intro og svona, og vorum bæði mjög meðvituð um að lagið yrði ekki hittari. En svo er lífið alltaf að koma manni á óvart og það var fallegt að sjá þetta lag verða að því sem það varð og ég held að ástæðan fyrir því sé af því við vorum að syngja frá hjartanu og erum segja mjög mikilvæga sögu, og við tengjum. Þannig að það var óvænt ánægja að þetta lag hafi verið stórt! View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3dj2EmsZaP8">watch on YouTube</a> Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin er nú í fullum gangi og geta hlustendur kosið það sem þeim þótti standa upp úr hér Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Tengdar fréttir Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. 28. janúar 2022 11:31 „Eitt besta popplag sem ég hef fengið að vinna við síðustu þrjátíu árin“ Árið 2021 var öflugt tónlistar ár hjá íslensku tónlistarfólki sem sendi frá sér ófáa smelli. 29. janúar 2022 11:30 „Staðreyndin er sú að ég hef aldrei getað borðað túnfisksalat“ Tónlistarfólkið Jón Jónsson og Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, sendu frá sér lagið Ef ástin er hrein þann 15. janúar 2021 við góðar viðtökur en lagið sat meðal annars í fyrsta sæti á árslistum FM957 og Bylgjunnar fyrir árið 2021. 30. janúar 2022 11:31 Sleppti þessu út í kosmósinn og vonaði það besta Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson sendi frá sér lagið Segðu Mér í janúarmánuði ársins 2021. Lagið var með vinsælli lögum ársins en það er einnig að finna á nýútgefinni plötu Friðriks Dórs Dætur. 31. janúar 2022 11:31 „Það eru engar reglur í tónlistinni sem við gerum“ Tónlistarmaðurinn Aron Can gaf út lagið FLÝG UPP í lok apríl síðasta árs en lagið sló í gegn og er með rúmlega 1,2 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. 1. febrúar 2022 11:31 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nú er komið að því að velja lag ársins fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 standa saman að þessari verðlaunahátíð og í flokknum Lag Ársins koma sjö lög til greina. Lífið á Vísi setti sig í samband við tónlistarfólkið á bak við þessa hittara og fékk að heyra söguna á bak við lagið. Næsta lag sem við kynnum til leiks er lagið Ástrós sem Bubbi Morthens samdi og syngur ásamt Bríeti. Blaðamaður fékk þau til að svara nokkrum spurningum. Hvernig kviknaði hugmyndin að laginu og hvaðan kom innblásturinn? Bubbi Morthens: Hugmyndin að laginu kom í kringum 1982/3 þegar ég fékk beiðni um að koma í kvennafangelsið að spila, en ég var þá byrjaður að spila á Litla Hrauni. Þetta var þá nýtt fangelsi og ég spilaði fyrir fanga konur. Síðan hefur þetta í rauninni verið að malla í mér öll þessi ár. Það var líka punktur í þessu lagi sem var frá bíómynd sem ég sá þegar ég var fjórtán ára sem heitir They Shoot Horses Don’t They með Jane Fonda í aðalhlutverki og þaðan kviknaði þessi hugmynd að ég gæti notað þetta einhvern tíma seinna meir. View this post on Instagram A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) Hvernig gekk ferlið og hvernig varð lagið að veruleika? Bubbi Morthens: Svo varð það bara covidið og heimilisofbeldi og ofbeldi gagnvart konum sem varð kveikjan að laginu. Það kom frétt í sjónvarpinu og ég stökk inn í bílskúr og samdi þetta lag og spilaði það svo fyrir konuna mína Hrafnhildi. Hún sagði „Þetta lag verður hittari“, en ég hélt að það væri nú ekki líklegt að lag geti orðið hittari sem fjallar um konu sem er að verja börnin sín og sig og drepur manninn sinn. En þannig fór það nú. Síðan er ég búinn að þekkja Bríeti síðan hún fæddist nánast þannig að ég hafði hana strax í huga með seinasta erindi. Svo fékk ég Bríeti til að koma og syngja þetta seinasta erindi sem hún gerði alveg frábærlega. Ég hitti GDRN líka, við vorum saman á fundi og ég spurði Guðrúnu hvort hún vildi koma með og setja raddir á. Sem að hún og gerði. Guðmundur Óskar útsetti lagið með mér og við unnum það svolítið í ferlinu sem var þegar við vorum að gera plötuna. View this post on Instagram A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) Bríet: Ég fæ símtal frá Bubba og hann vill að ég syngi á lag sem hann er með. Ég hlusta á það og var til í að prófa en vissi ekki alveg hvert þetta myndi fara. Þetta ferli var skemmtilegt og var svo rosa fljótt að gerast. Við tókum einhvern klukkutíma í að taka upp og allir voru mjög professional. Svo fer ég aftur upp í stúdíó síðar og klára að taka upp því ég var ekki nógu sátt með vocal tökurnar hjá mér. Á þeim tíma eigum við Bubbi rosa fallegt spjall þar sem við töluðum um sálarlífið og áföll og allt þetta. Ég og hann eigum sterka tengingu, erum búin að þekkjast síðan ég man eftir mér og hann er búinn fylgjast með mér fullorðnast. Það var gaman að fá að vera partur af þessu lagi og mér þykir mjög vænt um þetta session, sem var lærdómsríkt og hlýlegt. Áttir þú von á því að lagið myndi ná svona vel til hlustenda? Bubbi Morthens: Það skiptir máli að þú hafir eitthvað að segja og það skiptir máli að þú getir sett hlutina líka þannig fram að það snerti fólk, og ég held að þetta lag hafi erindi, eins og svo mörg lög sem ég hef gert sem að fjalla um hluti sem aðrir tala ekki um. En nei, ég átti ekki von á því að svona lag með svona umfjöllunarefni yrði svona stórt, engan veginn. Bríet: Við töluðum sérstaklega um það að þetta lag myndi ekki verða stórt af því þetta væri bara þannig sett upp, með langt intro og svona, og vorum bæði mjög meðvituð um að lagið yrði ekki hittari. En svo er lífið alltaf að koma manni á óvart og það var fallegt að sjá þetta lag verða að því sem það varð og ég held að ástæðan fyrir því sé af því við vorum að syngja frá hjartanu og erum segja mjög mikilvæga sögu, og við tengjum. Þannig að það var óvænt ánægja að þetta lag hafi verið stórt! View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3dj2EmsZaP8">watch on YouTube</a> Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin er nú í fullum gangi og geta hlustendur kosið það sem þeim þótti standa upp úr hér
Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Tengdar fréttir Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. 28. janúar 2022 11:31 „Eitt besta popplag sem ég hef fengið að vinna við síðustu þrjátíu árin“ Árið 2021 var öflugt tónlistar ár hjá íslensku tónlistarfólki sem sendi frá sér ófáa smelli. 29. janúar 2022 11:30 „Staðreyndin er sú að ég hef aldrei getað borðað túnfisksalat“ Tónlistarfólkið Jón Jónsson og Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, sendu frá sér lagið Ef ástin er hrein þann 15. janúar 2021 við góðar viðtökur en lagið sat meðal annars í fyrsta sæti á árslistum FM957 og Bylgjunnar fyrir árið 2021. 30. janúar 2022 11:31 Sleppti þessu út í kosmósinn og vonaði það besta Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson sendi frá sér lagið Segðu Mér í janúarmánuði ársins 2021. Lagið var með vinsælli lögum ársins en það er einnig að finna á nýútgefinni plötu Friðriks Dórs Dætur. 31. janúar 2022 11:31 „Það eru engar reglur í tónlistinni sem við gerum“ Tónlistarmaðurinn Aron Can gaf út lagið FLÝG UPP í lok apríl síðasta árs en lagið sló í gegn og er með rúmlega 1,2 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. 1. febrúar 2022 11:31 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05
Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. 28. janúar 2022 11:31
„Eitt besta popplag sem ég hef fengið að vinna við síðustu þrjátíu árin“ Árið 2021 var öflugt tónlistar ár hjá íslensku tónlistarfólki sem sendi frá sér ófáa smelli. 29. janúar 2022 11:30
„Staðreyndin er sú að ég hef aldrei getað borðað túnfisksalat“ Tónlistarfólkið Jón Jónsson og Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, sendu frá sér lagið Ef ástin er hrein þann 15. janúar 2021 við góðar viðtökur en lagið sat meðal annars í fyrsta sæti á árslistum FM957 og Bylgjunnar fyrir árið 2021. 30. janúar 2022 11:31
Sleppti þessu út í kosmósinn og vonaði það besta Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson sendi frá sér lagið Segðu Mér í janúarmánuði ársins 2021. Lagið var með vinsælli lögum ársins en það er einnig að finna á nýútgefinni plötu Friðriks Dórs Dætur. 31. janúar 2022 11:31
„Það eru engar reglur í tónlistinni sem við gerum“ Tónlistarmaðurinn Aron Can gaf út lagið FLÝG UPP í lok apríl síðasta árs en lagið sló í gegn og er með rúmlega 1,2 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. 1. febrúar 2022 11:31