Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Geimfarar sofandi um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. Í vísindaskáldskap hafa geimfarar lengi lagst í dvala eða fryst sig til að gera geimferðir auðveldari en nú er útlit fyrir að vísindaskáldskapur sé enn einu sinni að teygja anga sína til raunveruleikans. Þegar menn verða sendir til Mars á komandi árum gera sérfræðingar ráð fyrir því að þeir þurfi að taka með sér vatn og mat fyrir tveggja ára ferðalag. Vísindamenn ESA áætla að þegar tekið sé saman hvað fylgi hverjum geimfara á degi hverjum sé það um 30 kíló. Þar er um að ræða mat sem þeir borða, vatn sem þeir drekka, loft sem þeira anda úrgang, umbúðir sem fylgja öllum birgðum og annað. Hér má sjá hvernig vísindamenn áætla þá þyngd sem fylgir sex geimförum til Mars á degi hverjum. Þarna er borið saman hvað þyrfti í geimferð ef geimfarar eru í dvala annars vegar og ekki hins vegar. Til dæmis þyrfti 703 kíló af mat ef þeir væru í dvala og tæp sex tonn án dvala. Þó yrði eflaust hægt að draga úr því að einhverju leyti með því að rækta mat um borð í geimfarinu og endurvinna drykkjarvatn úr þvagi og saur. Allur sá búnaður sem til þyrfti myndi þó einnig vega mikið og taka mikið pláss. Burtséð frá þyngd og plássi þarf einnig að taka tillit til þess andlega álags sem langar geimferðir í takmörkuðu rými og miklu návígi valda. Birnir sambærilegastir mönnum Í nýrri grein á vef ESA segir að mörg dýr í náttúrunni hafi sýnt fram á getu til að draga verulega úr líkamsstarfsemi og leggjast í dvala til lengri tíma. Það geri þau vegna til að lifa af kulda, skort á fæðu og vatni. Vísindamenn ESA líta þó til bjarndýra. Þeir hafi margir sambærilegan massa og menn og menn ættu að þola sambærilega lækkun líkamshita og birnir upplifa í dvala. Þá eru bjarnategundir sem leggjast í dvala í sex mánuði, án þess að missa mikinn vöðvamassa. Þeir eru einungis um tuttugu daga að komast aftur í hefðbundið form. Ef maður myndi leggjast niður í sex mánuði myndi hann tapa miklum vöðvamassa og beinastyrk, auk þess sem líkurnar á hjartaáfalli myndu aukast til muna. Hér má sjá frægt atriði úr Alien þar sem áhöfn geimskipsins Nostromo vaknar úr dvala. Eins og birnir þyrftu mennskir geimfarar að safna upp fitubirgðum áður en þeir myndu leggjast í dvala. Takist vísindamönnum að leggja geimfara í dvala yrðu langar geimferðir mun auðveldari í framkvæmd en dvalinn gæti þar að auki varið geimfara gegn skaðlegri geislun sem segulsvið jarðarinnar ver okkur gegn. ESA Vísindamenn ESA, sem birtu rannsóknargrein um dvala í geimferðum í desember, segja lítið magn testósteróns virðast skipta sköpum í dvala spendýra og estrógen hafi mikla stjórn á efnaskiptum í líkamanum. Þá segja þeir vísbendingar um að auðveldara sé að setja konur í dvala en menn og því séu þær mögulega betri geimfarar í löngum geimferðum. Þeir leggja til að byggja nokkurs konar skeljar fyrir geimfara þar sem aðstæður yrðu kjörnar fyrir dvala. Birta væri lítil, hitastig undir tíu gráðum og raki mikill. Gervigreind gæti svo fylgst með heilsu geimfaranna í gegnum skynjara og sömuleiðis fylgst með ástandi geimfarsins. Hver skel ætti að vera umkringd vatni sem myndi verja geimfaranna gegn hættulegri geislun. Geimurinn Tækni Mars Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Í vísindaskáldskap hafa geimfarar lengi lagst í dvala eða fryst sig til að gera geimferðir auðveldari en nú er útlit fyrir að vísindaskáldskapur sé enn einu sinni að teygja anga sína til raunveruleikans. Þegar menn verða sendir til Mars á komandi árum gera sérfræðingar ráð fyrir því að þeir þurfi að taka með sér vatn og mat fyrir tveggja ára ferðalag. Vísindamenn ESA áætla að þegar tekið sé saman hvað fylgi hverjum geimfara á degi hverjum sé það um 30 kíló. Þar er um að ræða mat sem þeir borða, vatn sem þeir drekka, loft sem þeira anda úrgang, umbúðir sem fylgja öllum birgðum og annað. Hér má sjá hvernig vísindamenn áætla þá þyngd sem fylgir sex geimförum til Mars á degi hverjum. Þarna er borið saman hvað þyrfti í geimferð ef geimfarar eru í dvala annars vegar og ekki hins vegar. Til dæmis þyrfti 703 kíló af mat ef þeir væru í dvala og tæp sex tonn án dvala. Þó yrði eflaust hægt að draga úr því að einhverju leyti með því að rækta mat um borð í geimfarinu og endurvinna drykkjarvatn úr þvagi og saur. Allur sá búnaður sem til þyrfti myndi þó einnig vega mikið og taka mikið pláss. Burtséð frá þyngd og plássi þarf einnig að taka tillit til þess andlega álags sem langar geimferðir í takmörkuðu rými og miklu návígi valda. Birnir sambærilegastir mönnum Í nýrri grein á vef ESA segir að mörg dýr í náttúrunni hafi sýnt fram á getu til að draga verulega úr líkamsstarfsemi og leggjast í dvala til lengri tíma. Það geri þau vegna til að lifa af kulda, skort á fæðu og vatni. Vísindamenn ESA líta þó til bjarndýra. Þeir hafi margir sambærilegan massa og menn og menn ættu að þola sambærilega lækkun líkamshita og birnir upplifa í dvala. Þá eru bjarnategundir sem leggjast í dvala í sex mánuði, án þess að missa mikinn vöðvamassa. Þeir eru einungis um tuttugu daga að komast aftur í hefðbundið form. Ef maður myndi leggjast niður í sex mánuði myndi hann tapa miklum vöðvamassa og beinastyrk, auk þess sem líkurnar á hjartaáfalli myndu aukast til muna. Hér má sjá frægt atriði úr Alien þar sem áhöfn geimskipsins Nostromo vaknar úr dvala. Eins og birnir þyrftu mennskir geimfarar að safna upp fitubirgðum áður en þeir myndu leggjast í dvala. Takist vísindamönnum að leggja geimfara í dvala yrðu langar geimferðir mun auðveldari í framkvæmd en dvalinn gæti þar að auki varið geimfara gegn skaðlegri geislun sem segulsvið jarðarinnar ver okkur gegn. ESA Vísindamenn ESA, sem birtu rannsóknargrein um dvala í geimferðum í desember, segja lítið magn testósteróns virðast skipta sköpum í dvala spendýra og estrógen hafi mikla stjórn á efnaskiptum í líkamanum. Þá segja þeir vísbendingar um að auðveldara sé að setja konur í dvala en menn og því séu þær mögulega betri geimfarar í löngum geimferðum. Þeir leggja til að byggja nokkurs konar skeljar fyrir geimfara þar sem aðstæður yrðu kjörnar fyrir dvala. Birta væri lítil, hitastig undir tíu gráðum og raki mikill. Gervigreind gæti svo fylgst með heilsu geimfaranna í gegnum skynjara og sömuleiðis fylgst með ástandi geimfarsins. Hver skel ætti að vera umkringd vatni sem myndi verja geimfaranna gegn hættulegri geislun.
Geimurinn Tækni Mars Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45
„Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætluninnar enn og aftur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. 21. desember 2021 16:20
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05