Bara þrír eftir úr síðasta byrjunarliði Wengers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2022 17:01 Alexandre Lacazette er einn fárra í leikmannahópi Arsenal sem spilaði undir stjórn Arsenes Wenger. getty/Catherine Ivill Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Arsenal síðan Arsene Wenger hætti sem knattspyrnustjóri liðsins vorið 2018. Til marks um það eru aðeins þrír leikmenn eftir úr síðasta byrjunarliðinu sem Wenger stillti upp sem stjóri Arsenal. Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hann er sá áttundi úr síðasta byrjunarliði Wengers sem yfirgefur félagið síðan hann hætti fyrir rúmum þremur árum. Wenger stýrði Arsenal í síðasta sinn þegar liðið vann Huddersfield Town í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. maí 2018. Aubameyang skoraði eina mark leiksins. Aðeins þrír úr byrjunarliði Arsenal þennan dag eru enn hjá félaginu. Þetta eru þeir Rob Holding, Granit Xhaka og Alexandre Lacazette. Hinir átta í byrjunarliðinu eru farnir sem og allir þrír varamennirnir. Þetta eru þeir David Ospina, Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Sead Kolasinac, Aaron Ramsey, Alex Iwobi, Henrikh Mkhitaryan, Aubameyang, Nacho Monreal, Danny Welbeck og Ainsley Maitland-Niles. Sá síðastnefndi er reyndar enn samningsbundinn Arsenal en var lánaður til Roma í síðasta mánuði. Arsenal's last XI under Arsene Wenger:Ospina Bellerin Mustafi HoldingKolasinac XhakaRamsey Iwobi Mkhitaryan Aubameyang LacazetteOnly 3 are currently at the club pic.twitter.com/0VhLslW0xP— GOAL (@goal) February 1, 2022 Tveir af ofannefndum leikmönnum fóru frá Arsenal í síðasta mánuði, Aubameyang og Kolasinac. Sem fyrr sagði fór Aubameyang til Barcelona en Kolasinac til Marseille. Unai Emery tók við Arsenal af Wenger en entist aðeins rúmt tímabil hjá félaginu. Í desember 2020 var Mikel Arteta ráðinn stjóri Arsenal. Wenger keypti hann til Arsenal 2011 og gerði hann meðal annars að fyrirliða liðsins. Wenger stýrði Arsenal í 22 ár. Á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. Enski boltinn Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hann er sá áttundi úr síðasta byrjunarliði Wengers sem yfirgefur félagið síðan hann hætti fyrir rúmum þremur árum. Wenger stýrði Arsenal í síðasta sinn þegar liðið vann Huddersfield Town í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. maí 2018. Aubameyang skoraði eina mark leiksins. Aðeins þrír úr byrjunarliði Arsenal þennan dag eru enn hjá félaginu. Þetta eru þeir Rob Holding, Granit Xhaka og Alexandre Lacazette. Hinir átta í byrjunarliðinu eru farnir sem og allir þrír varamennirnir. Þetta eru þeir David Ospina, Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Sead Kolasinac, Aaron Ramsey, Alex Iwobi, Henrikh Mkhitaryan, Aubameyang, Nacho Monreal, Danny Welbeck og Ainsley Maitland-Niles. Sá síðastnefndi er reyndar enn samningsbundinn Arsenal en var lánaður til Roma í síðasta mánuði. Arsenal's last XI under Arsene Wenger:Ospina Bellerin Mustafi HoldingKolasinac XhakaRamsey Iwobi Mkhitaryan Aubameyang LacazetteOnly 3 are currently at the club pic.twitter.com/0VhLslW0xP— GOAL (@goal) February 1, 2022 Tveir af ofannefndum leikmönnum fóru frá Arsenal í síðasta mánuði, Aubameyang og Kolasinac. Sem fyrr sagði fór Aubameyang til Barcelona en Kolasinac til Marseille. Unai Emery tók við Arsenal af Wenger en entist aðeins rúmt tímabil hjá félaginu. Í desember 2020 var Mikel Arteta ráðinn stjóri Arsenal. Wenger keypti hann til Arsenal 2011 og gerði hann meðal annars að fyrirliða liðsins. Wenger stýrði Arsenal í 22 ár. Á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari.
Enski boltinn Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira