Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 10:30 Hér sést bílalest rússneska hersins á Krímskaga en Rússar hafa safnað saman um 100.000 hermönnum á landamærum Rússlands og Úkraínu á síðustu vikum. Vísir/AP Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og bendir ýmislegt til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Bandarískir embættismenn telja þetta augljósa vísbendingu um að Rússar séu að undirbúa átök og séu tilbúnir í þau. Á blaðamannafundi Joe Biden í gær tilkynnti hann að á næstu dögum yrðu bandarískir hermenn fluttir til Austur-Evrópu til að styrkja hersveitir NATO á svæðinu. Ekki yrði um mikinn fjölda að ræða en tugþúsundir hermanna eru nú þegar staðsettir í Evrópu en þá aðallega í vesturhluta álfunnar. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hélt blaðamannafund í Kiev í gær.Vísir/AP Hljóðið í Úkraínumönnum sjálfum er þó töluvert annað en í forsvarsmönnum NATO. Nokkrum klukkustundum áður en Biden hélt sinn fund hélt Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, blaðamannafund þar sem hann sagði að hann hefði beðið Biden um að ýkja ekki hættuna á stríði í fjölmiðlum. „Það eru engir stríðsvagnar á götunum hér en fjölmiðlar láta líta út fyrir það að hér sé stríð. Þannig er það ekki og við þurfum ekki þessa hræðslu,“ sagði Zelensky á blaðamannafundinum og bætti við að almenningur í Úkraínu hefði lært að lifa með hótunum nágranna sinna síðan Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Vladimir Putin, forseti Rússlands, ræddi við Emanuel Macron Frakklandsforseta í síma í gær þar sem hann ítrekaði að hann vildi ekki að ástandið myndi magnast enn frekar. Rússar hafa haldið því fram að heræfingar séu ástæðan fyrir fjölgun rússenskra hermanna á landamærunum við Úkraínu og utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sagði að það væri af og frá að Rússar vildu hefja stríð. Úkraína Rússland Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og bendir ýmislegt til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Bandarískir embættismenn telja þetta augljósa vísbendingu um að Rússar séu að undirbúa átök og séu tilbúnir í þau. Á blaðamannafundi Joe Biden í gær tilkynnti hann að á næstu dögum yrðu bandarískir hermenn fluttir til Austur-Evrópu til að styrkja hersveitir NATO á svæðinu. Ekki yrði um mikinn fjölda að ræða en tugþúsundir hermanna eru nú þegar staðsettir í Evrópu en þá aðallega í vesturhluta álfunnar. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hélt blaðamannafund í Kiev í gær.Vísir/AP Hljóðið í Úkraínumönnum sjálfum er þó töluvert annað en í forsvarsmönnum NATO. Nokkrum klukkustundum áður en Biden hélt sinn fund hélt Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, blaðamannafund þar sem hann sagði að hann hefði beðið Biden um að ýkja ekki hættuna á stríði í fjölmiðlum. „Það eru engir stríðsvagnar á götunum hér en fjölmiðlar láta líta út fyrir það að hér sé stríð. Þannig er það ekki og við þurfum ekki þessa hræðslu,“ sagði Zelensky á blaðamannafundinum og bætti við að almenningur í Úkraínu hefði lært að lifa með hótunum nágranna sinna síðan Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Vladimir Putin, forseti Rússlands, ræddi við Emanuel Macron Frakklandsforseta í síma í gær þar sem hann ítrekaði að hann vildi ekki að ástandið myndi magnast enn frekar. Rússar hafa haldið því fram að heræfingar séu ástæðan fyrir fjölgun rússenskra hermanna á landamærunum við Úkraínu og utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sagði að það væri af og frá að Rússar vildu hefja stríð.
Úkraína Rússland Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39
Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32