Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í NBA, hand­bolti hér heima, blast Premi­er, enski fót­boltinn og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stephen Curry og félagar eru í beinni í nótt.
Stephen Curry og félagar eru í beinni í nótt. AP Photo/Jeff Chiu

Eitthvað fyrir alla á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.20 mætast HK og Afturelding í Olís-deild kvenna í handbolta.

Klukkan 17.40 er Seinni bylgjan, kvenna, á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Sjóðandi heitt lið Fulham tekur á móti Blackpool í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Heimamenn hafa tætt hverja vörnina á fætur annarri í sig að undanförnu og gætu vel haldið því áfram í dag.

Klukkan 17.25 er STÓRLEIKUR Peterborough United og Sheffield United á dagskrá. Þarna er um að ræða viðureign sem allt knattspyrnuáhugafólk ætti að vilja sjá.

Að lokum er svo alvöru stórleikur í NBA-deildinni í körfubolta en klukkan 01.30 mætast Golden State Warriors og Brooklyn Nets.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 13.30 hefst upphitun fyrir annan dag BLAST Premier-deildarinnar í CS:GO. Klukkan 14.00 er svo viðureign NAVI og MIBR á dagskrá. Klukkan 15.00 er leikur Astralis og OG Esports á dagskrá.

Dagskráin heldur svo bara áfram fram eftir degi.

Stöð 2 Golf

Dagurinn hefst snemma en klukkan 07.00 fer Dubai Desert Classic-mótið af stað. Klukkan 16.30 fer Gainbridge LPGA mótið af stað. Klukkan 19.30 er Farmers Insurance Open á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×