Gömul eldflaug SpaceX stefnir hraðbyr á tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 14:00 Talið er að eldflaugin muni brotlenda á myrku hlið tunglsins þann 4. mars. Vísir/Vilhelm Falcon 9 eldflaug sem starfsmenn SpaceX skutu út í geim frá Flórída árið 2015 virðist ætla að brotlenda á tunglinu á næstu vikum. Síðan þá hefur eldflaugin verið á fleygiferð í kringum jörðina og tunglið. Við hefðbundnar kringumstæður er Falcon 9 eldflaugum lent aftur á jörðinni en það var ekki hægt í þessu tilfelli. Eldflaugin bar Deep Space Climate Observatory-gervihnöttinn út í geim en honum þurfti að koma í um milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, á svokallaðan Lagrange punkt-1. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdarkrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. James Webb geimsjónaukinn lauk í vikunni ferðalagi sínu til Lagrange punkts-2. Sjá einnig: James Webb kominn á áfangastað Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX sendi farm svo langt út í geim. Vegna þess hve langt þurfti að koma DSCO var ekki hægt að lenda eldflauginni aftur. Þó eldflaugin hafi farið langt, fór hún ekki nógu langt til að komast undan þyngdarafli jarðarinnar og tunglsins og hefur verið á ferð um svæðið frá 2015. Nú virðist þeirri ferð vera að ljúka. Jonathan McDowell er stjarnfræðingur við Harvard-háskóla. Hann segir brotlendinguna áhugaverða en ekkert merkilega. For those asking: yes, an old Falcon 9 second stage left in high orbit in 2015 is going to hit the moon on March 4. It's interesting, but not a big deal.— Jonathan McDowell (@planet4589) January 25, 2022 Í nýlegri grein á vef Ars Technica segir að sérfræðingar telji að eldflaugin muni brotlenda á tunglinu þann 4. mars. Ekki er talið að brotlendingin verði sjáanleg frá jörðinni þar sem eldflaugin mun líklegast skella á bakhlið tunglsins, um miðbaug þess. Gervihnettir sem eru á braut um tunglið gætu þó aflað upplýsinga um brotlendinguna, þó þeir muni líklega ekki fanga brotlendinguna sjálfa. Eldflaugin er um fjögur tonn að þyngd og ætti að skella á tunglinu á um 2,58 kílómetra hraða á sekúndu. SpaceX Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6. desember 2021 10:50 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Við hefðbundnar kringumstæður er Falcon 9 eldflaugum lent aftur á jörðinni en það var ekki hægt í þessu tilfelli. Eldflaugin bar Deep Space Climate Observatory-gervihnöttinn út í geim en honum þurfti að koma í um milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, á svokallaðan Lagrange punkt-1. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdarkrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. James Webb geimsjónaukinn lauk í vikunni ferðalagi sínu til Lagrange punkts-2. Sjá einnig: James Webb kominn á áfangastað Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX sendi farm svo langt út í geim. Vegna þess hve langt þurfti að koma DSCO var ekki hægt að lenda eldflauginni aftur. Þó eldflaugin hafi farið langt, fór hún ekki nógu langt til að komast undan þyngdarafli jarðarinnar og tunglsins og hefur verið á ferð um svæðið frá 2015. Nú virðist þeirri ferð vera að ljúka. Jonathan McDowell er stjarnfræðingur við Harvard-háskóla. Hann segir brotlendinguna áhugaverða en ekkert merkilega. For those asking: yes, an old Falcon 9 second stage left in high orbit in 2015 is going to hit the moon on March 4. It's interesting, but not a big deal.— Jonathan McDowell (@planet4589) January 25, 2022 Í nýlegri grein á vef Ars Technica segir að sérfræðingar telji að eldflaugin muni brotlenda á tunglinu þann 4. mars. Ekki er talið að brotlendingin verði sjáanleg frá jörðinni þar sem eldflaugin mun líklegast skella á bakhlið tunglsins, um miðbaug þess. Gervihnettir sem eru á braut um tunglið gætu þó aflað upplýsinga um brotlendinguna, þó þeir muni líklega ekki fanga brotlendinguna sjálfa. Eldflaugin er um fjögur tonn að þyngd og ætti að skella á tunglinu á um 2,58 kílómetra hraða á sekúndu.
SpaceX Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6. desember 2021 10:50 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6. desember 2021 10:50
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47