Þrír Íslendingar meðal þrjátíu bestu handboltamanna heims Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 14:15 Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á fimmtíu manna lista sem TV2 gaf út yfir bestu handboltamenn heims. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Norski miðillinn TV2 hefur sett saman lista yfir 50 bestu handboltamenn heims. Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á listanum og er enginn þeirra neðar en 28. sæti. Einmitt í 28. sæti situr Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. „Þegar við töldum að blómaskeiðinu væri að ljúka eftir að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru að stíga sín síðustu skref tekur næsta kynslóð stórt skref upp á við. Elísson hefur verið frábær í vinstra horninu fyrir Lemgo í nokkur ár og er við það að festa sig í sessi sem einn sá besti í heiminum í sinni stöðu,“ segir í umfjöllun TV2. Bjarki Már er einn besti vinstri hornamaður heims samkvæmt umfjöllun TV2.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í 20. sæti listans situr Aron Pálmarsson, leikmaður Aalborg í Danmörku. Aron hefur um árabil verið talinn einn af betri handboltamönnum heims, og Hafnfirðingurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. „Ofurhæfileikaríkur og hefur spilað með öllum bestu liðum Evrópu. Þreytti frumraun sína í efstu deild á Íslandi aðeins 15 ára gamall,“ segir meðal annars í umsögn TV2. TV2 metur það sem svo að Aron Pálmarsson sé 20. besti handboltamaður í heimi.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Efstur Íslendinga á listanum er íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, í 19. sæti. Ómar var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili og með Magdeburg varð Selfyssingurinn Evrópumeistari og Heimsmeistari félagsliða á síðasta ári. „Þessi 24 ára gamli leikmaður varð markahæstur á sínu fyrsta tímabili í bestu deild heims. Hann skoraði 274 mörk og enginn hefur skorað fleiri mörk í deildinni síðan Savas Karipidis skoraði 282 tímabiliði 2008-2009.“ Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í efsta sæti listans situr Frakkinn Dika Mem, leikmaður Barcelona. Á eftir honum koma Alex Dujsjebajev í öðru sæti, Norðmaðurinn Sander Sagosen í þriðja og Danirnir Mathias Gidsel og Niklas Landin í fjórða og fimmta sæti. Handbolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
Einmitt í 28. sæti situr Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. „Þegar við töldum að blómaskeiðinu væri að ljúka eftir að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru að stíga sín síðustu skref tekur næsta kynslóð stórt skref upp á við. Elísson hefur verið frábær í vinstra horninu fyrir Lemgo í nokkur ár og er við það að festa sig í sessi sem einn sá besti í heiminum í sinni stöðu,“ segir í umfjöllun TV2. Bjarki Már er einn besti vinstri hornamaður heims samkvæmt umfjöllun TV2.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í 20. sæti listans situr Aron Pálmarsson, leikmaður Aalborg í Danmörku. Aron hefur um árabil verið talinn einn af betri handboltamönnum heims, og Hafnfirðingurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. „Ofurhæfileikaríkur og hefur spilað með öllum bestu liðum Evrópu. Þreytti frumraun sína í efstu deild á Íslandi aðeins 15 ára gamall,“ segir meðal annars í umsögn TV2. TV2 metur það sem svo að Aron Pálmarsson sé 20. besti handboltamaður í heimi.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Efstur Íslendinga á listanum er íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, í 19. sæti. Ómar var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili og með Magdeburg varð Selfyssingurinn Evrópumeistari og Heimsmeistari félagsliða á síðasta ári. „Þessi 24 ára gamli leikmaður varð markahæstur á sínu fyrsta tímabili í bestu deild heims. Hann skoraði 274 mörk og enginn hefur skorað fleiri mörk í deildinni síðan Savas Karipidis skoraði 282 tímabiliði 2008-2009.“ Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í efsta sæti listans situr Frakkinn Dika Mem, leikmaður Barcelona. Á eftir honum koma Alex Dujsjebajev í öðru sæti, Norðmaðurinn Sander Sagosen í þriðja og Danirnir Mathias Gidsel og Niklas Landin í fjórða og fimmta sæti.
Handbolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira