Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2022 12:45 Róbert Wessman. Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Wessman, sem er forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech, sem hann segist knúinn til að senda frá sér. Það sé vegna þess að ýjað hafi verið að því að hann hafi komið að innbrotinu. Sagt var frá því í gær að brotist hefði verið inn í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs, og þar hafi þjófarnir komið höndum yfir lykla að skrifstofum miðilsins. Reynir sagði að um „útsendara“ væri að ræða og þeir hefðu farið inn á skrifstofurnar og eytt öllu út af fréttasíðunni, sem lá niðri um tíma í gær. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,” sagði Reynir í samtali við Vísi. Aðspurður um hvort einhverjir lægju undir grun nefndi Reynir Róbert Wessman. „Það er svo annar kapítúli. Við höfum verið að birta greinar um Róbert Wessman, sem hefur verið mjög ósáttur og viljað fá öll gögn sem ég bý yfir. Við sögðum frá því að lögfræðistofa í London sem kostar ekkert smáræði, sama stofa og vann fyrir Harvey Weinstein, er að vinna fyrir þá í því að krefja okkur um öll gögn sem snúa að Róbert Wessman. Nú get ég ekki látið blessaðan karlinn hafa þessi gögn. Þetta er allt horfið.” Í yfirlýsingu Róberts segir að honum hafi þótt umfjöllun Reynis og Mannlífs um sig og þau fyrirtæki sem hann stýri, afar óvægin. Umfjöllunin hafi einnig verið ófagleg og ítrekað verið ósönn. „Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna“ segir Róbert. Hann segir enn fremur að honum myndi aldrei koma í hug að beita aðferðum eins og nú sé „hermt upp á“ hann. „Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarnri umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað,“ segir Róbert. Hann segist vonast til þess að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt. Yfirlýsingin í heild sinni: Í gær var brotist inn á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs. Ég vona svo sannarlega að lögreglan taki málið föstum tökum og nái þeim sem þetta gerðu sem allra fyrst. Árásir á fjölmiðla eru aðför að lýðræðinu og eiga ekki að líðast. Ég er knúin til að tjá mig um málið þar sem að það hefur verið ýjað að því að ég hafi komið að þessu innbroti sem er fráleitt. Mér hefur þótt umfjöllun Reynis Traustasonar og Mannlífs um mig og þau fyrirtæki sem ég stýri afar óvægin, ófagleg og margítrekað ósönn. Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna. Mér myndi aldrei koma í hug að beita nokkrum af þeim aðferðum sem nú er hermt upp á mig. Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarnri umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað. Ég vona að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt. Virðingarfyllst, Róbert Wessman Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Wessman, sem er forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech, sem hann segist knúinn til að senda frá sér. Það sé vegna þess að ýjað hafi verið að því að hann hafi komið að innbrotinu. Sagt var frá því í gær að brotist hefði verið inn í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs, og þar hafi þjófarnir komið höndum yfir lykla að skrifstofum miðilsins. Reynir sagði að um „útsendara“ væri að ræða og þeir hefðu farið inn á skrifstofurnar og eytt öllu út af fréttasíðunni, sem lá niðri um tíma í gær. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,” sagði Reynir í samtali við Vísi. Aðspurður um hvort einhverjir lægju undir grun nefndi Reynir Róbert Wessman. „Það er svo annar kapítúli. Við höfum verið að birta greinar um Róbert Wessman, sem hefur verið mjög ósáttur og viljað fá öll gögn sem ég bý yfir. Við sögðum frá því að lögfræðistofa í London sem kostar ekkert smáræði, sama stofa og vann fyrir Harvey Weinstein, er að vinna fyrir þá í því að krefja okkur um öll gögn sem snúa að Róbert Wessman. Nú get ég ekki látið blessaðan karlinn hafa þessi gögn. Þetta er allt horfið.” Í yfirlýsingu Róberts segir að honum hafi þótt umfjöllun Reynis og Mannlífs um sig og þau fyrirtæki sem hann stýri, afar óvægin. Umfjöllunin hafi einnig verið ófagleg og ítrekað verið ósönn. „Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna“ segir Róbert. Hann segir enn fremur að honum myndi aldrei koma í hug að beita aðferðum eins og nú sé „hermt upp á“ hann. „Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarnri umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað,“ segir Róbert. Hann segist vonast til þess að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt. Yfirlýsingin í heild sinni: Í gær var brotist inn á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs. Ég vona svo sannarlega að lögreglan taki málið föstum tökum og nái þeim sem þetta gerðu sem allra fyrst. Árásir á fjölmiðla eru aðför að lýðræðinu og eiga ekki að líðast. Ég er knúin til að tjá mig um málið þar sem að það hefur verið ýjað að því að ég hafi komið að þessu innbroti sem er fráleitt. Mér hefur þótt umfjöllun Reynis Traustasonar og Mannlífs um mig og þau fyrirtæki sem ég stýri afar óvægin, ófagleg og margítrekað ósönn. Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna. Mér myndi aldrei koma í hug að beita nokkrum af þeim aðferðum sem nú er hermt upp á mig. Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarnri umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað. Ég vona að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt. Virðingarfyllst, Róbert Wessman
Í gær var brotist inn á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs. Ég vona svo sannarlega að lögreglan taki málið föstum tökum og nái þeim sem þetta gerðu sem allra fyrst. Árásir á fjölmiðla eru aðför að lýðræðinu og eiga ekki að líðast. Ég er knúin til að tjá mig um málið þar sem að það hefur verið ýjað að því að ég hafi komið að þessu innbroti sem er fráleitt. Mér hefur þótt umfjöllun Reynis Traustasonar og Mannlífs um mig og þau fyrirtæki sem ég stýri afar óvægin, ófagleg og margítrekað ósönn. Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna. Mér myndi aldrei koma í hug að beita nokkrum af þeim aðferðum sem nú er hermt upp á mig. Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarnri umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað. Ég vona að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt. Virðingarfyllst, Róbert Wessman
Fjölmiðlar Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira