Ómar Ingi: Trúðum því í alvörunni að við myndum vinna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2022 22:42 Ómar Ingi Magnússon sækir á Henrik Møllgaard. getty/Jure Erzen Ómar Ingi Magnússon var eðlilega svekktur með tap íslenska landsliðsins gegn Danmörku í fyrsta leik milliriðilsins á EM í kvöld. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir hópinn að koma sér í gang fyrir leikinn en að liðið hafi haft raunverulega trú á því að vinna heimsmeistarana í kvöld. „Það var erfitt og síðasti sólarhringur og meira en það er búinn að vera skrítinn og þetta var ágætis högg í magann fyrir okkur,“ sagði Ómar eftir leik. „Þetta er búið að vera mjög súrrealískt held ég bara og við reyndum hvað við gátum í dag en þetta var erfitt.“ „Ég er bara stoltur af liðinu fyrir að hafa mætt og virkilega trúað því að við ætluðum að vinna. Það var planið en það gekk ekki alveg eftir í dag. Við spiluðum samt fínan leik.“ Í fjarveru lykilmanna eins og Arons Pálmarssonar og Björvins Páls Gústavssonar þurfti Ómar Ingi að stíga upp og sýna sína leiðtogahæfileika í kvöld. „Ég bara reyndi að spila góðan leik. Ég var ekkert að pæla mikið í einhverju þannig, bara reyna að taka réttar ákvarðanir og þetta var bara svona allt í lagi hjá mér. Ég hefði getað gert aðeins betur en heilt yfir var þetta bara þokkalegt.“ Aðspurður að því hvort að íslenska liðið geti ekki gengið stolt frá borði miðað við allt sem undan hefur gengið seinasta sólarhringinn segir Ómar að leikmenn liðsins megi alveg vera það. „Jú, jú. Við erum náttúrulega keppnismenn og við trúðum því í alvörunni að við myndum vinna í dag. Það var planið og við vorum „all-in“ og það er virkilega flott að menn hafi náð að gíra sig í það. Ég er ánægður með það og við vorum að berjast í 60 mínútur,“ sagði Ómar að lokum. Klippa: Ómar EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
„Það var erfitt og síðasti sólarhringur og meira en það er búinn að vera skrítinn og þetta var ágætis högg í magann fyrir okkur,“ sagði Ómar eftir leik. „Þetta er búið að vera mjög súrrealískt held ég bara og við reyndum hvað við gátum í dag en þetta var erfitt.“ „Ég er bara stoltur af liðinu fyrir að hafa mætt og virkilega trúað því að við ætluðum að vinna. Það var planið en það gekk ekki alveg eftir í dag. Við spiluðum samt fínan leik.“ Í fjarveru lykilmanna eins og Arons Pálmarssonar og Björvins Páls Gústavssonar þurfti Ómar Ingi að stíga upp og sýna sína leiðtogahæfileika í kvöld. „Ég bara reyndi að spila góðan leik. Ég var ekkert að pæla mikið í einhverju þannig, bara reyna að taka réttar ákvarðanir og þetta var bara svona allt í lagi hjá mér. Ég hefði getað gert aðeins betur en heilt yfir var þetta bara þokkalegt.“ Aðspurður að því hvort að íslenska liðið geti ekki gengið stolt frá borði miðað við allt sem undan hefur gengið seinasta sólarhringinn segir Ómar að leikmenn liðsins megi alveg vera það. „Jú, jú. Við erum náttúrulega keppnismenn og við trúðum því í alvörunni að við myndum vinna í dag. Það var planið og við vorum „all-in“ og það er virkilega flott að menn hafi náð að gíra sig í það. Ég er ánægður með það og við vorum að berjast í 60 mínútur,“ sagði Ómar að lokum. Klippa: Ómar
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira