Telja sig hafa fundið þann sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 15:28 Anna Frank fékk hina frægu dagbók sína í 13 ára afmælisgjöf. Safn Önnu Frank í Amsterdam Niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar sagnfræðinga og annarra sérfræðinga bendir til þess að gyðingur að nafni Arnold van den Bergh hafi líklega verið sá sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista í Amsterdam í seinni heimstyrjöldinni. Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Faldi hún sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um tvö ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, hefur aldrei verið svarað með óyggjandi hætti. Telja sig vera komnir með svarið Sérfræðingar sem rannsakað hafa gögn málsins undanfarin sex ár telja sig hins vegar nú vera komnir með svarið, en fjallað var um rannsóknina í 60 mínútum á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í gær. Þar var rætt við Vince Pankoke, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá Bandarísku alríkislögreglunni, sem var einn af þeim sem kom að rannsókninni. Sérfræðingar beittu meðal annars algrímum til þess að skanna gögnin í leit að tengingum á milli mismunandi einstaklinga sem komu að málinu. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að líklega hafi gyðingur að nafni Arnold van der Bergh verið sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Það hafi hann gert til að bjarga eigin fjölskyldu. Er þetta byggt á ýmsum gögnum, meðal annars þeirri staðreynd að var meðlimum Gyðingaráðs Amsterdam, sem stofnað var af nasistum og var ætlað að framfylgja stefnu nasista á svæðum gyðinga í borginni. Ráðið var leyst upp árið 1943 og meðlimir þess sendir í útrýmingabúðir nasista. Í ljós kom hins vegar að Van den Berg var ekki sendur í útrýmingabúðir, heldur lifði hann tiltölulega venjulegu lífi í Amsterdam á þessum tíma. Þá benda ýmis gögn til þess að meðlimir ráðsins hafi gefið nasistum upplýsingar um aðra gyðinga. Lést árið 1950 „Þegar Van den Bergh naut ekki lengur verndar frá útrýmingarbúðunum varð hann að gefa nasistum eitthvað verðmætt til þess að tryggja öryggi hans og fjölskyldu hans,“ sagði Pankoke við 60 mínútur. Þar lýsir Pankoke því hvernig hann hafi beitt rannsóknaraðferðum FBI við rannsóknina. Í skjölum málsins fannst einnig afrit af bréfi sem sent hafði verið Otto Frank, föður Önnu Frank, en hann var sá eini af fjölskyldunni sem komst lífs af úr Helför nasista. Bréfið var nafnlaust en þar var Van den Bergh sagður vera sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Van den Bergh lést árið 1950 en Pankoke segir þó ekkert bendi til þess að van den Bergh hafi vitað nákvæmlega hvaða fjölskylda væri í felum hvar, þó að telja mætti líklegt að hann hafi vitað um heimilisföng þar sem vitað var að gyðingar væru í felum. Seinni heimsstyrjöldin Holland Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Anna Frank hélt úti dagbók meðan hún var í felum frá nasistum í seinna stríði. Bókin var gefin út eftir andlát hennar og hefur notið mikilla vinsælda áratugum saman. Faldi hún sig í fyrirtæki föður hennar árið 1942, mánuði eftir að hún fékk dagbókina í hendurnar á 13 ára afmælisdaginn sinn. Hún hélt sig í felum í um tvö ár áður en þýskir nasistar handtóku hana og fjölskyldu hennar. Hvernig nastistarnir fundu fjölskylduna, eftir að hafa verið svo lengi í felum, hefur aldrei verið svarað með óyggjandi hætti. Telja sig vera komnir með svarið Sérfræðingar sem rannsakað hafa gögn málsins undanfarin sex ár telja sig hins vegar nú vera komnir með svarið, en fjallað var um rannsóknina í 60 mínútum á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í gær. Þar var rætt við Vince Pankoke, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá Bandarísku alríkislögreglunni, sem var einn af þeim sem kom að rannsókninni. Sérfræðingar beittu meðal annars algrímum til þess að skanna gögnin í leit að tengingum á milli mismunandi einstaklinga sem komu að málinu. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að líklega hafi gyðingur að nafni Arnold van der Bergh verið sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Það hafi hann gert til að bjarga eigin fjölskyldu. Er þetta byggt á ýmsum gögnum, meðal annars þeirri staðreynd að var meðlimum Gyðingaráðs Amsterdam, sem stofnað var af nasistum og var ætlað að framfylgja stefnu nasista á svæðum gyðinga í borginni. Ráðið var leyst upp árið 1943 og meðlimir þess sendir í útrýmingabúðir nasista. Í ljós kom hins vegar að Van den Berg var ekki sendur í útrýmingabúðir, heldur lifði hann tiltölulega venjulegu lífi í Amsterdam á þessum tíma. Þá benda ýmis gögn til þess að meðlimir ráðsins hafi gefið nasistum upplýsingar um aðra gyðinga. Lést árið 1950 „Þegar Van den Bergh naut ekki lengur verndar frá útrýmingarbúðunum varð hann að gefa nasistum eitthvað verðmætt til þess að tryggja öryggi hans og fjölskyldu hans,“ sagði Pankoke við 60 mínútur. Þar lýsir Pankoke því hvernig hann hafi beitt rannsóknaraðferðum FBI við rannsóknina. Í skjölum málsins fannst einnig afrit af bréfi sem sent hafði verið Otto Frank, föður Önnu Frank, en hann var sá eini af fjölskyldunni sem komst lífs af úr Helför nasista. Bréfið var nafnlaust en þar var Van den Bergh sagður vera sá sem sveik fjölskylduna í hendur nasista. Van den Bergh lést árið 1950 en Pankoke segir þó ekkert bendi til þess að van den Bergh hafi vitað nákvæmlega hvaða fjölskylda væri í felum hvar, þó að telja mætti líklegt að hann hafi vitað um heimilisföng þar sem vitað var að gyðingar væru í felum.
Seinni heimsstyrjöldin Holland Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fundu klúra brandara í dagbók Önnu Frank Nýleg ljósmyndatækni hefur afhjúpað tvær áður óþekktar blaðsíður úr dagbók Önnu Frank, sem meðal annars innihalda klúra brandara og vangaveltur hennar um kynlíf. 16. maí 2018 06:24