„Númer 1, 2 og 3 eigum við að hugsa um að vinna þennan leik, punktur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2022 09:31 Íslendingar mæta heimaliði Ungverja í lokaleik sínum í B-riðli Evrópumótsins í kvöld. epa/Tamas Kovacs Gríðarlega mikil spenna er fyrir lokaumferðina í B-riðli Evrópumótsins í handbolta karla en öll fjögur liðin geta enn komist áfram. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson segja að íslenska liðið verði fyrst og síðast að hugsa um sig og vinna Ungverja. Þrátt fyrir að hafa unnið báða leiki sína á EM er Ísland ekki enn komið áfram í milliriðla. Líkurnar eru þó með Íslendingum í liði en með sigri eða jafntefli gegn Ungverjum fara þeir með tvö stig í milliriðla. Þá gæti Ísland komist áfram þrátt fyrir tap gegn Ungverjalandi. Leikirnir í dag fara ekki fram á sama tíma. Ísland og Ungverjaland mætast klukkan 17:00 og klukkan 19:30 er svo komið að leik Portúgals og Hollands. „Það er klárlega öðru liðinu í hag. Ég held það sé þannig. En ég held að þetta sé praktískt atriði. Þú kaupir þig inn á tvo leiki sama dag og þá verður þetta að vera svona. Ég held að allir séu sammála um þetta sé verra en þess vegna finnst mér ennþá skrítnara að Ungverjarnir ákveði að byrja. Þeir hljóta að fá að velja,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu. Róbert lagði áherslu á það að íslenska liðið yrði að einbeita sér að leiknum gegn Ungverjum, ekki hinum leiknum eða öðrum hlutum sem það hefur ekki stjórn á. „Það þýðir ekkert að pæla í öðrum. Við þurfum bara að pæla í okkur og vinna Ungverjana. Þá þurfum við klárlega meira en eitt leikplan,“ sagði Róbert. Ásgeir Örn tók í sama streng. „Númer eitt, tvö og þrjú eigum við að hugsa um að vinna þennan leik, punktur. Einhverjir á bekknum þurfa að vera með möguleikana á hreinu ef einhver staða kemur upp en annars þarf einbeitingin að vera á að vinna leikinn, punktur.“ EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Eins og Gummi sé að fá hjartaáfall á hliðarlínunni Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir sigur Íslands á Hollendingum, 29-28, í öðrum leik liðsins á mótinu. Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. 17. janúar 2022 12:31 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa unnið báða leiki sína á EM er Ísland ekki enn komið áfram í milliriðla. Líkurnar eru þó með Íslendingum í liði en með sigri eða jafntefli gegn Ungverjum fara þeir með tvö stig í milliriðla. Þá gæti Ísland komist áfram þrátt fyrir tap gegn Ungverjalandi. Leikirnir í dag fara ekki fram á sama tíma. Ísland og Ungverjaland mætast klukkan 17:00 og klukkan 19:30 er svo komið að leik Portúgals og Hollands. „Það er klárlega öðru liðinu í hag. Ég held það sé þannig. En ég held að þetta sé praktískt atriði. Þú kaupir þig inn á tvo leiki sama dag og þá verður þetta að vera svona. Ég held að allir séu sammála um þetta sé verra en þess vegna finnst mér ennþá skrítnara að Ungverjarnir ákveði að byrja. Þeir hljóta að fá að velja,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu. Róbert lagði áherslu á það að íslenska liðið yrði að einbeita sér að leiknum gegn Ungverjum, ekki hinum leiknum eða öðrum hlutum sem það hefur ekki stjórn á. „Það þýðir ekkert að pæla í öðrum. Við þurfum bara að pæla í okkur og vinna Ungverjana. Þá þurfum við klárlega meira en eitt leikplan,“ sagði Róbert. Ásgeir Örn tók í sama streng. „Númer eitt, tvö og þrjú eigum við að hugsa um að vinna þennan leik, punktur. Einhverjir á bekknum þurfa að vera með möguleikana á hreinu ef einhver staða kemur upp en annars þarf einbeitingin að vera á að vinna leikinn, punktur.“
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Eins og Gummi sé að fá hjartaáfall á hliðarlínunni Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir sigur Íslands á Hollendingum, 29-28, í öðrum leik liðsins á mótinu. Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. 17. janúar 2022 12:31 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Eins og Gummi sé að fá hjartaáfall á hliðarlínunni Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir sigur Íslands á Hollendingum, 29-28, í öðrum leik liðsins á mótinu. Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. 17. janúar 2022 12:31