Umfjöllun og viðtöl : Stjarnan - ÍBV 24-33 | Sterkur Eyjasigur í Mýrinni Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 15. janúar 2022 17:07 Sunna Jónsdóttir skoraði sex mörk fyrir ÍBV. vísir/bára Stjarnan tók á móti ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Sterkur Eyjasigur var niðurstaðan í hörkuleik 24-33. Stjarnan byrjaði leikinn betur en misstu Eyjakonur svo framúr sér sem skilaði 9 marka sigri ÍBV. Stjörnukonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu leikinn með 1-2 mörkum til að byrja með. Varnarleikur ÍBV var sterkur en sóknarleikur þeirra einkenndist af töpuðum boltum og klaufalegum sendingum. Þegar rúmlega 10 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik og staðan 8-7 tekur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV leikhlé þar sem að hvert dauðafærið eftir annað rann í sandinn. Eftir það var allt annað að sjá spilamennsku ÍBV og varð samræmi með sóknarleik og varnarleik þeirra. Þegar stundarafjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik var ÍBV komið einu marki yfir og varð algjör viðsnúningur á leiknum. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddi ÍBV með 4 mörkum, 13-17. Í seinni hálfleik hélt ÍBV upptæknum hætti og keyrði vel á vörn Stjörnunnar. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik leiddu þær enn með 4 mörkum, 19-23. Á loka mínutum leiksins varð algjör uppgjöf hjá Stjörnukonum sem hættu að berjast og endaði leikurinn með 9 marka sigri ÍBV, 24-33. Afhverju vann ÍBV? Eftir slakar fyrstu mínutur voru klókindi hjá Sigurði, þjálfara ÍBV að taka leikhlé. Eftir það var allt annað að sjá sóknarleik ÍBV sem var betur útfærður. Varnarleikurinn var góður allan leikinn og markvarslan eftir því. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni voru það Eva Björk Davíðsdóttir, Elena Elísabet Birgisdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir allar með 4 mörk. Markvarslan hjá þeim var góð en dugði ekki til. Hjá ÍBV voru það Marija Jovanovic og Lina Cardell með 7 mörk hvor. Sunna Jónsdóttir stýrði sóknarleiknum vel og var sjálf með 6 mörk. Marta Wawrzykowska var með 19 varða bolta, 44% markvörslu. Hvað gekk illa? Eftir leikhléið örlagaríka hjá ÍBV tóku ÍBV við keflinu og áttu Stjörnukonur erfitt með að verjast þeim. Þær áttu erfitt með að koma boltanum fram hjá Mörtu í marki ÍBV og að komast í gegnum sterka vörn ÍBV. Á lokamínútunum var komin algjör uppgjöf í leik þeirra og því fór sem fór. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik á miðvikudaginn næstkomandi. ÍBV tekur á móti KA/Þór kl 18.00 og Stjarnan tekur á móti HK kl 19.30. Rakel Dögg Bragadóttir: Full stórt tap kannski, ekki alveg rétt mynd af leiknum Rakel Dögg, þjálfari Stjörnunnar var svekkt eftir leikinn. Vísir: Vilhelm Gunnarsson „Mér líður alltaf illa eftir tapleiki. Þetta var bara því miður ekki okkar dagur og margt sem var að klikka hjá okkur. Full stórt tap kannski, ekki alveg rétt mynd af leiknum. Auðvitað er bara svekkjandi að tapa“, sagði Rakel Dögg, þjálfari Stjörnunnar eftir 9 marka tap á móti ÍBV í dag. Uppleggið hjá Stjörnunni var að loka á línuspil Eyjakvenna og stoppa Sunnu en gekk það ekki eftir. „Við ætluðum að loka mun betur á línuspilið en við gerðum. Við vorum með of langt á milli okkur í vörninni og þær eru að ná að taka okkur úr stöðu. Svo auðvitað vitum við það að Sunna er algjör lykilleikmaður og við lögðu áherslu á að stoppa hana. Stundum leggur maður upp heilan helling og það gekk bara ekki upp. Mér fannst stelpurnar virkilega reyna og ég var ánægð með það og ég var ánægð með framlagið. Það bara gekk ekki upp.“ Það er stutt á milli leikja hjá Stjörnunni og vill Rakel einblína á að ná varnarleiknum aftur upp. „Stutt í næsta leik hjá okkur. Nú reynir á, við erum búnar að eiga ágætis run núna og líður vel. Svo kemur svona smá skellur og við þurfum að þétta raðirnar, fókusa á varnarleikinn aftur, ná honum aftur upp. Við erum búnar að sýna frábæran varnarleik í vetur, inn á milli en dettum niður eins og í dag. Það er lykilatriði fyrir næsta leik.“ Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Sigurður Bragason: Þetta er léttir og frábært að byrja nýtt ár svona Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV var sáttur með 9 marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild kvenna í dag. ÍBV átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en agaður leikur í seinni hálfleik skilaði þeim tveimur stigum. 15. janúar 2022 16:20
Stjarnan tók á móti ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Sterkur Eyjasigur var niðurstaðan í hörkuleik 24-33. Stjarnan byrjaði leikinn betur en misstu Eyjakonur svo framúr sér sem skilaði 9 marka sigri ÍBV. Stjörnukonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu leikinn með 1-2 mörkum til að byrja með. Varnarleikur ÍBV var sterkur en sóknarleikur þeirra einkenndist af töpuðum boltum og klaufalegum sendingum. Þegar rúmlega 10 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik og staðan 8-7 tekur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV leikhlé þar sem að hvert dauðafærið eftir annað rann í sandinn. Eftir það var allt annað að sjá spilamennsku ÍBV og varð samræmi með sóknarleik og varnarleik þeirra. Þegar stundarafjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik var ÍBV komið einu marki yfir og varð algjör viðsnúningur á leiknum. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddi ÍBV með 4 mörkum, 13-17. Í seinni hálfleik hélt ÍBV upptæknum hætti og keyrði vel á vörn Stjörnunnar. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik leiddu þær enn með 4 mörkum, 19-23. Á loka mínutum leiksins varð algjör uppgjöf hjá Stjörnukonum sem hættu að berjast og endaði leikurinn með 9 marka sigri ÍBV, 24-33. Afhverju vann ÍBV? Eftir slakar fyrstu mínutur voru klókindi hjá Sigurði, þjálfara ÍBV að taka leikhlé. Eftir það var allt annað að sjá sóknarleik ÍBV sem var betur útfærður. Varnarleikurinn var góður allan leikinn og markvarslan eftir því. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni voru það Eva Björk Davíðsdóttir, Elena Elísabet Birgisdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir allar með 4 mörk. Markvarslan hjá þeim var góð en dugði ekki til. Hjá ÍBV voru það Marija Jovanovic og Lina Cardell með 7 mörk hvor. Sunna Jónsdóttir stýrði sóknarleiknum vel og var sjálf með 6 mörk. Marta Wawrzykowska var með 19 varða bolta, 44% markvörslu. Hvað gekk illa? Eftir leikhléið örlagaríka hjá ÍBV tóku ÍBV við keflinu og áttu Stjörnukonur erfitt með að verjast þeim. Þær áttu erfitt með að koma boltanum fram hjá Mörtu í marki ÍBV og að komast í gegnum sterka vörn ÍBV. Á lokamínútunum var komin algjör uppgjöf í leik þeirra og því fór sem fór. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik á miðvikudaginn næstkomandi. ÍBV tekur á móti KA/Þór kl 18.00 og Stjarnan tekur á móti HK kl 19.30. Rakel Dögg Bragadóttir: Full stórt tap kannski, ekki alveg rétt mynd af leiknum Rakel Dögg, þjálfari Stjörnunnar var svekkt eftir leikinn. Vísir: Vilhelm Gunnarsson „Mér líður alltaf illa eftir tapleiki. Þetta var bara því miður ekki okkar dagur og margt sem var að klikka hjá okkur. Full stórt tap kannski, ekki alveg rétt mynd af leiknum. Auðvitað er bara svekkjandi að tapa“, sagði Rakel Dögg, þjálfari Stjörnunnar eftir 9 marka tap á móti ÍBV í dag. Uppleggið hjá Stjörnunni var að loka á línuspil Eyjakvenna og stoppa Sunnu en gekk það ekki eftir. „Við ætluðum að loka mun betur á línuspilið en við gerðum. Við vorum með of langt á milli okkur í vörninni og þær eru að ná að taka okkur úr stöðu. Svo auðvitað vitum við það að Sunna er algjör lykilleikmaður og við lögðu áherslu á að stoppa hana. Stundum leggur maður upp heilan helling og það gekk bara ekki upp. Mér fannst stelpurnar virkilega reyna og ég var ánægð með það og ég var ánægð með framlagið. Það bara gekk ekki upp.“ Það er stutt á milli leikja hjá Stjörnunni og vill Rakel einblína á að ná varnarleiknum aftur upp. „Stutt í næsta leik hjá okkur. Nú reynir á, við erum búnar að eiga ágætis run núna og líður vel. Svo kemur svona smá skellur og við þurfum að þétta raðirnar, fókusa á varnarleikinn aftur, ná honum aftur upp. Við erum búnar að sýna frábæran varnarleik í vetur, inn á milli en dettum niður eins og í dag. Það er lykilatriði fyrir næsta leik.“
Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Sigurður Bragason: Þetta er léttir og frábært að byrja nýtt ár svona Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV var sáttur með 9 marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild kvenna í dag. ÍBV átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en agaður leikur í seinni hálfleik skilaði þeim tveimur stigum. 15. janúar 2022 16:20
Sigurður Bragason: Þetta er léttir og frábært að byrja nýtt ár svona Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV var sáttur með 9 marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild kvenna í dag. ÍBV átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en agaður leikur í seinni hálfleik skilaði þeim tveimur stigum. 15. janúar 2022 16:20
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti