Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 25-26| Stjarnan hafði betur í spennuleik Andri Már Eggertsson skrifar 8. janúar 2022 20:17 Vísir/Elín Björg Stjarnan vann eins marks sigur á Val 25-26. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni sinn fyrsta sigur á árinu 2022. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og náði fyrsta frumkvæði leiksins. Stjarnan skoraði fjögur mörk í röð og komst 1-5 yfir. Heimakonur fundu sig betur í leiknum og voru ekki lengi að jafna leikinn 5-5. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður komst Valur yfir í fyrsta sinn en það kveikti í Stjörnunni sem gerði þrjú mörk í röð sem fékk þjálfarateymi Vals, skipað af Degi Snæ Steingrímssyni og Óskari Bjarna Óskarssyni, í fjarveru Ágústs Jóhannssonar sem var í verkefnum með A-landsliðinu til að taka leikhlé. Valskonur voru ekki lengi að jafna leikinn og skiptust liðin á mörkum þar til flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 16-16. Tilþrif leiksins átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks þar sem Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markmaður Stjörnunnar, varði skot Mariam Eradze fyrir aftan miðju hlaupandi í markið eftir að hafa verið á bekknum í skiptingu. Seinni hálfleikur var töluvert rólegri en sá fyrri í markaskorun hjá báðum liðum. Valur skoraði níu mörk í seinni hálfleik á meðan Stjarnan gerði tíu og vann leikinn. Jafnræði var með liðunum fyrstu átján mínúturnar í síðari hálfleik. Þegar Valur komst tveimur mörkum yfir 23-21 tók Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Stjarnan skoraði þá þrjú mörk í röð og komst marki yfir. Á síðustu fimm mínútum leiksins gerði Stjarnan tvö mörk gegn einu marki Vals sem dugði til sigurs. Lena Margrét Valdimarsdóttir gerði sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni eins marks sigur 25-26. Af hverju vann Stjarnan? Vörn og markvarsla Stjörnunnar var góð í seinni hálfleik. Valur skoraði aðeins tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins og átti í miklum erfiðleikum með að finna svör við varnarleik Stjörnunnar. Hverjar stóðu upp úr? Tinna Húnbjörg, markmaður Stjörnunnar, átti góðan leik og varði vel. Tinna varði 19 skot og endaði með 43 prósent markvörslu. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði sigurmark leiksins og skoraði alls sex mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var lélegur í seinni hálfleik. Heimakonur skoruðu 16 mörk í fyrri hálfleik en aðeins 9 í síðari hálfleik. Valur fór illa með dauðafærin sín og átti í miklum vandræðum með að finna leiðir í gegnum vörn Stjörnunnar. Hvað gerist næst? Laugardaginn eftir viku eigast við Stjarnan og ÍBV í TM-höllinni klukkan 14:00. Á sama degi fer Valur á Ásvelli og mætir Haukum klukkan 16:00. Rakel Dögg: Varnarleikurinn frábær í seinni hálfleik Rakel Dögg Bragadóttir var ánægð með sigurinnVísir/Hulda Margrét „Það var ótrúlega ljúft að vinna þennan leik með einu marki. Þetta var flottur leikur þrátt fyrir að það væri sjáanlegt að það væri langt síðan liðin hefðu spilað,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, Rakel fannst barráttan í liðinu skína í gegn og var ánægð með sínar stelpur í kvöld. „Mér fannst barráttan góð, varnarleikurinn í seinni hálfleik var góður og skilaði okkur stigunum tveimur í kvöld. Við vorum svekktar með vörnina í fyrri hálfleik en okkur tókst að laga það.“ Stjarnan reyndist sterkari aðilinn á lokamínútunum og var Rakel ánægð með skynsemina í liðinu. „Á lokamínútunum var ég ánægð með hvernig við stóðum vörnina, sýndum þolinmæði, vorum agaðar og fylgdum leikskipulaginu,“ sagði Rakel að lokum. Óskar Bjarni: Jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða Óskar Bjarni Óskarsson var svekktur með tap kvöldsins „Þetta var sveiflukenndur leikur, það var jafntefli í hálfleik og svo vorum við klaufar í síðari hálfleik. Mér hefði fundist jafntefli sanngjörn niðurstaða en svona er þetta þegar tvö góð lið mætast,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir leik. Valur átti í miklum vandræðum með að skora í seinni hálfleik eftir að hafa skorað sextán mörk í fyrri hálfleik. „Þrátt fyrir sextán mörk í fyrri hálfleik fannst mér við ekki vera í okkar takti. Án þess að ætla að koma með afsakanir þá hefur verið erfitt á æfingum og fannst mér að skytturnar hefðu mátt fá betri stöður á vellinum en þær fengu.“ Valur var tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik 23-21 en þá gekk Stjarnan á lagið. „Það vantaði ýmislegt upp á í lokakaflanum. Mér fannst þær ekki beittar sóknarlega og svo klikkaði vörnin líka. Við hefðum einfaldlega átt að gera betur á síðustu átta mínútunum,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild kvenna Valur Stjarnan
Stjarnan vann eins marks sigur á Val 25-26. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni sinn fyrsta sigur á árinu 2022. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og náði fyrsta frumkvæði leiksins. Stjarnan skoraði fjögur mörk í röð og komst 1-5 yfir. Heimakonur fundu sig betur í leiknum og voru ekki lengi að jafna leikinn 5-5. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður komst Valur yfir í fyrsta sinn en það kveikti í Stjörnunni sem gerði þrjú mörk í röð sem fékk þjálfarateymi Vals, skipað af Degi Snæ Steingrímssyni og Óskari Bjarna Óskarssyni, í fjarveru Ágústs Jóhannssonar sem var í verkefnum með A-landsliðinu til að taka leikhlé. Valskonur voru ekki lengi að jafna leikinn og skiptust liðin á mörkum þar til flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 16-16. Tilþrif leiksins átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks þar sem Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markmaður Stjörnunnar, varði skot Mariam Eradze fyrir aftan miðju hlaupandi í markið eftir að hafa verið á bekknum í skiptingu. Seinni hálfleikur var töluvert rólegri en sá fyrri í markaskorun hjá báðum liðum. Valur skoraði níu mörk í seinni hálfleik á meðan Stjarnan gerði tíu og vann leikinn. Jafnræði var með liðunum fyrstu átján mínúturnar í síðari hálfleik. Þegar Valur komst tveimur mörkum yfir 23-21 tók Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Stjarnan skoraði þá þrjú mörk í röð og komst marki yfir. Á síðustu fimm mínútum leiksins gerði Stjarnan tvö mörk gegn einu marki Vals sem dugði til sigurs. Lena Margrét Valdimarsdóttir gerði sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni eins marks sigur 25-26. Af hverju vann Stjarnan? Vörn og markvarsla Stjörnunnar var góð í seinni hálfleik. Valur skoraði aðeins tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins og átti í miklum erfiðleikum með að finna svör við varnarleik Stjörnunnar. Hverjar stóðu upp úr? Tinna Húnbjörg, markmaður Stjörnunnar, átti góðan leik og varði vel. Tinna varði 19 skot og endaði með 43 prósent markvörslu. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði sigurmark leiksins og skoraði alls sex mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var lélegur í seinni hálfleik. Heimakonur skoruðu 16 mörk í fyrri hálfleik en aðeins 9 í síðari hálfleik. Valur fór illa með dauðafærin sín og átti í miklum vandræðum með að finna leiðir í gegnum vörn Stjörnunnar. Hvað gerist næst? Laugardaginn eftir viku eigast við Stjarnan og ÍBV í TM-höllinni klukkan 14:00. Á sama degi fer Valur á Ásvelli og mætir Haukum klukkan 16:00. Rakel Dögg: Varnarleikurinn frábær í seinni hálfleik Rakel Dögg Bragadóttir var ánægð með sigurinnVísir/Hulda Margrét „Það var ótrúlega ljúft að vinna þennan leik með einu marki. Þetta var flottur leikur þrátt fyrir að það væri sjáanlegt að það væri langt síðan liðin hefðu spilað,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, Rakel fannst barráttan í liðinu skína í gegn og var ánægð með sínar stelpur í kvöld. „Mér fannst barráttan góð, varnarleikurinn í seinni hálfleik var góður og skilaði okkur stigunum tveimur í kvöld. Við vorum svekktar með vörnina í fyrri hálfleik en okkur tókst að laga það.“ Stjarnan reyndist sterkari aðilinn á lokamínútunum og var Rakel ánægð með skynsemina í liðinu. „Á lokamínútunum var ég ánægð með hvernig við stóðum vörnina, sýndum þolinmæði, vorum agaðar og fylgdum leikskipulaginu,“ sagði Rakel að lokum. Óskar Bjarni: Jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða Óskar Bjarni Óskarsson var svekktur með tap kvöldsins „Þetta var sveiflukenndur leikur, það var jafntefli í hálfleik og svo vorum við klaufar í síðari hálfleik. Mér hefði fundist jafntefli sanngjörn niðurstaða en svona er þetta þegar tvö góð lið mætast,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir leik. Valur átti í miklum vandræðum með að skora í seinni hálfleik eftir að hafa skorað sextán mörk í fyrri hálfleik. „Þrátt fyrir sextán mörk í fyrri hálfleik fannst mér við ekki vera í okkar takti. Án þess að ætla að koma með afsakanir þá hefur verið erfitt á æfingum og fannst mér að skytturnar hefðu mátt fá betri stöður á vellinum en þær fengu.“ Valur var tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik 23-21 en þá gekk Stjarnan á lagið. „Það vantaði ýmislegt upp á í lokakaflanum. Mér fannst þær ekki beittar sóknarlega og svo klikkaði vörnin líka. Við hefðum einfaldlega átt að gera betur á síðustu átta mínútunum,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti